Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.08.2008, Blaðsíða 34
26 6. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FRJÁLSAR Hápunktur íþróttamanna á Íslandi sem og annars staðar er að taka þátt í Ólympíuleikum en það þarf margt að ganga upp til þess að ná því enda leikarnir aðeins á fjögurra ára fresti og reglur um lágmarksárangur strangar. Þegar spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir lá á skurðar- borðinu fyrir rúmum átta mánuð- um þá gátu fáir séð það fyrir að hún yrði búin að margbæta Íslandsmetið og búin að ná Ólymp- íulágmarki aðeins hálfu ári síðar. Ásdís glímdi við erfið meiðsli á kasthendinni sem eyðulögðu allt síðasta ár fyrir henni og reyndust læknum þrautin þyngri. „Þetta er búið að vera frábært ár en það byrjaði ekki vel því ég fór í aðgerð í nóvember og eftir hana vissi ég ekki við hverju ég átti að búast. Ég vissi ekki hvort ég gæti kastað yfirhöfuð og ef að ég gæti kastað þá hafði ég enga hugmynd um hvað ég gæti kastað langt,“ segir Ásdís sem setti nýtt Íslandsmet í Finnlandi í júlí. Erfið meiðsli Meiðsli Ásdísar voru á mjög erfið- um stað fyrir spjótkastara. „Þegar ég var að kasta á æfingu í fyrra þá koma rifa í sin sem ligg- ur frá vitlausa beininu fram í vöðva í framhandlegg. Það greri aldrei saman aftur og fór síðan að kalka inni í sininni, en því fylgdi gríðarlegur sársauki þegar ég var að kasta. Það uppgötvaðist ekki fyrr en í haust hvað þetta væri nákvæmlega því við héldum bara að þetta væru einhverjar bólgur,“ segir Ásdís og í raun kom það ekki í ljós fyrr en á skurðarborðinu. „Læknarnir vissu ekki hvað var að þegar þeir opnuðu mig. Þeir giskuðu á að það væri eitthvað í þessarri sin. Þeir opnuðu mig og þá sáu þeir hvað var að en það hafði ekki sést á neinum myndum. Þeir þurftu að skera þennan kalk- blett í burtu sem var inni í miðri sininni og sauma svo sinina saman. Þeir skáru síðan sinina frá beininu til þess að láta hana gróa betur. Við vissum ekkert hvernig þetta myndi gróa saman og hvort að þetta myndi halda þegar ég væri byrjuð að kasta. Við vissum ekk- ert hvað myndi gerast,“ segir Ásdís. Aðgerðin var í byrjun nóvem- ber og hún mátti ekkert byrja að kasta fyrr en í byrjun febrúar eða þremur mánuðum eftir aðgerð. „Þá var ég rétt byrjuð að halda á spjótinu. Þetta var því mjög stutt undirbúningstímabil. Ég átti mjög mikið inni í fyrra og ég held að hluti af þessari bætingu sé það sem ég átti inni í fyrra. Ég hefði kastað þetta í fyrra ef að ég hefði getað keppt,“ segir Ásdís en hún var ekki alveg hólpin. Vissi að ég gæti þetta „Ég vissi að ef ég myndi getað kastað þá myndi ég ná þessu. Þetta gekk rosalega vel fyrst, allur verk- ur var farinn og ég var byrjuð að kasta aftur. Svo lenti ég í því í æfingabúðum um páskana, þegar ég fór að kasta í fyrsta sinn með fullri atrennu, að fá verk í hendina en þá hafa ein- hverjir samgróningar verið að rifna í sundur. Þetta var eitthvað sem þurfti að gerast en þá var ég aum á eftir og ég hélt því fyrst að þetta væri bara farið aftur og var mjög óróleg yfir þessu. Við tókum þá upp endurhæfingaræfingar aftur og ég var í fríi frá því að kasta í heilan mánuð. Ég er því ekki einu sinni búin að fá fullt und- irbúningstímabil síðan í febrúar,“ segir Ásdís. Þótt það væri mikið undir á þessum stutta tíma sem Ásdís hafði til þess að ná Ólympíulág- markinu þá sýndi hún skynsemi og þolinmæði við að koma sér aftur af stað. „Ég hugsaði þetta þannig að ég yrði bara að gefa þessu tíma. Ég ætlaði ekki að láta þetta verða krónískt og ég ætlaði ekki að vera rífa þetta upp aftur og aftur því þá myndi ég geta eyðilagt ferilinn. Ég hugsaði þetta þannig að restin af ferlinum væri meira virði en þessir einu Ólympíuleikar. Ef ég yrði ekki tilbúin á réttum tíma þá yrði bara að hafa það en ég ætlaði ekki að eyðileggja mig til þess að reyna að vera tilbúin á réttum tíma,“ segir Ásdís sem neitar því þó ekki að þessi barátta hafi tekið mikið á. „Á síðustu þremur árum er ég búin að lenda tvisvar sinnum í stórum meiðslum sem í bæði skiptin hefðu getað endað ferilinn. Þetta tekur rosalega á,“ viður- kennir Ásdís. Tilhlökkun fyrir Peking Ásdís er orðin spennt fyrir leikun- un í Peking en hún keppir á ellefta degi leikanna. „Ég er að fara þarna til þess að gera mitt besta en ég veit að þetta er rosa- lega upplifun og það er svolítið það sem þetta snýst um. Ég vona að þetta verði ekki einu Ólympíuleik- arnir mínir en ég hef verið spurð svolítið að því hvað ég ætla að gera í haust fyrst að ég er komin á Ólympíu- leikanna. Það eru allir að tala eins og ég sé að hætta en ég er bara 22 ára gömul og finnst það full- snemmt að fara að huga að því. Mér finnst ekki eins og ég sé búin að ná takmarkinu og nú sé þetta búið. Þetta er bara upphafið en ekki endirinn,“ segir Ásdís. ooj@frettabladid.is Tók aftur á spjótinu í febrúar Ásdís Hjálmsdóttir vissi ekki hvort hún gæti kastað spjóti aftur þegar hún fór í aðgerð á kasthendinni í nóvember. Ásdís gerði gott betur en það með því að margbæta Íslandsmetið, tryggja sig inn á Ólympíuleika og verða aðeins 20 sentímetrum frá að kasta nýja spjótinu yfir sextíu metra fyrst íslenskra kvenna. TILHLÖKKUN Ásdís er orðin spennt fyrir leikunum í Peking og ætlar að gera sitt besta þar en telur að þetta verði ekki síðustu Ólympíuleikar sem hún tekur þátt í. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N T O N >Leikið í Landsbankadeild karla í kvöld Fjórir leikir fara fram í 14. umferð Landsbankadeildar karla í kvöld. Topplið FH fær Þrótt í heimsókn en liðin skildu jöfn í fyrri leik liðanna. Breiðablik og KR mætast í stórleik á Kópavogsvelli en Blikarnir unnu fyrri leik liðanna á KR-vellinum. Botnbaráttuliðin HK og ÍA verða bæði í eldlínunni, en HK mætir Keflavík á Sparisjóðs- vellinum í Keflavík og ÍA heimsækir Fram á Laugar- dalsvöllinn. Nýju þjálfararnir, Rúnar Páll Sigmundsson hjá HK og Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hjá ÍA, eru enn að leita að fyrstu sigrum sínum í Landsbankadeildinni síðan þeir tóku við liðunum í síðasta mánuði. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson er farinn að láta til sín taka hjá Noregsmeisturum Brann eftir að hafa gengið í raðir félagsins frá Íslandsmeisturum Vals í síðasta mánuði. Birkir Már lék á dögunum allan leikinn með Brann gegn HamKam í norsku úrvalsdeildinni og þótti standa sig vel. „Það var alveg frábært að fá þetta tækifæri og eitthvað sem maður var búinn að bíða eftir þessar tvær vikur sem ég er búinn að vera í Björgvin. Mér gekk líka vel og gat svona heilt yfir verið sáttur með frammistöðu mína í leiknum, þó svo að það sé vissulega alltaf eitthvað sem má bæta,“ sagði Birkir Már. Það er stórt stökk að fara frá því að vera áhugamaður á Íslandi og skrifa undir atvinnumannasamning erlendis en Birkir Már fagnar áskoruninni. „Það er ekki bara stórt stökk að vera að fara úr íslensku deildinni í þá norsku, heldur er það líka krefjandi verkefni að fara frá liði þar sem maður var búinn að vera byrjunarliðsmaður í langan tíma í það að þurfa að sanna sig að nýju. Brann er með alla vega þrjá aðra leikmenn sem geta spilað í hægri bakverðinum og það er því mikil og góð samkeppni hjá liðinu og það er mjög jákvætt. Það ýtir manni bara til þess að leggja enn meira á sig og taka framförum. Fyrirgjafir eru til að mynda stór hluti af mínum leik og ég veit ég þarf að bæta mig á því sviði og það er bara gaman að vinna á fullu í því,“ sagði Birkir Már. Birkir Már hefur notið góðs af því að Björgvin er hálfgerð Íslendinganýlenda og Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason, Ármann Smári Björnsson og Gylfi Einarsson leika allir með Brann. „Það er búið að hjálpa mér mikið að aðrir íslenskir leik- menn séu fyrir hjá Brann og þeir eru búnir að reynast mér vel. Það er auðvitað hellingur af hlutum sem þarf að hafa á hreinu þegar menn flytja sig um sess. Ég er sem betur fer búinn að finna húsnæði og fjölskyldan er komin út þannig að við getum nú loksins farið að eiga heima hérna í Björg- vin,“ sagði Birkir Már. BIRKIR MÁR SÆVARSSON: BÚINN AÐ KOMA SÉR FYRIR Í BJÖRGVIN OG LÉK SINN FYRSTA LEIK MEÐ BRANN Á DÖGUNUM Jákvætt hvað það er mikil samkeppni hjá Brann Stofnfjáreigendafundur hjá Byr sparisjóði verður haldinn 27. ágúst á Hilton Nordica Hótel, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 17.00. Sparisjóðsstjórn Stofnfjáreigendafundur hjá Byr sparisjóði ÓL 2008 Kínversk stjórnvöld segjast sannfærð um að bæði íþróttamenn og áhorfendur verði óhult á Ólympíuleikunum í Peking sem hefjast á föstudag. Sextán lögreglumenn létu lífið í sprenginu í Xinjiang héraði í Kína á mánudag. Þrátt fyrir að það sé langt frá Peking eru skipuleggjendur leikanna órólegir yfir tímasetn- ingunni á árásinni en eru fullviss að allt verði með kyrrum kjörum á leikunum sjálfum. „Kína hefur einbeitt sér að því að auka öryggisgæslu í kringum Ólympíuþorpið og leikvangana sem keppt verður í. Peking er tilbúin til að bregðast við hótunum og hvers kyns árásum,“ sagði Sun Weide talsmaður leikanna við BBC. 100 þúsund lögreglumenn og hermenn standa vaktina í kringum setningar- athöfnina á föstudag. - hþh Kínverjar sannfærðir: Allir óhultir á leikunum í Kína MIKIL GÆSLA Þúsundir lögreglumanna og hermanna eru um alla Peking til að tryggja að allt fari fram með ró og spekt. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.