Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 2008 21 folk@frettabladid.is > ABBA Á TOPPINN Abbafárið sem kviknaði á ný eftir frum- sýningu myndarinnar Mamma Mia! heldur áfram. Safnplatan Gold, sem inniheldur mörg helstu lög hljómsveit- arinnar, er nú komin á topp metsölu- listans í Bretlandi, heilum sextán árum eftir að hún kom fyrst út. Á hæla henn- ar fylgja svo Coldplay og Duffy. Draggkeppni Íslands fer fram klukkan níu í kvöld í Óperunni. Keppendur eru átta að þessu sinni. Atli Freyr Arnarsson, Simon Cramer Larsen, Jón Ingi Hrafnsson og Magnús Jónsson keppa um draggdrottingartitilinn, auk Egils Þorkelssonar Wild sem keppir við systur sína, Agnesi Þorkelsdóttur Wild. Auk hennar slást Elín Björg Pétursdóttir og Vigdís Ásgeirsdóttir um að verða draggkóngur Íslands. Í dómnefnd sitja Anna Rakel Róbertsdóttir, Lárus Ari Knúts- son, Ilmur Kristjánsdóttir, Sóley Ástudóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. Haffi Haff kynnir og skemmtir auk núverandi kóngs og drottningar. Íslenski sirkusinn sér um opnunaratriði. Húsið opnar klukkan 20 en miðasala hefst klukkan 14. Miðaverð er 2.400 krónur. - kbs Draggkeppn- in er í kvöld Solange Knowles gengur allt í haginn þessa dagana. Hún er engin önnur en litla systir Beyoncé sjálfrar og virðist hafa svipaða frægðardrauma. Platan SoL-AngeL and the Hadley Street Dreams kemur út í lok ágúst og lagið I Decided hefur þegar vakið nokkra athygli. Nú hefur Solange svo skrifað undir samning við Armani Jeans um að verða einn talsmanna merkisins. „Í Armani Jeans fær hugsjón mín um unglegan, sjálfstæðan, afslappaðan lífsstíl með sterkri og flottri tískuvitund að njóta sín. Solange er fullkominn holdgerv- ingur þessa lífsstíls,“ segir Giorgio Armani um samstarfið. Solange fyrir Armani Leikstjórinn Guy Ritchie hefur nú viðurkennt að persóna í nýjustu kvikmynd hans, RocknRolla, er byggð á eitur- lyfjafíklinum og söngvaranum Pete Doherty. „Þegar ég var að skrifa handritið að myndinni var Pete alls staðar. Allt þetta umtal sem hann hlaut á þessum tíma var annaðhvort mjög góð markaðs- setning hjá Pete eða bara heppileg tilviljun,“ sagði Guy um skáldagyðju sína. Persónan sem er byggð á Doherty er rokkstjarna sem finnur sig í óþægilegri klemmu og felur sig í kjölfarið í dópgreni. Skáldagyðj- an Doherty Jonas-bræðurnir sópuðu að sér verðlaunum á Teen Choice- verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles á sunnudag. Strákabandið er skipað bræðrunum Kevin, Joe og Nick og hefur notið mikilla vinsælda ytra síðustu mánuði. Bræðurnir fengu alls sex verðlaun á hátíðinni, meðal annars sem besta nýja hljómsveitin, besta karlkyns tískufyrirmyndin og besta ástarsönginn. Þeir hafa þegar sent frá sér plöturnar It‘s About Time og Jonas Brothers, og næsta plata þeirra, A Little Bit Longer, er væntanleg í mánuðinum. Þáttaröðin Gossip Girl var eins hlutskörp á hátíðinni, þar sem unglingum gefst kostur á að kjósa um það besta sem tónlistar-, kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn hefur fram að færa. Gossip Girl fékk sex verðlaun, þar á meðal sem besta drama-þáttaröðin og fyrir leik þeirra Blake Lively, Ed Westwick og Chace Crawford. Kanadíska leikkonan Ellen Page var einnig verðlaunuð fyrir frammistöðu sína sem Juno í samnefndri mynd, tónlist- armaðurinn Chris Brown var valinn besti tónlistarmaðurinn, en Miley Cyrus, sem jafnframt var kynnir kvöldsins, besta tónlistarkonan. Jonas-bræðurnir vinsælir VINSÆLIR HJÁ UNGLINGUNUM Jonas-bræðurnir Kevin, Joe og Nick sópuðu að sér verðlaunum á Teen Choice-hátíðinni um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.