Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 32
 7. ÁGÚST 2008 FIMMTUDAGUR4 ● miðborgin okkar Jakob Frímann Magnússon segir mikilvægt fyrir framtíð miðborgarinnar að eiga í opnum og hreinum samskipt- um við þá lykilaðila sem að henni standa og í henni starfa. Með slíkum hætti hafi meðal annars verið tekið á svefntrufl- unum íbúa af völdum hávaða, veggjakroti og almennri um- gengni, og þannig muni sátt nást um Listaháskóla Íslands. Jakob Frímann Magnússon, mið- borgarstjóri Reykjavíkurborg- ar, hefur ekki setið auðum hönd- um síðan hann tók við starfi sínu. Enginn þarf að undrast annir hans, enda nóg af verkefnum sem biðu og bíða enn í miðborg- inni. „Í upphafi valdatíðar Ólafs F. Magnússonar var það gert að forgangsmáli að endurreisa mið- borgina með markvissu átaki á öllum meginsviðum,“ segir Jakob. „Flestir voru sammála um að umgengni og árásir á einka eig- ur fólks, þar með talið húseignir og veggi, hefðu lækkað virðing- arstig borgarinnar, svo baráttan gegn þessu var sett í forgang.“ Með árásum á Jakob Frímann við veggjakrot og -list sem mörg- um þótti orðin plága í miðborg- inni. Þar er hart tekið til orða en Jakob Frímann segist engu síður bera mikla virðingu fyrir góðum veggjalistamönnum. „Allir lista- menn verða hins vegar að skapa list sína í sátt við umhverfið,“ segir hann og bætir við að þar hafi nokkuð skort á og því hafi þurft að bregðast harðar við en ella. „Með því að eiga í opnum og hreinskiptum samskiptum við þá sem starfa á þessum vettvangi höfum við náð góðum árangri og veggir sem hafa verið hreinsaðir hafa nú að mestu verið látnir af- skiptalausir.“ Jakob Frímann segir útkomu átaksins vera nýtt og betra yf- irbragð borgarinnar. „Til þess þurfti áþreifanlegt átak og reglu- bundið, bein samskipti við helstu sviðsstjóra borgarinnar auk fulltrúa íbúasamtaka, veitinga- manna, lögreglu, leigubílstjóra, slökkviliðs og fleiri. Þetta legg- ur borgarstjórinn höfuðáherslu á og fyrir mig sem er nýr hérna er afar ánægjulegt að vinna í svona andrúmslofti. Til að koma til móts við þá veggjalistamenn sem erfitt eiga með að finna sköpunarþörf sinni farveg hef ég lagt fram hugmynd- ir um að reisa einn tiltekinn vegg sérstaklega fyrir veggjalist. Eðli málsins samkvæmt yrðu verk á slíkum vegg síbreytileg en hug- myndir eru uppi um að velja lista- verk mánaðarins, ljósmynda þau og færa til bókar fyrirtaks veggja- listar í höfuðborginni. Það er eng- inn vafi á því að margir góðir listamenn spretta upp í gegn- um veggjalistina. Listamenn sem færa sig svo yfir á önnur svið, eins og grafíska hönnun, með góðum árangri. Við viljum endi- lega styðja við bakið á þeim.“ Nokkur styr hefur staðið um hönnun, umfang og staðsetn- ingu nýs Listaháskóla og tak- ast þar á þeir sem vilja halda í upprunalega götumynd og þeir sem leggja áherslu á að miðbær- inn þróist í takt við tímann. Mitt á milli standa svo yfirvöld sem verða að reyna að gera öllum til hæfis. Þá sögu segja fjölmiðlar að minnsta kosti, þótt Jakob Frí- mann sé ekki jafn sannfærður. „Þarna er á ferð afar glæsi- leg bygging sem ber hönnuð- unum fagurt vitni,“ segir hann. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að sátt muni nást á milli borgar- yfirvalda og aðstandenda bygg- ingarinnar. Fyrir lágu skýr til- mæli um varðveislu götumynd- ar og þær hugmyndir sem nú eru til umræðu munu án efa stuðla að farsælli sátt í málinu. Annars virðist mikil gúrkutíð vera í fjöl- miðlum þessa stundina og þess vegna hefur þessi háværa um- ræða skapast.“ Jakob Frímann er mikill að- dáandi gamalla götumynda mið- bæjarins og vill síst af öllu fórna gömlum fallegum húsum fyrir gler- og stálkassa. „Glæstar kringlur og steinhallir eiga full- an rétt á sér og við í miðborginni fögnum samkeppninni við þær,“ segir hann og hlær. „En það er ekki endilega slíkt sem fólk leit- ar eftir í miðbænum. Götumynd- ina ber að varðveita og viðhalda enda virðist það mannskepnunni eðlislægt að leita í kósí hugguleg- heit eldri bygginga, ef til vill til að rækta tengslin við fortíðina. Nægir þar að benda á eina eft- irsóttustu verslunargötu austur- strandar Bandaríkjanna, M- street í Georgetownhverfi Wash- ingtonborgar. Laugavegurinn er okkar M-stræti.“ - tg Bein samskipti við þá sem að borginni standa Jakob Frímann segir erlenda gesti ávallt undrast hversu fjölskrúðugt og öflugt menningar- og tónlistarlíf sé í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nokkur styr hefur staðið um hönnun, umfang og staðsetningu Listaháskóla. Jakob Frímann segist ekki vera í nokkrum vafa um að sátt muni nást á milli borgaryfirvalda og aðstandenda byggingarinnar. Mikið hefur verið rætt um ástand miðbæjarins um helgar upp á síð- kastið. Nokkurrar svartsýni hefur gætt í umræðunni en ekki deila allir þeirri svartsýni. „Ég held að málefni miðborg- arinnar séu í góðum farvegi og að ástandið um helgar hafi batn- að mikið á skömmum tíma,“ segir Kristján Jónsson, betur þekktur sem Kiddi Bigfoot, meðlimur í Fé- lagi kráareigenda. „Félag kráar- eigenda hefur unnið náið með Reykjavíkurborg, lögreglunni, miðbæjarþjónum og fleirum og þetta samstarf hefur virkað rosa- lega vel.“ Þar á Kiddi við vikulega fundi borgarstjóra, lögreglu og fleiri op- inberra aðila þar sem farið er yfir málin og bent á hvað megi betur fara. „Þar er farið yfir helgina og farið strax í hvað má laga, án þess að það þurfi að bíða eftir því að málin séu sett í nefnd eða eitthvað slíkt,“ segir Kiddi. „Þegar við fáum ábendingar um hvað betur mætti fara þá getum við farið strax og talað við staðina og þeir fara að vinna í sínum málum.“ Kiddi væntir þess að áfram- haldandi náið samstarf skili sér í enn betri miðborg allan sólar- hringinn. „Fólk virðist oft halda að veitingamaðurinn sé á móti öllum og sé að henda flöskum og sé með hávaða og læti en það er að sjálf- sögðu ekki málið,“ segir Kiddi. „Við viljum auðvitað hafa hreint og öruggt í kringum okkur og lifa í sátt og samlyndi við umhverfið og nágrannana.“ -tg Ástandið mun betra Kiddi Bigfoot vonast eftir áframhaldandi samstarfi við yfirvöld til að stuðla að betri borg. FRÉTTABLAÐIÐ/MYND ÚR SAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.