Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.08.2008, Blaðsíða 52
32 7. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR Öðruvísi samlokur GÓMSÆTIR ÞISTLAR Prófaðu að gera þitt eigið ætiþistlamauk. Notist á samlokur, með pasta, fiski eða hverju sem er. NORDICPHOTOS/GETTY > Viltu vatn? Við vitum öll að vatnsdrykkja er holl og góð. Gerðu sötrið skemmtilegra með því að bæta ferskri myntu út í vatnskönnuna, það er sérlega frísk- andi. Svo má líka nota sítrusávexti, gúrkusneiðar, vatnsmelónu eða jafnvel rósmarín til að stríða bragðlaukunum að- eins. Pestó hefur verið gríðarlega vinsælt síðustu ár og gerði samlokur svo sannarlega áhugaverðari með innreið sinni í ísskápa lands- manna. Ef þú vilt breyta til er hins vegar um að gera að prófa að búa til ætiþistlamauk. Það er einstaklega bragðmikið og gott og hentar sérlega vel á samlokuna. Verði eitthvað afgangs, sem hlýtur að teljast nokkuð hæpið, má geyma maukið í ísskáp í allt að viku. 1 krukka ætiþistlar í olíu 1 msk. ólífuolía 5 sardínur úr dós 1 hvítlauksgeiri, ef vill ½ dl basilikublöð Látið renna vel af ætiþistl- unum. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél eða blandara – passið að þjappa basiliku- blöðunum vel í desílítramálið. Hrærið þar til hráefnið er orðið að grófu mauki og njótið. Topphár • Dvergshöfði 27 • 110 Reykjavík Opið mán.-föstud. kl. 08-18 og á laugard. kl. 09-14 587 2030 H á r s n y r t i s t o f a Bryndís Björk Gerður 10% opnunar- afsláttur maturogvin@frettabladid.is Í Sandholtsbakaríi er boðið upp á gott úrval af ljúffengum hand- gerðum konfektmolum sem kitla bragðlaukana. Bakarameistarinn Ásgeir Sandholt segir að hér á landi hafi verið mikil vakning þegar kemur að konfektgerð og séu menn nú óhræddari við að nota hráefni sem ekki hafa verið notuð áður, líkt og timían og basil- iku. „Ég lærði meðal annars í Frakk- landi og Ítalíu þar sem konfekt- og súkkulaðimenningin er mun meiri en hér heima. Hér er meira um sælgætisgerð heldur en klassíska konfektgerð,“ segir Ásgeir en hann segir Íslendinga vera óhræddari við að smakka nýjar konfekttegundir en áður. „Ég keppi með kokkalandsliðinu þar sem ég hef mikið unnið að þróun eftirrétta og hef eytt upp í tveim- ur árum við að þróa einn konfekt- mola.“ Ásgeir segist nú vera að sanka að sér íslenskum jurtum, líkt og hvönn og blóðbergi, til þess að nota í konfektgerð. Vinsælasti molinn þessa dagana er hins vegar fersksultað og súkkulaðihjúpað engifer, „Flestum finnst hann mjög góður en það er eins með hann og margt annað, fólk annað hvort elskar hann eða hatar. Svo er einnig hægt að fá mjólkur- súkkulaði-ganache með ástarald- inum og Bombay gini.“ Þeir sem vilja dekra við sig geta valið sér nokkra dásamlega mola til þess að narta í yfir góðu rauðvínsglasi. - sm Ljúffengt og nýstárlegt konfekt Á internetinu er aragrúi af alls kyns uppskriftasíðum, matarum- fjöllunum og bloggi um mat, sem eru geysivinsæl víða um heim. Á síðunni foodblogsearch.com er að finna stórsniðuga leitarvél, sem skannar yfir tvö þúsund matarblogg í leit að uppskrift fyrir þig. Sláðu inn það hráefni sem þig langar að nota og fáðu tugi uppástungna að notkun þess í matseldinni. Sé til dæmis leitað að kókos- hnetu má finna uppskriftir að öllu frá kókoshnetu- og bláberja- múffum til kókosrækja með sætri apríkósu- og chili-ídýfu. Njótið vel. Matarblogg vinsæl FÁÐU INNBLÁSTUR Einföld leit á food- blogsearch.com leiðir í ljós margvíslega möguleika á notkun kókoshneta í matseld. NORDICPHOTOS/GETTY Hvaða matar gætirðu síst verið án? Má kaffi vera matur? Ég gæti ekki verið án lattesins míns með hrísgrjóna- mjólkinni. Sama hvort það er heimagert eða frá Kaffitári. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Á gamlárskvöldi á hverju ári er kalkúnn á boðstól- um hjá mömmu og pabba. Hann er alveg í uppáhaldi. Svo var mér boðið í heimagert sushi um dag- inn, sem kemur líka sterkt inn. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Mér finnst vont að borða allan mat sem er seigur undir tönn. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Að eiga alltaf til Thai Pride Curry í dós. Þá er lítið mál að búa til dýrindis máltíð úr því sem er til í ísskápnum. Það er samt best ef maður býr svo vel að eiga hrísgrjón, kjúkling og mannsæmandi grænmeti. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Dökkt súkkulaði, eða bara súkkulaði yfirhöfuð. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á alltaf til hrísgrjónamjólk, kotasælu, engifer og hvítlauk. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ef ég festist á eyði- eyju og það yrði jafn planað og spurningin gæfi til kynna þá tæki ég klárlega með mér álfabrauð eins og í Hringa- dróttinssögu. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borð- að? Slátur. Hverjum datt í hug að hakka niður kindaafganga og sjóða þá svo í vömbum? Það er engu síður ágætt svona öðru hverju. MATGÆÐINGURINN MARÍA MAGNÚSDÓTTIR SÖNGKONA Gæti ekki verið án kaffis latte með hrísmjólk Gróa Ásgeirsdóttir stendur fyrir átakinu Á allra vör- um sem lýkur í ágúst. Hún er nemi í viðskiptafræði auk þess að vera verkefna- stjóri Flugfélags Íslands. Hún býður lesendum upp á uppskrift að kjúklingi og spínatsalati. „Ég er ekki uppskriftakona, ég vil frekar hafa þetta einfalt og bý bara til úr því sem er til í ísskápn- um,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir. „Ég vil hafa matinn frekar hollan og góðan. Ég nota kjúkling mjög mikið og finnst það rosalega góður matur. Ég geri þessa upp- skrift svolítið oft og hún er vin- sæl heimafyrir.“ Gróa stendur fyrir átakinu Á allra vörum. „Ég greindist sjálf með brjóstakrabbamein síðasta vetur. Við fórum af stað með þetta átak í framhaldi af því. Við höfum verið að selja gloss um borð í Ice- landair-vélunum frá í lok maí. Svo vorum við með söfnunarþátt á Skjá einum 20. júní. Samtals áætl- um við að safnast hafi um 50-55 milljónir. Við munum afhenda þær í lok ágúst með stolti.“ Glossin eru enn til sölu um borð og hjá Krabbameinsfélaginu. Safnað var fyrir tækjabúnaði. „Við lokum átakinu um leið og þessi tæki verða tekin í notkun þannig að það passar mjög vel saman.“ Sjálf er Gróa á batavegi. „Ég er búin í öllum meðferðum og hef verið að byggja mig upp. Haustið fer í að halda áfram að koma mér í samt form á ný og klára skólann um áramótin. Þá er gott að vera með heilsusamlegan mat. Maður verður að hugsa um það í þessu öllu saman.“ Gróa segir hreyfingu hafa hjálpað sér mest. „Og bara að vera úti. Það er náttúrlega búið að vera yndislegt veður til þess í sumar. Þannig að ég hef náð að geta verið úti og slaka á. Nota góða veðrið í göngutúra og svona.“ kolbruns@frettabladid.is Kjúklingur á allra vörum LÍTIÐ FYRIR UPPSKRIFTIR Gróa Ásgeirsdóttir einbeitir sér að hollu mataræði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kjúklingur í pestó og rjóma með spínatsalati Kjúklingabringur Salt og pipar Rautt pestó Rjómi Spínatsalat Spínat Ristaðar furuhnetur Fetaostur og olía Smákramið nachos Aðferð: Kryddið kjúklingabringurnar vel með pipar og smá salti. Penslið rauðu pestói á bringurnar og setjið þær í eldfast mót. Smá rjóma hellt yfir bringurnar og þær settar inn í ofn. Bætið svo rjóma við eftir því sem líður á og kryddið kannski aðeins meira. Berið fram með salatinu og heitu brauði, ef vill. KLASSÍSKT KONFEKT Hægt er að kaupa alvöru konfekt í Sandholtsbakarí til að hafa með kaffinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.