Fréttablaðið - 08.08.2008, Side 1

Fréttablaðið - 08.08.2008, Side 1
RÁS 1 RISTIR DÝPRA RÁS 1 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI LEIKHÚS „Þetta þróaðist nú bara svona,“ segir Jóhann Sigurðarson, einn ástsælasti leikari landsins. Hann hefur nú söðlað um eftir tuttugu ár í Þjóðleikhúsinu og skrifað undir fastan samning við Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóra Leikfélags Reykjavíkur. Jóhann, sem jafnan er kallaður Jói stóri, mun því leika í Borgar- leikhúsinu á næstunni. Hann hefur verið einn af burðarásum Þjóðleik- hússins lengi og má þetta tíðindum sæta. En Jói segir leikara nú ekki eins fasta á sínum básum og áður var. Magnús Geir hefur einnig náð að krækja í Þröst Leó Gunnarsson, sem var á samningi hjá Þjóðleik- húsinu. -jbg/sjá síðu 42 SAMFÉLAGSMÁL Tveim meðferð- arheimilum fyrir börn hefur verið lokað það sem af er þessu ári. Heimili á Hvítárbakka í Borgarfirði var lokað í upphafi ársins og í vor var heimilinu að Geldingalæk á Rangárvöllum einnig lokað. Bæði heimilin buðu upp á sér- hæfða langtímameðferð fyrir börn með alvarleg hegðunar- vandamál á borð við neyslu áfengis og vímuefna og voru sex rými á hvorum stað. Yngri börn voru að jafnaði vistuð á Geldingalæk þar sem flest barn- anna voru á aldrinum tíu til fjórtán ára. „Umsóknum hefur fækkað og við verðum að bregðast við þegar heimilin eru farin að standa hálftóm,“ segir Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnaverndarstofu, en síðast- liðin fimm ár hefur dregið úr eftirspurn eftir meðferðardvöl á stofnunum stofunnar. Sótt var um meðferð fyrir 195 börn árið 2003 samanborið við 164 á síð- asta ári. Barnaverndarnefndir meta þarfir einstakra barna og senda umsóknir til Barnaverndarstofu ef þörf er á meðferð. „Við höfum ekki fundið einhlíta skýringu á þessari fækkun og getum ekki séð að nefndirnar vanræki þarfir þessara barna,“ segir Hrefna. Aukin áhersla hefur þó undan- farin ár verið lögð á að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverk- inu. Reynt er að hjálpa börnum og foreldrum frekar á heima- velli en að grípa til vistunar utan heimilis, ekki síst fyrir yngri börnin. „Við erum að skoða hvaða möguleika við höfum á að bjóða fjölbreytt fósturúrræði fyrir yngri börn og veita meiri þjálf- un fyrir fósturforeldra,“ segir Hrefna. „Við vitum að það getur reynst afdrifaríkt að taka barn úr umhverfi sínu og vandasamt að yfirfæra árangur meðferðar yfir á hið daglega líf barnsins.“ Þá bendi kannanir sem gerðar hafa verið hérlendis til þess að neysla barna fari minnkandi og vísbendingar eru um að afbrot- um þeirra fari í það minnsta ekki fjölgandi. Þá hefur styttri dvöl verið reynd og gagnast sumum börn- um, sem leiði til minni eftir- spurnar eftir langtímameðferð eins og veitt var á heimilunum sem nú hefur verið lokað. „Við vistum börn á heimilun- um í þeirri von að meðferðin muni gagnast,“ segir Hrefna. „Það er ekki æskilegt að börn séu vistuð árum saman á stofn- un.“ -ht Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 8. ágúst 2008 — 213. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HELGIN HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hilmar Jacobsen gefur lesendum uppskrift að eggjaböku sem er upplögð til að nýta mataraf- ganga. við að mataráhuginn hafi aukist eftir að hann fó ð sinna núverandi starfi síleg l Sýður mat án vatns Hægt er að nota nánast hvaða hráefni sem er í eggjabökuna hans Hilmars. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ELDAR YFIR ÍSNUM Árleg flugeldasýning verður haldin í níunda sinn á miðnætti annað kvöld yfir Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi. HELGIN 2 ASÍSK MATSALAÁ Asian á Suðurlandsbraut 32 hefur opnað matsölustaður með asískum réttum til að taka með sér heim og allir kosta þeir innan við þúsund krónur. MATUR 3 6.490 kr. 4ra rétta tilboðog nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Humarsúpa, rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. HILMAR JACOBSEN Eggjakaka úr öllum afgöngum í ísskápnum • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS skólar og námskeið FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 26. ágúst — 8. september 2008 Skráning á www.verslo.is Fjarnám farðu lengra JÓHANN SIGURÐARSON Leikarar eru ekki eins fastir á sínum básum og áður var. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dómur um Skrapp út! Didda er stjarnan í myndinni. KVIKMYNDIR 34 Börn leiða fullorðna Nýr leikskóli í anda Reggio Emilia- stefnunnar verður opnaður í Hafnarfjarðarbæ í dag. TÍMAMÓT 24 Solzhenitsyn allur Ronald Reagan sigraði í kalda stríðinu því hann hlustaði frekar á Solzhenítsyn en úrtölumenn, skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Í DAG 22 SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ Tónsmíðar, tangó og skapandi skrif sérblað um skóla og námskeið FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FREMUR MILT Í dag verður hæg austlæg eða breytileg átt. Dálítil rigning eða súld suðaustanlands og skúrir á víð og dreif sunnan og vestan til. Víða bjart á Vesturlandi. Hiti á bilinu 10-14 stig. VEÐUR 4 11 11 11 1213 Tveim heim- ilum hefur verið lokað Tveim meðferðarheimilum fyrir börn hefur verið lokað á þessu ári. Fækkun umsókna leiddi til þess að heimilin stóðu hálftóm. Aukin áhersla lögð á að hjálpa börnum og foreldrum á heimavelli. Draumurinn að veruleika Ragna Ingólfsdóttir upp- lifir í nótt draum sem blundað hefur með henni í fimmtán ár; að keppa á Ólympíu- leikum. ÍÞRÓTTIR 38 VEÐRIÐ Í DAG GÖNGUTÚR Í RIGNINGUNNI Þær Unnur og Hildur létu rigninguna ekki aftra sér þar sem þær fóru með dúkkurnar sínar í gönguferð. Vopnaðar regnhlífum og vel skæddar voru þær færar í flestan sjó þegar ljósmyndari Fréttablaðsins rakst á þær í Barmahlíðinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA 2003 195 umsóknir 2004 177 umsóknir 2005 164 umsóknir 2006 194 umsóknir 2007 164 umsóknir UMSÓKNIR UM MEÐ- FERÐ FYRIR BÖRN Leikarar skipta um leikhús: Jói stóri í Borgarleikhúsið SAMFÉLAGSMÁL „Við höfum það að markmiði að vinna saman að þróunarstarfi þar sem norrænar konur styðja konur í þróunarríkjunum,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, listrænn stjórnandi NAVIA, The Nordic Miracle Group eða Norrænu krafta- verkasamtakanna. Fimm norrænar söngkonur skipa raddir NAVIA. Hvert Norðurlandanna á sinn fulltrúa í sönghópn- um og er Dísella Lárusdóttir söngkona fulltrúi Íslands. „Við notum tónlist til að miðla skilaboðunum og þær eru okkar sérlegu fulltrúar,“ segir Bjarney. Hún segir þessar söngkonur koma saman í fyrsta skipti í Höfða í dag þar sem frumflutt verður lagið We Can Fly. Hinn heimsfrægi afríski tónlistarmað- ur Youssou N´Dour frá Senegal syngur einnig í laginu en hann verður fjarri góðu gamni í dag. Verkefninu verður formlega hleypt af stokkun- um klukkan fjögur í Höfða þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur. „Hún er þar vegna þess að hún er fyrirmynd okkar. Hún er hvatning til að við getum gert það sem okkur langar til að gera,“ segir Bjarney. - ovd Sameiginlegt markmið er að norrænar konur styðji konur í þróunarríkjunum: Tónlist miðlar skilaboðunum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.