Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 18
[ ] Íslandsmótið í motocrossi hófst aftur á laugardag eftir stutt hlé en keppendum í íþróttinni hefur fjölgað stöðugt undanfarin ár. „Iðkendum í motocrossi hefur fjölgað töluvert síðastliðin ár og áhugi kvenna aukist til muna. Kvennaflokkurinn er orðinn gífur- lega stór. Í kringum þrjátíu konur tóku þátt í síðustu keppni en fyrir um fjórum árum voru þær bara tvær. Það er kannski stærsta breyt- ingin. Þetta eru konur á öllum aldri sem eru margar hverjar að verða alveg ótrúlega góðar,“ útskýrir Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins VÍK, en Íslandsmótið í motocrossi hófst aftur á laugardag eftir stutt hlé. „Einhverra hluta vegna hefur skapast sú hefð að taka pásu um mitt sumarið. Þetta er fjölskyldu- vænt sport og menn vilja því hrein- lega fá hlé, sem er nokkuð óvana- legt en ósköp þægilegt,“ útskýrir Hrafnkell. „En það er algengt að heilu fjölskyldurnar stundi motoc- ross. Við feðgarnir erum til dæmis þrír í þessu,“ upplýsir hann og bætir við að kona hans styðji iðkun þeirra heilshugar. „Það er auðvelt að smitast mjög fljótt.“ Talið berst því næst að aldri keppenda en Hrafnkell segir þá vera alveg frá tólf ára aldri og upp undir fimmtugt. „En þetta er gríð- arlega erfitt.“ Spurður um í hverju það felist svarar hann hlæjandi. „Ímyndaðu þér bara eitthvað það erfiðasta sem þú hefur gert. Mot- ocross er svolítið erfiðara en það.“ Hrafnkell segir þátttöku krefj- ast mikilla æfinga og góðs úthalds enda æfi keppendur mörgum sinn- um í viku. „Þeir sem æfa mest taka léttar lyftingar eða hlaup fyrri part dags, svo er hjólaæfing á kvöldin,“ útskýrir hann. Þrátt fyrir að íþróttin sé erfið segir Hrafnkell hana mjög skemmtilega. „Þetta er rosalegt adrenalín og mikil keyrsla. Að finna þreytuna og eins og að allt sé búið, en geta þó ekki beðið eftir því að þreytan fari til að komast aftur á hjólið.“ martaf@frettabladid.is Fleiri konur í motocrossi Kvennaflokkur motocrossins hefur farið ört stækkandi síðustu ár. MYND/SVERRIR JÓNSSON Ungt fólk byrjar vanalega að keppa um tólf ára aldur. MYND/SVERRIR JÓNSSON Motocrossið þarfnast mikillar þjálfunar og úthalds og æfa sumir keppendur mörgum sinnum í viku. MYND/SVERRIR JÓNSSON Hagnaður vörubílaframleiðandans Volvo nam 7,5 milljörð- um sænskra króna á öðrum ársfjórðungi miðað við 6 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoma félagsins var nokkuð yfir væntingum markaðsaðila. Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636 www.bilastod.is • bilastod@simnet.is GERUM VIÐ ALLAR TEGUNDIR BÍLA Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.