Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 46
26 7. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is „Nafngiftin á bókinni er í raun flókin og mögnuð,“ út- skýrir Hildur Hákonardótt- ir, listakona og höfundur bók- arinnar Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kart- öflurnar, sem Salka gefur út í tilefni 250 ára afmælis kart- öfluræktar á Íslandi og árs kartöflunnar hjá Sameinuðu þjóðunum. Í bókinni er rakin saga ræktunar á Íslandi, með sérstakri áherslu á upphaf- ið, mismunandi tegundir og hverjar duga best í ólíku um- hverfi. „Mér finnst Blálands- drottning með fallegri nöfn- um á kartöflutegundum, en bláar kartöflur eru eitt af þremur íslenskum afbrigð- um í norræna genabank- anum. Blálandsdrottning á einnig við um fyrstu kon- una sem hafði tekjur af kart- öflurækt á Íslandi, Vilhelm- ínu Lever, kaupmannsdóttur á Akureyri, en hún var mikil drottning og svo hugrökk og hjartastór að hún kaus fyrst kvenna þótt ekki hefðu konur kosningarétt þá,“ segir Hild- ur sem við gerð bókarinnar ferðaðist allt frá Suður-Am- eríku til Eyrarbakka. „Bláar kartöflur eru sein- sprottnar, geymast vel og voru vinsæll kostur á skipum fyrr á öldum, en Blálands- drottningin hefur líklega borist hingað með frönsk- um skútum,“ segir Hildur og staðfestir að góðar bláar jafn- ist á við þær bestu rauðar. „Íslensk afbrigði kart- aflna eru þrjú; bláar, rauðar og gular. Í heiminum öllum eru til þúsundir afbrigða, en í dag fæst einna helst útsæði premier, gullauga, rauðra og Helgu á Íslandi. Það sem er merkilegt við íslensku kart- öfluna er að við ræktum fyrst og fremst til að njóta við mat- borðið en ekki til iðnaðar, og þá skipta bragðgæði mestu. Þeir sem rækta eru afar kresnir og Íslendingar hafa frábæran kartöflusmekk,“ segir Hildur brosmild úti í kartöflugarði. „Kartaflan breytti miklu í samfélagi manna, bæði hér heima og í útlöndum. Hún var auðveld í ræktun, gaf tækifæri til starfa í iðnaði og stuðlaði að borgarmynd- un erlendis. Á Íslandi virð- ist hún hafa skipt þurrabúð- armenn mestu, en þurrabúð var á vissan hátt forveri þétt- býlis hér á landi, þegar fólk þurfti ekki að búa í sveitum og reyndi að afla sér viður- væris með sjómennsku. Enda varð soðningin með kart- öflum þjóðarréttur Íslend- inga næstu hundrað ár þegar þótti sjálfsagt að borða fisk og kartöflur fimm sinnum í viku, og ég fullyrði að enn er ekkert betra með fiski en kartöflur,“ segir Hildur sem þykir góðar kartöflur alls matar best. thordis@frettabladid.is HILDUR HÁKONARDÓTTIR: SKRIFAÐI BÓK UM KARTÖFLURÆKT Á ÍSLANDI Bláar kartöflur LISTAMAÐUR Í KARTÖFLUGARÐINUM Hildur Hákonardóttir ferðaðist heimsbyggðina á enda til að feta í fótspor kartöflunnar. MYND/SUNNLENSKA BRUCE DICKINSON SÖNGVARI ER 50 ÁRA Í DAG. „Rokktónlist á að vera gróf. það er fjörið við hana. Hún stendur upp og lætur buxurnar falla.“ Dickinson er söngvari rokk- bandsins Iron Maiden. Hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands sem flugmaður. MERKISATBURÐIR 1727 Öræfajökull gýs. Gosið stóð í eitt ár og á fyrstu dögum þess sást ekki munur á degi og nótt, svo mikið var gjóskufallið. 1772 Útilegumennirnir Fjalla- Eyvindur Jónsson og Halla Jónsdóttir eru handsöm- uð. Eyvindur sleppur síðar úr varðhaldi og frelsar loks Höllu. Þau lágu úti í tæpa tvo áratugi. 1944 IBM setur á markað fyrstu reiknivélina sem stýrð er af tölvuforriti. Hann var al- mennt kallaður Harvard Mark I. 1955 Fyrirtækið Tokyo Tele- communications Engin- eering setur á markað fyrsta útvarp sitt. Fyrirtæk- ið breytir síðar nafni sínu í Sony. Þennan dag, 7. ágúst árið 1960, hlaut Fílabeins- ströndin sjálfstæði frá Frakklandi. Landið hafði verið undir stjórn Frakka frá síðari hluta 19. aldar og voru þar framleidd- ar kakó- og kaffibaunir í miklu magni. Félix Houphouët- Boigny leiddi Fílabeins- strendinga til sjálfstæðis eftir diplómatískum leið- um. Hann var leiðtogi innlendra kaffibaunarækt- enda og kosinn á franska þingið 1945. Hann varð fyrstur Afríkubúa að komast í evrópska ríkisstjórn og ítök hans í frönskum stjórnmálum höfðu mikið að segja er Fílabeinsströndin fékk fullveldi 1958 og varð loks sjálfstætt ríki árið 1960. Þegar Fílabeins- ströndin fékk sjálfstæði var ríkið eitt best stönd- uga ríki Vestur-Afríku. Ríkið var, og er enn í dag, einn af stærstu kaffibaunaframleiðend- um í heimi, ásamt því að eiga stóra markaðs- hlutdeild á heimsmark- aði kakós og pálmolíu. Síðasti áratugur hefur einkennst af borgara- stríði og grimmdarverkum á Fílabeinsströndinni. Barátta um demantanámur, frekar en pólitískur ágreiningur, þar sem barnahermönnum var misk- unnarlaust beitt hefur skilið landið eftir í sárum. Skrifað var undir friðarsamninga árið 2007 sem halda að nafninu til þótt lítið megi út af bera. ÞETTA GERÐIST: 7. ÁGÚST ÁRIÐ 1960 Fílabeinsströndin hlýtur sjálfstæði Elskulegur faðir okkar og bróðir, Páll Jóhann Einarsson flugmaður, andaðist aðfaranótt laugardagsins 2. ágúst sl. á líknardeild Landakots. Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 12. ágúst nk. kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á PEACE-útgáfuna s. 893 3361, kt. 200137-3419. Reikningur 0513 -26- 077770. Carolin Einarsson Pálsdóttir Kristín Einarsson Pálsdóttir Birgir Davidsen Pálsson Páll Ástþór Jónsson Pálsson Stefán (Norman) Mink Pálsson Systkini og afkomendur. 50 ára afmæli Í dag, 7. ágúst, er Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar fi mmtug. Hún býður upp á grillveitingar úti í garði á heimili sínu Kveldúlfsgötu 23 í Borgarnesi í kvöld kl. 18-21. Ættingjar og vinir hjartanlega velkomnir að gleðjast með afmælisbarninu. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, Helga Eyjólfssonar frá Árbæ, Borgarfirði eystra. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Seyðisfjarðar. Ágústa Sveinsdóttir Jóhann Frímann Helgason Þorkell Helgason Lukka S. Gissurardóttir Magnús Bjarni Helgason Ósk Helgadóttir Stefán Tryggvason Anna Helgadóttir Guðni Sigmundsson afa og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir og systir okkar, Hjördís Kristjánsdóttir Furulundi 6c, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 25. júlí. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 8. ágúst kl.14.00. Héðinn Ósmann Skjaldarson Kristján Hjörtur Oddgeirsson Oddgeir Kristjánsson Ingibjörg Haraldsdóttir Baldvin Kristjánsson Guðfinna Jóna Kristjánsdóttir Gunnþór Oddgeirsson Halldóra Kristjánsdóttir Hannes C. Pétursson Helga Hólmfríðardóttir Anton Gunnarsson Óskdís Kristjánsdóttir og systkinabörn. Heittelskuð eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, Aðalbjörg Kristjánsdóttir Stapaseli 15, Reykjavík, lést á líknardeild LSH Kópavogi að kvöldi sunnudags- ins 3. ágúst. Hún verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Sigurjón Norberg Ólafsson Steinunn Guðmundsdóttir Steinunn Björg Sigurjónsdóttir Guðmundur Kjærnested Guðmundur Fertram Sigurjónsson Fanney Hermannsdóttir barnabörn, systkini og aðrir ástvinir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns mín, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Hjartar Hjartarsonar Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Karitasar, líknardeildar í Kópavogi og deildar 13D á Landspítalanum við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Jensína Guðmundsdóttir Drífa Hjartardóttir Skúli Lýðsson Ingibjörg Hjartardóttir Sigurður Ólafsson Vilborg Arinbjarnar Anna Ásta Khan Hjartardóttir Hrafn Sabir Khan Björn Grétar Hjartarson Guðmundur Ingi Hjartarson Sigríður Sigmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 90 ára afmæli Ég færi fjölskyldu minni, vinum mínum og kunning jum er hafa verið mér samferða í leik og starfi , mínar innilegustu þakkir fyrir margvíslegan heiður og sóma er mér var sýndur á 90 ára afmæli mínu þann 30. júlí sl. Guð blessi ykkur öll. Kristinn Óskarsson fyrrv. lögreglumaður, Hæðargarði 35, Rvk. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Brynjólfsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri, síðast til heimilis að Fögrubrekku 34, Kópavogi, lést þann 2. ágúst á Vífilsstaðaspítala. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, föstudaginn 8. ágúst kl. 13.00. Jón Hannesson Brynjólfur Jónsson Kristín Siggeirsdóttir Hannes R. Jónsson Beatriz Ramirez Martinez Guðrún Jónsdóttir Eiríkur Ingi Eiríksson Soffía Jónsdóttir Björn L. Bergsson barna- og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.