Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 10
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI FYRRVERANDI NEMENDA NTV SÖGÐUST MYNDU MÆLA MEÐ NÁMINU VIÐ AÐRA* Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is *Samkvæmt markaðsrannsókn meðal 1000 fyrrverandi nemenda apríl 2008 Á tilb oði í ágús t 200 8 UniF lex r æst ivag nar með fylg ihlut um. Start pakk i 20% afs láttu r RV U n iq u e 0 8 0 8 0 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV Unique örtrefja-ræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt − all you need ... for cleaning 10 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld segj- ast ekki sætta sig við að þjóð- höfðingjar annarra landa blandi sér í innanríkismál þeirra. Að öðru leyti hafa þau vart svarað gagnrýni George W. Bush Banda- ríkjaforseta á ástandið í mannréttinda málum þar í landi. Bush þótti óvenju harðorður í garð Kína í ræðu sem hann flutti í Taílandi í gær, skömmu áður en hann hélt til Kína að fylgjast með opnunarhátíð Ólympíuleikanna í kvöld. Hann gagnrýndi ástand mann- réttindamála, sagði Bandaríkin andvíg þeirri kúgun sem kín- versk stjórnvöld beita þegna sína en lýsti jafnframt stuðningi sínum við trúfrelsi, fjölmiðla- frelsi og annað frelsi. Tímasetningin þótti hentug, bæði fyrir Bush og kínverska ráðamenn. Með því að koma þess- ari gagnrýni til skila áður en hann kæmi á fund Kínverja tókst Bush að afgreiða málið fyrir- fram, svo það þyrfti ekki að flækjast um of fyrir í viðræðum þeirra. Bush gætti þess einnig að vega upp á móti gagnrýnistóni ræð- unnar með því að bera lof á kín- versk stjórnvöld, meðal annars fyrir að hafa gert mikilvægar markaðsumbætur og sagðist von- ast til þess að frelsi muni aukast í kjölfarið. „Breytingar í Kína munu verða á þeirra eigin forsendum og í sátt við sögu Kína og hefðir. En breyt- ingarnar munu samt koma,“ sagði Bush. „Í dag eru Kína og Bandaríkin vinir,“ sagði Ma Jianchun, sér- fræðingur við stjórnmála- og lög- fræðiháskólann í Peking. „Ekki bestu vinir, heldur bara vinir.“ Í Nepal og á Indlandi efndu þúsundir útlægra Tíbeta til mót- mæla í gær. Í Nepal kom til átaka við lögreglu og voru nærri 600 manns handteknir. Á Indlandi tóku þungvopnaðar hersveitir á móti mótmælendum fyrir utan kínverska sendiráðið í Nýju- Delí. Í gær birtist einnig hótun á Netinu frá herskáum múslimum í vestanverðu Kína um að framin verði hryðjuverk á Ólympíuleik- unum. Í Bretlandi var aftur á móti tveimur mönnum tekið með fagn- aðarlátum í gær þegar þeir komu heim frá Kína, þar sem þeir höfðu verið reknir úr landi fyrir að efna til mótmæla fyrir utan Fugls- hreiðrið, helstu Ólympíuhöllina í Peking. Þeir höfðu klifrað upp í ljósastaura og sett upp mótmæla- borða sem á stóð: „Frelsið Tíbet.“ Annar þeirra, Ian Thom, segir að lögreglan hafi spurt þá í þaula en farið vel með þá áður en þeir voru færðir um borð í flugvél og sendir heim. gudsteinn@frettabladid.is Kínverjar ansa lítt gagnrýni frá Bush Tímasetningin á gagnrýni Bush á mannréttindaástandið í Kína þótti henta bæði honum og kínverskum ráðamönnum. Með því að afgreiða málið fyrir- fram þarf það ekki að flækjast meira fyrir glæsileika Ólympíuleikanna. HLAUPIÐ MEÐ ÓLYMPÍUELDINN Á KÍNAMÚRNUM í gær tóku þúsundir sjálfboðaliða þátt í hlaupi með Ólympíueldinn á Kínamúrnum. Í dag lýkur svo, á Ólympíuleikvang- inum í Peking, hlaupinu með logann um heiminn, sem hófst í Grikklandi í lok mars. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MUNKAR MÓTMÆLA Tíbetskir búdda- munkar í útlegð mótmæltu Kínastjórn og því að Ólympíuleikarnir skuli fara fram í Peking í mótmælagöngu í Nýju- Delí í gær. NORDICPHOTOS/AFP Átak gegn fíkniefnavanda Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra, og lögreglustjórar norðlensku lögregluliðanna skrifuðu í gær undir samkomulag um sérstakt samstarfs- átak lögreglunnar gegn fíkniefnavanda á Norðurlandi. Komið verður á teymi þriggja lögreglumanna við rannsókn- ardeild lögreglunnar á Akureyri ásamt lögreglumanni með fíkniefnahund. LÖGREGLAN Metaðsókn í Grettislaug Aðsókn að Grettislaug á Reykhólum hefur í sumar verið meiri en nokkru sinni fyrr að því er segir á heimasíðu hreppsins. Frá því í júníbyrjun og þar til á mánudagskvöld höfðu 4.720 gengið til laugar í Grettislaug miðað við 3.872 á sama tímabili í fyrra. Aukningin er 22 prósent. Um síðustu helgi voru gestir laugarinnar 649. REYKHÓLAR LÖGREGLUMÁL Lögregla handtók mann um fimmtugt í Breiðholti í fyrrinótt eftir að hann hafði í þrígang hunsað tilmæli um að veita nágrönnum sínum næði. Að sögn lögreglu var maðurinn aleinn í íbúð sinni og lék þar tónlist á miklum styrk um miðja nótt. Nágrannar hans kvörtuðu til lögreglu yfir látunum en maður- inn lét umvandanir lögreglu ekkert á sig fá, heldur gekk þess í stað milli íbúða í húsinu, bankaði upp á og vildi ólmur vita hver hefði klagað hann til lögreglunnar. Svo fór að lokum að maðurinn var handtekinn svo aðrir íbúar hússins fengju nætursvefn. - sh Hunsaði tilmæli lögreglu: Aleinn, ölvaður og með hávaða Það borgar sig að skoða umbúðir á vörum vel: Útrunnið kítti í Húsasmiðjunni Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is Það er fátt leiðinlegra, og í sumum tilfellum ógeðfelldara, en að kaupa útrunnar vörur. Það er þó margt fleira en matvörur sem getur farið yfir síðasta söludag. Kona sem hafði sam- band við Fréttablaðið sagðist hafa fengið furðuleg svör í Húsasmiðjunni þegar hún hringdi til þess að kvarta yfir því að verslunin hefði selt henni útrunnið kítti. „Þegar ég hringdi fékk ég þau svör frá afgreiðslufólkinu að þetta kæmi fyrir og að fólk ætti að fylgjast með dagsetn- ingunni sjálft.“ Hún bætti því við að þetta væri sérstaklega slæmt þegar fólk tæki kannski ekki eftir því að varan væri útrunnin og væri jafnvel búið að nota hana. Halldór Odds- son hjá Neyt- endasamtökun- um segir það ljóst að ekki eigi að selja útrunnar vörur. „Seljandi ber vissulega ábyrgð og þá af þeim skaða sem hlýst af,“ segir hann. Halldór bendir þó á að neytendur verði að taka ábyrgð á því sem þeir kaupa og segir að um útrunnar vörur gildi ekki sömu regl- ur og um gallaðar vörur. „Augljóst er á vörunni að hún er ekki lengur söluhæf því hún er þrátt fyrir allt merkt.“ Hall- dór segir dagsetninguna koma frá framleiðanda og hljóti því að gefa vísbendingu um hve- nær varan hættir að vera not- hæf. „Það er verslunum ekki í hag að selja ónýtar vörur og þurfa svo að standa straum af þeim kostnaði sem því getur fylgt.“ HELGA ÞÓREY neytendur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Forsvarsmenn Þeistareykja ehf. ætla að funda með öðrum framkvæmdaaðilum og fulltrúum stjórnvalda í næstu viku vegna úrskurðar umhverfis- ráðherra um að álver við Bakka og tengdar framkvæmdir skuli í sam- eiginlegt umhverfismat. Þeistareykir munu, auk Lands- virkjunar, afla orku fyrir álver Alcoa á Bakka við Húsavík. „Menn ætla að skoða sína stöðu og bíða eftir fundi með umhverfis- yfirvöldum og Skipulagsstofnun,“ sagði Franz Árnason, stjórnarfor- maður Þeistareykja, eftir stjórn- arfund í fyrirtækinu í gær. Hann segir að verði forsvars- menn fyrirtækisins ekki sann- færðir um, eftir fund með fulltrú- um stjórnvalda, að hægt verði að vinna sameiginlegt umhverfismat án þess að teljanlegar tafir verði á verkinu muni lagaleg staða félags- ins verða skoðuð í framhaldinu. Aðalheiður Jóhannsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, benti á það í Fréttablaðinu í vik- unni, að ákveðnir annmarkar væru á úrskurði umhverfisráðherra um að framkvæmdin ætti að fara í sameiginlegt umhverfismat. Í máli hennar kom fram að fari Þeistareykir eða Landsnet í mál vegna úrskurðarins gæti grund- völlur fyrir úrskurði ráðherra hrunið. Forsvarsmenn Landsnets taka dræmt í möguleg málaferli, og segja nær að Þeistareykir láti reyna á málið fyrir dómstólum. - bj Forsvarsmenn fyrirtækja sem tengjast álveri á Bakka hitta fulltrúa stjórnvalda: Funda um tafir í næstu viku BORAÐ Tilraunaboranir á Þeistareykjum gætu tafist um ár verði einhverjar tafir vegna sameiginlegs mats á umhverfis- áhrifum. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.