Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 6
6 7. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is DÓMSMÁL Breska lávarðadeildin mun ekki fjalla um dómsmál Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar prófessors og Jóns Ólafs- sonar athafnamanns. Þetta stað- festir Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Hannesar. Í kjölfar þessarar niðurstöðu getur Jón höfðað nýtt mál á hend- ur Hannesi fyrir breskum dóm- stólum, kjósi hann að gera það. Jón hafði ekki heyrt af niður- stöðu lávarða- deildarinnar þegar náðist í hann í gær. Hann vildi ekki ræða möguleika á nýrri málsókn í Bretlandi fyrr en hann hefði heyrt í Hannesi Hólmsteini. Hann segir tilboð sitt standa, en hann hefur áður boðið Hannesi að falla frá málsókn gegn því að Hannes biðjist afsökunar og greiði kostnað Jóns vegna málsins, auk skaðabóta sem dæmdar voru í undirrétti í Bret- landi. Hannes vildi í gær ekki svara spurningum um málið, en vísaði á lögmann sinn. Málið er angi af viðamiklum málaferlum í Bretlandi. Upphaf málsins má rekja til ummæla Hannesar um Jón sem féllu á ráð- stefnu norrænna blaðamanna síðla árs 1999. Hannes birti útdrátt úr erindi sínu á vefsíðu sinni í kjöl- farið. Þar sagði Hannes meðal ann- ars að fullyrt hefði verið í tímarit- um að Jón hafi byggt upp veldi sitt með sölu ólöglegra fíkniefna. Jón höfðaði meiðyrðamál gegn Hannesi í Bretlandi árið 2004, enda ummælin á ensku á heima- síðu Hannesar. Hannes tók ekki til varna og var árið 2005 dæmdur til að greiða 90 þúsund pund, and- virði um fjórtán milljóna króna í skaðabætur og kostnað. Þeim dómi fékk Hannes hnekkt á æðra dómstigi í desember 2006. Dómurinn féllst á að Hannesi hafi ekki verið birt stefna með réttum hætti. Í þeim dómi var tekið fram að Jón gæti höfðað mál aftur, án þess að stefna Hannesi að nýju. Hefði það ekki verið tekið fram hefði málið verið fyrnt og ný stefna ekki möguleg. Þetta vildi Hannes að lávarða- deildin, æðsti dómstóll Bretlands, fjallaði um. Lávarðadeildin hefur nú hafnað því að fjalla um málið, án þess að rökstyðja það frekar. Heimir Örn segir mjög fá mál tekin til meðferðar hjá deildinni og synjanir séu ekki rökstuddar. brjann@frettabladid.is Lávarðar fjalla ekki um mál Hannesar Síðustu hindruninni fyrir nýrri málshöfðun Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni í Bretlandi hefur verið rutt úr vegi. Breska lávarða- deildin hefur hafnað beiðni Hannesar Hólmsteins um að taka málið fyrir. SÝNDI FORSÍÐUR Hannes Hólmsteinn hefur sagt ummæli sín um Jón Ólafsson aðeins vísun í tímaritsgreinar. Á blaðamannafundi árið 2005 sýndi hann forsíður nokkurra þeirra blaða sem hann segist hafa vísað í. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JÓN ÓLAFSSON Ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Jón Ólafsson voru birt á vef Hannesar. Vefsíðunni var lokað að beiðni Hannesar í september 2004. Þar sagði Hannes meðal annars: „Ég og aðrir frjálshyggjumenn höfum okkur til skaprauna horft upp á sjálfstætt sjónvarpsfyrirtæki falla í hendur andstyggilegs manns sem heitir Jón Ólafsson. Það hefur verið fullyrt að hann hafi upphaflega byggt veldi sitt með sölu ólöglegra fíkniefna og hefur hann upp á síðkastið gerst frægur af harðsnúnum viðskiptaháttum.“ „Jón Ólafsson hefur varla borgað nokkurn tekjuskatt, hvorki á Íslandi né í Englandi, og þó hefur hann efni á því að eiga hús í Lundúnum, Reykjavík og Suður-Frakklandi ásamt glæsibifreiðum,“ sagði hann enn fremur. FÉLL Í HENDUR ANDSTYGGILEGS MANNS RÚSSLAND, AP Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti var meðal gesta í jarðarför rithöfundarins Alex- anders Solzhenítsyn í Moskvu í gær. Útförin var haldin með mikilli viðhöfn þar sem herinn lék stórt hlutverk: hermenn stóðu heiðurs- vörð, herhljómsveit sá um tónlist- ar flutning og skotið var heiðurs- skotum úr rifflum. Ein syrgjenda, hin 66 ára gamla Galina Muravjova, sagðist efast um réttmæti þess að herinn léki svona stórt hlutverk við jarðarför Solzhenitsín. „Hermenn gættu hans í vinnu- búðunum og nú eru þeir í kringum hann hér,“ sagði hún. „En svona er þetta bara.“ Meðan kistan var látin síga niður í gröfina sungu hvítklæddir prestar sálma með fjölskyldu Solzhenítsyns. Solzhenítsyn lést á sunnudaginn og var að eigin ósk grafinn við Donskoi-klaustrið í Moskvu, þar sem margir helstu andans jöfrar í Rússlandi hafa verið jarðsettir allt síðan á 17. öld. Solzhenítsyn afhjúpaði meðal annars í verkum sínum tilvist þrælabúða Stalíns, þar sem hann sjálfur var í haldi, og hvatti heila kynslóð andófsmanna til dáða. Hann var rekinn í útlegð árið 1974 og sneri ekki heim fyrr en Sovét- ríkin heyrðu sögunni til. - gb Alexander Solzhenitsyn jarðsunginn með viðhöfn í Moskvu: Hernaðarblær yfir útförinni MEDVEDEV MEÐAL SYRGJENDA Forseti Rússlands leggur blóm á jörðina við stóra ljósmynd af skáldinu. NORDICPHOTOS/AFP Gripinn með tölvu og kúbein Húsráðandi við Trönuhraun í Hafnar- firði kom að innbrotsþjófi í fyrrinótt þar sem þjófurinn var að klöngrast út um glugga með kúbein og stolna fartölvu. Að sögn varðstjóra lögreglu flúði þjófurinn á hlaupum þegar til hans sást, en náðist fljótlega. Honum var svo haldið þar til lögregla kom á vettvang og tók við honum. LÖGREGLUFRÉTTIR Blaðamaður líflátinn Íranski blaðamaðurinn Yaghoob Mirnehad var tekinn af lífi á mánudag, að því er yfirvöld í Teheran upplýstu. Mirnehad var dæmdur til dauða í síð- asta mánuði fyrir tengsl við Jundallah- samtökin, sem starfa við landamæri Írans að Pakistan og yfirvöld saka um tengsl við al-Kaída. Annar meintur meðlimur Jundallah var einnig líflátinn. ÍRAN KJARAMÁL Svava Grönfeld, rektor Háskólans í Reykjavík (HR), er með rúmlega sexfaldar tekjur Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands. Samkvæmt Frjálsri verslun eru tekjur Svövu rúmlega fimm og hálf milljón á mánuði en tekjur Kristínar tæplega níu hundruð þúsund. HR virðist einnig gera vel við fyrrverandi rektora. Guðfinna S. Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor HR, er tekjuhæsti alþingismað- ur Íslendinga, með rúmlega þrjár milljónir á mánuði samkvæmt Frjálsri verslun. - gh Tekjur rektors HR milljónir: Mikill munur á rektorstekjum EFNAHAGSMÁL „Það er ljóst að gengis fall krónunnar er meðal sem virkar þó það sé beiskt á bragðið,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumað- ur greiningardeildar Kaupþings. Hann segir allar uppsveiflur á Íslandi hafa endað með gengisfalli og verðbólguskoti. „Það sem er nýtt núna er að aðlögunin er að eiga sér stað ofan í mikla lánsfjárkreppu erlendis og undir mjög þéttu pen- ingalegu aðhaldi Seðlabankans.“ Í hádegisfréttum Ríkisútvarps- ins á þriðjudaginn sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra íslenska hagkerfið vera að laga sig að breytt- um aðstæðum. Sagði hann það sem ýmsir hafa kallað aðgerðaleysi ríkis stjórnarinnar, hafa haft já kvæð áhrif. Ásgeir segir rétt hjá forsætisráð- herra að það sé ekki hægt að búast við að ríkið geti reddað öllu. „Hins vegar hefði ríkið getað búið í haginn fyrir þessa aðlögun með ýmsum aðgerðum þannig að ekki hefði þurft að koma til svo snarpra breyt- inga.“ Höskuldur Þórhallsson alþingis- maður gagnrýnir aðgerðaleysi rík- isstjórnarinnar. „Núna eru spari- sjóðirnir til dæmis í gríðarlega miklum vanda,“ segir Höskuldur sem kallar eftir að ríkisstjórnin láti sig málið varða. Ef sparisjóðirnir hverfi sé hætta á fákeppni á banka- markaði sem sé neytendum mjög í óhag. „Ef Geir H. Haarde telur að þetta sé merki um jákvæða hluti þá er hann á villigötum,“ segir Höskuldur. - ovd Forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings segir gengisfall meðal sem virkar: Gengisbreytingar of snarpar ÁSGEIR JÓNSSON HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON Vantar fleiri hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu? Já 85,7% Nei 14,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú komið á Hornstrandir? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.