Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 8
8 7. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR 1. Hver hætti sem forstjóri Actavis í fyrradag? 2. Hvers konar fornleifar fund- ust við Alþingisreitinn? 3. Við hvaða tónlistarmann er Friðriki Karlssyni líkt í síðuvið- tali í Los Angeles Times? SVÖR Á SÍÐU 42 WWW.N1.IS N1 - Meira í leiðinni 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM GRILLUM N1 VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR VERÐDÆMI: BROIL KING SOVEREIGN 90 076 987783 59.940,- 99.900,- BANDARÍKIN, AP Fyrsti dómurinn var kveðinn upp í gær yfir fanga í fangabúðum Bandaríkjahers við Guantanamo á Kúbu. Fanginn er Salim Hamdan, sem um hríð var bílstjóri Osamas bin Laden. Að loknum tveggja vikna réttar- höldum tók kviðdómur, skipaður sex yfirmönnum í hernum, sér þrjá daga til að komast að þeirri niðurstöðu að Hamdan væri sekur um þátttöku í hryðjuverkastarf- semi. Hamdan átti yfir höfði sér ævi- langan fangelsisdóm og var reikn- að með uppkvaðningu dóms síðar í gær. Ekki er ljóst hvar Hamdan verð- ur hafður í haldi það sem eftir lifir ævinnar. Enn eru hátt á þriðja hundrað fanga í búðunum, og hafa flestir dvalist þar í meira en sex ár án þess að koma fyrir dómara. - gb Fyrsti dómur í Guantanamo fallinn: Bílstjóri bin Ladens dæmdur sekur SALIM HAMDIN Fyrsti fanginn í Guantanamo dæmdur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NJÓSNIR „Við ætlum að finna út hverjir unnu hjá CIA í Berlín. Margir fyrrverandi starfsmenn leyniþjónustunnar telja sig nú til dags ekki bundna af trúnaðareið- um. Við ætlum að hafa beint sam- band við þá,“ segir Halldór Þor- geirsson, tengdasonur Halldórs heitins Laxness. Hann var spurður hver væru næstu skref Laxness-fjölskyld- unnar, í ljósi þess að „leyniskjöl- in“, sem bandaríska utanríkis- ráðuneytið sendi því íslenska, voru ekki skjölin sem fjölskyldan bað um. Sagt var frá því í blaðinu á fimmtudag. „CIA sá um njósnir utan Banda- ríkjanna og við vitum að CIA í Berlín fylgdist með Halldóri. Þeir vissu líka hvenær kona mín var á lestarstöðvum í Austurríki og svo framvegis. Við viljum vita hvað þeir eru með,“ segir Hall- dór. Áhugi fjölskyldunnar sé ekki sprottinn af hefnigirni eða til að afhjúpa samsæri. Fjölskyldan vilji einfaldlega vita hvernig staðið var að málum. Utanríkisráðuneyti hefur verið sent bréf, þar sem gerð er grein fyrir því að skjölin, sem send voru til Íslands í lok júlí, séu ekki fullnægjandi. Halldór segist viss um að ráðherrann, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, beiti sér enn sem fyrr í málinu. - kóþ Laxness-fjölskyldan krefst áfram upplýsinga um herferðina gegn Halldóri: Ætlar að tala við njósnarana MEINT LEYNISKJÖL Þessi skjöl, sem bárust í lok júlí, koma málinu ekki við, segir fjölskylda Halldórs Laxness. HEILBRIGÐISMÁL Lyf, framleidd í einni af verksmiðjum Actavis í Bandaríkjunum, sem fyrirtækið hefur kallað inn hafa ekki verið seld hér á landi. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að stór hluti lyfja Actavis sem seld eru hérlendis séu einnig framleidd hér. „Engin lyf framleidd í þessari tilteknu verksmiðju hafa verið seld hér,“ segir Rannveig. Hópmálsókn vofir yfir Actavis í Bandaríkjunum vegna hjartalyfs sem fyrirtækið tók af markaði í vor og framleitt var í verksmiðj- unni, að því er fram hefur komið í fréttum RÚV. - ht Hópmálsókn vofir yfir Actavis: Lyfin hafa ekki komið hingað SJÁVARÚTVEGUR Félag íslenskra smábátaeigenda hefur sótt um vottun fyrir eina fiskvinnslu og fimm báta hjá sænska vottunar- fyrirtækinu Krav. „Til að fá slíka vottun verða fyrirtæki að opinbera að nýting viðkomandi báta sé sjálfbær og að stofnarnir séu í sjálfbæru ástandi,“ segir Arthur Bogason, formaður félagsins. „Eins eru gerðar kröfur um hreinlæti og vinnslu- aðferðir en síðan gerir Krav einnig kröfur varðandi ýmsa félagslega þætti eins og að fyrirtækin sinni heimabyggð- inni.“ Hann segir að fjölmargir fiskkaupendur hafi gefið út þá stefnu að kaupa einungis fisk af vottuðum fyrirtækjum innan fárra ára. - jse Smábátaeigendur: Sækja um um- hverfisvottun VIÐSKIPTI „Leiðrétting á olíuverði er löngu tímabær eftir of hátt verð síðustu mánuðina,“ segir Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs. „Hvort verðið sé rétt núna eða eigi eftir að breytast meira verður að koma í ljós.“ Á þriðjudaginn lækkuðu öll íslensku olíufélögin verð á bensíni um tvær krónur til viðbótar við aðra eins lækkun síðastliðinn föstudag. Þessar breytingar koma í kjölfar nítján prósenta lækkana á heimsmarkaðsverði á olíu. Nú er verð á hráolíu 120 dollarar á tunnu og hefur ekki verið jafn lágt síðan í byrjun maí. Hermann Guðmundsson, for- stjóri N1, telur að olíuverð muni lækka áfram í ágúst og ná stöðug- leika í lok ágúst eða september. „Svo tel ég að það hækki aðeins aftur í haust.“ Forstjórarnir gefa lítið fyrir spár um að hráolía fari niður fyrir hundrað dollara í árslok. „Ég verð alveg sáttur við að sjá tunnuna í 120 dollurum,“ segir Hermann. Ástæðuna fyrir lækkuninni telur Hermann vera minnkandi eftir- spurn. „Neytendur sýndu í verki að þeim fannst verðið of hátt og drógu saman neyslu.“ Gunnar telur þó að verðið muni hækka aftur til langs tíma litið. „Ef ekki næst að auka framleiðsl- una og eftirspurnin eykst áfram þá mun verðið hækka.“ Þegar heimsmarkaðsverð á olíu var síðast jafn lágt og í dag kostaði bensínlítrinn hér á landi 156,6 krónur hjá stóru olíufélögunum. Nú er verðið komið í 167,7 krónur. Runólfur Ólafsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að greinilega sé um aukna álagningu að ræða. „Eftir að búið er að taka mið af gengisbreyting- um sést að álagningin hefur aukist um sex krónur.“ „Runólfur er almennt að fara með rétt mál en er með rangar forsendur og þar af leiðandi rang- ar niðurstöður,“ segir Hermann. „Kostnaðurinn við dreifingu eldsneytis og birgðahald hefur aukist mikið. Auk þess hefur vaxtastig á lánum til birgðahalds hækkað úr sex prósentum í átján á skömmum tíma. Þessar upplýsing- ar tekur Runólfur ekki með í reikn- inginn. Nettóálagningin hefur því ekki aukist.“ Gunnar Karl tekur í sama streng. „Rekstrarskilyrðin hafa óneitan- lega versnað.“ Runólfur telur aukningu í rekstr- arkostnaði ekki svo mikla að hún skýri hækkunina. „Ef taka á mark á þessu tali, þá verða þeir að leggja öll sín gögn á borðið.“ gudmundure@frettabladid.is Bensínverð lækkar áfram Bensínverð mun væntanlega lækka áfram. Olíufé- lögin hafa hækkað álagningu sína um 6 krónur segir Runólfur Ólafsson hjá FÍB. Forstjórar olíufyrirtækj- anna segja hann skorta forsendur við útreikningana. BENSÍN Bensínverð mun væntanlega lækka eitthvað áfram en óvíst er hvað gerist til langs tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUNNAR KARL GUÐMUNDSSON HERMANN GUÐMUNDSSON RUNÓLFUR ÓLAFSSON BENSÍNVERÐ NÚ 95 oktana Dísil N1 167,7 185,6 Olís 167,7 185,6 Shell 167,7 185,6 Atlantsolía 166,2 184,1 EGO 166,2 184,1 ÓB 166,2 184,1 Orkan 166,1 184,0 Valið var algengasta verðið síðdegis í gær. Miðað er við algengasta verð í sjálfsafgreiðslu. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.