Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Íslenskuneminn Halla Ólafsdóttir heldur mikið upp á kjól sem móðir hennar heklaði á unglings- árum sínum. „Mamma heklaði kjólinn þegar hún var um það bil fimmtán ára og gekk í Kvennaskólann. Þar var hún alltaf að hekla og þá aðallega inn í sængurver og annað sem lítið sást. Það var svo fjöl sem hafði o ð á trompet, var í fótbolta og frjálsum og alltaf að klifra. Sem mótvægi þá geng ég nær eingöngu í kjólum og skokkum og lengi vel átti ég engar gallabuxur,“ útskýrir Halla.Hún segir það hafa komið í ljós að kjóllinn þekkist langar leiðir. „Védís systir mín fór eitt sinn í h munnlegt enskupróf í MHa Strákastelpa í kjól Halla ákvað fyrir löngu að þróa með sér kvenlegan stíl til að vinna á móti strákastelpunni í sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA • Kjólar • Peysur • Gallabuxur • Pils • Toppar og margt fl eira. Kverkus ehf. Síðumúli 31Símar 581 2220, 858 0200 eða 840 0470. kverkus@kverkus.is www.kverkus.is 00% láni Erum með sértilboð á tveimur frístundahúsum sem komin eru til landsins og eru óuppsett. Húsin eru tilbúin að utan með einangruðum veggjum. Efni í rafmagnsgrind og milliveggjaefni fylgir. Gerum föst tilboð í sökklavinnu, uppsetningu og annan frágang. Stærð 118.7 fm. Hús klætt með jatoba og stáli, gluggar og hurðir eru úr furu.Verð kr. 11.600.000,- staðgreiðsluverð. TILBOÐ KR. 9.800.000,- Stærð 118.7 fm. hús klætt með jatoba og stáli, gluggar og hurðir eru úr mahogany.Verð kr. 12.000.000,- staðgreiðsluverð. TILBOÐ KR. 10.200.000,- Starfsmaður verður í Skorradal yfir helgina til að sýna uppsett hús. Ævar S. 840 0470 LJÓS Í RÖKKRINUFallegar luktir til að lýsa upp palla og garða geta skapað notalega stemn-ingu þegar setið er úti við eftir að húmið fellur á. HEIMILI 4 MAGINN PASSAÐURMargur ferðalangurinn fær í magann á ferðum sínum og því mikilvægt að kynna sér hvað veldur magakveisum og hvað er til ráða. HEILSA 6 Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 7. ágúst 2008 — 212. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG KVIKMYNDIR „Ég er nú ekkert mjög blóðugur,“ segir séra Krist- inn L. Friðfinns- son sem er meðal leikara í Reykjavík Whale Watching Massacre. Tökur hófust í gær en myndin hefur verið í undirbúningi í fimm ár. Leikstjóri er Júlíus Kemp. Sægur þekktra leikara kemur við sögu í myndinni, svo sem japanska stórstjarnan Nae Yuuki, Helgi Björnsson, Þorvaldur Davíð og Gunnar Hansen svo einhverjir séu nefndir, auk Kristins sem ekki hefur áhyggjur af trúverðugleika sínum í hempunni þrátt fyrir hlutverkið. „Þetta er bara listgrein eins og hver önnur.“ - jbg/sjá síðu 42 Prestur í hryllingsmynd: Ekkert mjög blóðugur prestur CLAPTON NÆSTVINSÆLASTUR Tónleikar Claptons fylgja fast á hæla Metallica á vinsælda- lista íslenskra tónleikagesta FÓLK 42 VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja HALLA ÓLAFSDÓTTIR Kennarinn sagðist hafa séð þennan kjól áður • tíska • heimili • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Blálandsdrottningin Hildur Hákon- ardóttir hefur skrifað bók um sögu kartöflunnar. TÍMAMÓT 26 London Airwaves í loftið Aðstandendur Iceland Airwaves færa út kvíarnar í haust FÓLK 36 HÆGLÆTIS VEÐUR Í dag verður hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða bjart norðan- og vestanlands. Hætt við smáskúrum suðvestan og vestan til. Hiti 10-15 stig, hlýjast inn til landsins suðvestanlands. VEÐUR 4 10 12 11 1314 IÐNAÐUR „Stefna ríkisstjórnarinnar er sú að af þessum framkvæmdum verði,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins. „Svo fremi sem samning- ar náist um orku og að framkvæmda- aðilar fylgi þessu eftir.“ Þá segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingar- innar, að álver á Bakka og í Helgu- vík séu framkvæmdir sem sveitar- stjórnir og orkufyrirtæki ákvarði mest um. Þær hafi og verið komnar vel á veg undir fyrri ríkisstjórn. „Það væri undarleg stjórnun ef ný stjórn myndi umpóla öllu sem sú fyrri hefði gert,“ segir Lúðvík. „Þessar tvær fabrikkur verða ekki stöðvaðar nema með lögum og þessi ríkisstjórn mun ekki setja lög á þær,“ segir hann. Umhverfisráðherra ákvað nýverið að framkvæmdirnar fyrir norðan skyldu settar í heildstætt umhverfismat. Arnbjörg telur að þetta hafi verið óþarfur gjörningur, sem geti tafið framkvæmdirnar. En Lúðvík telur heildstætt umhverfismat geta verið til bóta fyrir erlenda fjárfesta. Þeir geti tekið ákvörðun strax þegar matið sé tilbúið, í stað þess að koma inn upp á von og óvon um fjögur möt. Stefán Thors skipulagsstjóri segir að verið sé að skoða leiðir til að ekki verði veruleg töf á fram- kvæmdum. Skipulagsstofnun geti þó ekki flýtt lögbundnu umhverfis- mati. Franz Árnason, stjórnarformaður Þeistareykja, segir að náist ekki að klára sameiginlegt umhverfismat fyrir næsta sumar verði að fresta tilraunaborunum um eitt ár, því aðeins sé hægt að bora í fjóra mán- uði á ári. Magnús Jóhannsson, ráðuneytis- stjóri umhverfisráðuneytis, telur sameiginlegt mat þó ekki tefja fram- kvæmdir. Lögboðnir frestir séu þeir sömu og áður. - kóþ, bj / sjá síðu 10 Stefna ríkisstjórnar að bæði álverin rísi Þingflokksformaður Samfylkingar segir að bygging álvera við Helguvík og Bakka verði ekki stöðvuð. Heildstætt umhverfismat gæti tafið boranir um ár. PEKING 2008 ÍSÍ ákvað í gær hver ætti að vera fánaberi Íslands á opnunarhátíð Ólympíuleikanna en mun ekki gefa upp hver varð fyrir valinu fyrr en í dag. Líklegir kandidatar eru Ólafur Stefánsson, Þórey Edda Elísdótt- ir og Ragna Ingólfsdóttir. Guðmundur Hrafnkelsson var fánaberi Íslands á Ólympíuleik- unum í Aþenu fyrir fjórum árum síðan. Ólympíuleikarnir hefjast á morgun og flestallir íslensku keppendurnir verða við opnun- arhátíðina sem hefst klukkan 20.08 að staðartíma. „Það er allt tilbúið og rúmlega það fyrir frábæra leika,“ sagði Andri Stefánsson, aðalfararstjóri ÍSÍ, við Fréttablaðið í Peking í gær. Af íslenskum keppendum keppir Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona fyrst, klukkan 1.20 á aðfararnótt laugardags. - hbg, vsp/ sjá síðu 16 Ólympíuleikar í Peking: Tilkynnt um fánabera í dag BEÐIÐ EFTIR STÓRU STUNDINNI Flestir íslensku keppendurnir eru komnir til Kína þar sem Ólympíuleikarnir verða settir annað kvöld að staðartíma. Hópurinn hittist í gær í móttöku í Peking og hér má sjá sundstúlkurnar Guðrúnu Brá Sverrisdóttur og Ragnheiði Ragnarsdóttur með badmintonkonuna Rögnu Ingólfsdóttur á milli sín. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÉRA KRISTINN L. FRIÐFINNSSON Þjóðhagsstofnun lokað Hvers vegna kaus ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks að loka helstu efnahagsstofnun ríkisins? spyr Þorvaldur Gylfason. Í DAG 20 KJARAMÁL Ljósmæður munu kjósa um verkfallsboð- un á föstudag í næstu viku. Þetta var ákveðið á félagsfundi Ljósmæðrafélagsins í gærkvöldi. Haldin var árangurslaus fundur með samninganefnd ríkisins í gærmorgun. Áætlað er að næsti samningafundur verði 26. ágúst. „Miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið reikna ég með því að verkföllin verði samþykkt,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafé- lagsins. Kjósa á um fimm sjálfstæð verkföll. Ef félags- menn samþykkja áform um verkfallsaðgerðir munu stigmagnandi verkföll eiga sér stað í september- mánuði og allsherjarverkfall ljósmæðra í þjónustu ríkisins skella á þann 29. september. Fyrsta verk- fallið yrði frá fjórða til fimmta september. „Þetta eru algjör neyðarúrræði. Samningaviðræð- urnar eru í hnút og við sjáum okkur ekki fært að gera annað en að fara í þessar aðgerðir,“ segir Guðlaug. Helmingur ljósmæðra hefur nú þegar sagt upp störfum vegna lélegra launa. „Við þurfum að gera það sem í okkar valdi stendur til að ná samningum til að fá þær til baka,“ segir Guðlaug. - vsp Enginn árangur var á samningafundi ljósmæðra og samninganefndar í gær: Kosið um verkföll í næstu viku FH heldur toppsætinu Fjórir leikir fóru fram í Landsbanka- deild karla í gærkvöld. ÍÞRÓTTIR 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.