Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 10
10 6. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR RÚSSLAND, AP Þúsundir Rússa lögðu leið sína að kistu rithöfundarins Alexanders Solzhenítsyn í gær til að votta honum hinstu virðingu sína. Hann verður jarðsunginn í dag við Donskoi-klaustrið í Moskvu. Hátíðlegur blær var yfir öllu í stórum sal rússnesku vísinda- akademíunnar í Mosku þar sem kistan stóð á miðju gólfi umkringd hermönnum sem stóðu heiðurs- vörð. Ekkja hans, Natalja, stóð við kist- una ásamt sonum þeirra og barna- börnum. Meðal þeirra sem komu til að votta honum virðingu sína var Vladimír Pútín, sem nú er forsætis- ráðherra Rússlands eftir að hafa verið forseti landsins í átta ár. Solzhenítsyn verður jarðsung- inn í dag við Donskoi-klaustrið í Moskvu. Hann lést á sunnudaginn fyrir utan heimili sitt í Moskvu af völdum hjartasúkdóms, sem lengi hafði hrjáð hann. Margir þeirra sem komu í gær til að votta honum virðingu sína þurftu að bíða lengi í röð í rigningu fyrir utan vísindaakademíuna eftir að komast inn. Flestir voru yfir fimmtugt, Rússar, sem lásu bækur Solzhenítsyns þegar þær komu fyrst út á sjöunda og áttunda ára- tug síðustu aldar. „Uppáhaldsskáldsagan mín er Krabbameinsdeildin,“ sagði einn syrgjenda, Jevgení Bystrov, þar sem hann stóð með svarta regnhlíf í röðinni. „Það er svo mikil bjart- sýni í henni, svo mikil lífsjátning. Hann þröngvar aldrei hugmynd- um sínum upp á lesandann, heldur biður mann um að hugleiða málin, og þá áttar maður sig á alvörunni og mikilfengleiknum sjálfur.“ Þriggja binda bálkur hans um dvöl hans í Gulag-fangabúðunum, sem kom út á áttunda áratugnum, fór mjög fyrir brjóstið á valda- klíku Sovétríkjanna og átti stóran þátt í að eyða stuðningi við þau á Vesturlöndum og hvatti jafnframt til dáða heila kynslóð andófsmanna heima fyrir. Solzhenítsyn var rekinn úr landi árið 1974 og bjó síðan í tuttugu ár í útlegð. Afstaða Rússa til hans er nokkuð blendin. Yngri Rússar líta margir á hann sem strangan og harðneskjulegan fulltrúa liðinnna tíma. Þeir sem enn minnast tíma kommúnismans með hlýju vanda honum ekki kveðjurnar, en á hinn bóginn fældi hann einnig frá sér frjálslynda umbótamenn með dyggum stuðningi sínum við þær skorður, sem Pútín hefur sett lýð- ræðinu á síðustu árum. gudsteinn@frettabladid.is Solzhenítsyn kvaddur Þótt Rússar beri blendnar tilfinningar til Alexand- ers Solzhenítsyns var mikið haft við í gær þegar líkkista hans stóð í vísindaakademíunnar í Moskvu. Vladimír Pútín vottaði honum hinstu virðingu. LÍKVAKA Í MOSKVU Natalja, ekkja Alexanders Solzhenítsyns, kraup við kistu hans í sal vísindaakademíunnar í Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ævintýraferð um Pólland 1.-10. september Fararstjóri í verður Þorleifur Friðriksson, netfang thleif@hive.is Nánari upplýsingar hjá Söguferðum í síma 564 30 31, soguferdir@soguferdir.net Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SÝNA FÆRNI SÍNA Landamæraverðir í borginni Basra sunnarlega í Írak sýndu færni sína þegar nýjar höfuðstöðvar landamæralögreglunnar þar í borg voru teknar í notkun nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP Þjónustugjald er innifalið í verði flestra veit- ingahúsa. Þetta þýðir að þegar neytandi kemur og greiðir fyrir kaffið sitt, þá greiðir hann meira sökum þess að ekkert þjórfé er gefið. Guðrún Pálsdóttir í Reykjavík sendi Frétta- blaðinu bréf: Um daginn fór ég á Vegamót með vinkonum mínum út að borða. Við biðum fyrst heillengi eftir þjónustu en fengum hana að lokum. Loksins þegar við vorum búnar að borða og báðum um reikninginn þá sagði stelpan að við yrðum að borga hann við kassann. Ég sagði henni að ég vildi fá þjónustu til borðs með reikninginn eins og með matinn, hún sagði að það væri aldrei gert og að við yrðum að fara á kassann. Óli Már Ólason, einn eigenda Vegamóta, segir að viðskiptavinir staðarins eigi að geta fengið þessa þjónustu til borðs. „Einu undantekningarnar sem við gerum eru á sumrin úti í garði, stundum kemur mikið af fólki óvænt. Reyndar er okkar reynsla sú að í hádeginu stendur fólk bara upp og fer sjálft að barnum til að borga.“ Óli bætir því við að honum þyki það sjálfsögð þjónusta við viðskiptavini Vegamóta að leyfa þeim að borga sitjandi. „Það á að vera þannig að ekki eigi að þurfa að ganga að barnum til þess að greiða fyrir þjónustu,“ segir Óli og bætir við að „þeir sem biðja um að fá að greiða við borðið, fá að greiða við borðið“. Viðskiptavinir Vegamóta eiga ekki að þurfa að fara á kassann: Þjónusta veitingastaðarins á að vera innifalin í verðinu VEITINGASTAÐURINN VEGAMÓT Einn eigenda staðar- ins segir að þeir sem sitji inni megi borga við borðið sitt. Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is HELGA ÞÓREY neytendur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.