Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 12
12 7. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR Besti bankinn á Ís landi! Varstu að fá endurgreitt frá skattinum? SIGRI FAGNAÐ Bandaríski ökuþórinn Carl Edwards fagnar með heljarstökki ofan af bíl sínum eftir sigur í Pennsylv- ania 500-kappakstrinum í NASCAR- mótaröðinni vestra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Bandaríska alríkislögreglan kynnti í gær þau sönnunargögn, sem aflað hefur verið gegn Bruce E. Ivins, bandarískum vísindamanni sem talinn er hafa staðið að miltis- brandsárásum haustið 2001. Ivins framdi sjálfsvíg í síðustu viku, aðeins fáeinum dögum áður en leggja átti fram ákærur á hendur honum. Hann var 62 ára og hafði starfað í 18 ár hjá rannsóknastöð Bandaríkjahers í Fort Dedrick í Maryland, þar sem unnið var að rannsóknum á lífefnahernaði. Árásirnar kostuðu fimm manns lífið, lömuðu póstdreifing- arkerfi Bandaríkjanna og ollu miklu uppnámi haustið 2001, skömmu eftir árásir hryðju- verkamanna á New York og Washington. - gb Miltisbrandsfárið 2001: Sönnunargögn lögð fram í gær UMHVERFISMÁL Loftslagsbreytingar munu hafa veruleg áhrif á nátt- úrufar hér á landi strax á næstu árum og áratugum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um lofts- lagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Skýrslan var unnin af vís- indanefnd sem umhverfisráð- herra skipaði. Hitastig á Íslandi mun að líkind- um hækka um rúmar 0,2 gráður á áratug næstu áratugi. Afleiðingar þessarar hlýnunar verða miklar á Íslandi. Allir jöklar munu líklega hopa mjög ört á þessari öld og Langjökull verður með öllu horf- inn um miðja næstu öld, haldi fram sem horfir. Vatnajökull og Hofsjökull munu einnig hörfa upp á hæstu tinda sína. Talið er að sjávarborð geti hækkað um 0,2 til 0,6 metra á þess- ari öld. Í skýrslunni er þó tekið fram að óvissa sé um það mat og ekki sé hægt að útiloka enn meiri hækkun. Hærra sjávarborð mun auka líkurnar á sjávarflóðum og kemur fram í mati nefndarinnar að mikilvægt sé að fylgst sé vel með landsigi og sjávarstöðu. Jafn- framt er búist við að úrkoma auk- ist og samfara því gætu flóð orðið fleiri og víðar á landinu. Flóra fugla og fiska mun breyt- ast með hlýnuninni. Samkvæmt spám mun vera orðið of hlýtt fyrir nokkrar norrænar fuglategundir strax í lok aldarinnar. Þá er talið að botnfiskum muni fjölga og nor- rænum fisktegundum muni fækka. Hlýnunin mun að líkindum hafa góð áhrif á landbúnað og gróður- far og er áhrifa hennar strax farið að gæta. „Hin beinu áhrif af hlýnuninni, allavega fyrst um sinn, er nokkuð sem við ráðum mjög vel við,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra. Hún segir niðurstöður skýrslunnar skjóta styrkari stoðum undir starf stjórn- mála í loftslagsmálum. „Hún sýnir að loftslagsbreytinga gætir hér eins og annars staðar í heiminum.“ Íslendingar séu þó vel í stakk búnir til að takast á við vandann „og aðlagast þeim breytingum sem við sjáum fram á á næstu árum og áratugum. Öll vinna og aðgerðir sem við munum þurfa að grípa til verða að byggja á vís- indalegu mati. Hér höfum við það mat og það er mjög mikilvægur þáttur í starfi stjórnvalda í lofts- lagsmálum.“ thorunn@frettabladid.is Gífurlegar afleiðing- ar hlýnunar á Íslandi Jöklar munu minnka og sjávarborð hækka samkvæmt nýrri skýrslu um lofts- lagsbreytingar. Langjökull mun rýrna mest og gæti horfið. Niðurstöður skjóta styrkari stoðum undir starf stjórnvalda, segir umhverfisráðherra. NIÐURSTÖÐUR KYNNTAR Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Halldór Björnsson formaður vísindanefndarinnar. Ellefu vísindamenn unnu að gerð skýrsl- unnar, en niðurstöður hennar gefa sterkt til kynna að hlýnun jarðar muni hafa mikil áhrif hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Snæfellsjökull þykir aldrei hafa verið eins snjólítill og hann er nú. Frá þessu er sagt á Skessuhorni.is. Fyrirtækið Snjófell, sem hefur boðið upp á snjósleðaferðir upp á jökulinn, hefur ákveðið að hætta ferðum vegna þess hversu lítill snjórinn er. Sverrir Hermannsson sem rekur Snjófell segir það vera meðal annars vegna þess að hættulegar sprungur séu margar og því varasamt að vera á ferðinni. - þeb Snæfellsjökull minnkar: Aldrei minni snjór á jöklinum SNÆFELLSJÖKULL Snjórinn á jöklinum hefur minnkað til muna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JAPAN, AP Fimm verkamenn í Tókýó soguðust niður í holræsis- brunn þegar skólpvatnið hækkaði skyndilega vegna úrhellis fyrr í vikunni. Einn mannanna fannst meðvit- undarlaus í fljóti í um þriggja kílómetra fjarlægð frá brunnin- um. Hann lést stuttu síðar á sjúkrahúsi en fjögurra félaga hans var enn leitað. Sjötti verkamaðurinn gat með naumindum bjargað sér upp úr brunninum þar sem þeir höfðu unnið að viðgerðum. Þrumuveður með miklu úrhelli reið skyndilega yfir á þriðjudag í Tókýó og nágrenni og spáð var frekari úrkomu og flóðum. - gb Verkamenn í Japan: Fimm soguðust niður í holræsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.