Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 12
ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 23 61 0 5/ 08 • Fyrsti borinn sem notaður var við heitavatnsboranir var gamli Gullborinn. www.or.is Ganga um Elliðaárdal að Gvendar- brunnum Laugardaginn 9. ágúst kl. 10:00 efnir Orkuveita Reykjavíkur til fræðslu- göngu frá Minjasafninu í Elliðaárdal, upp dalinn að Gvendarbrunnum. Meðal annars verður hugað að ánni, örnefnum, jarðfræði, gróðri og dýralífi. Fjölmargir fræðimenn koma til leiðsagnar. Gengnir verða um 12 km en boðið verður upp á akstur til baka um kl. 16:00. Þátttakendur þurfa ekki að koma nestaðir. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 12 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR MÚRSTEINAGERÐ Í BÓLIVÍU Bóndi af ætt Aymara-indíána í Bólivíu sólþurrkar leirmúrsteina við veg í borginni El Alto. 60 prósent vinnuafls Bólivíu kvað vera óskráð og 60 prósent þess vera indíán- ar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ORKUMÁL Yoweri Museveni, for- seti Afríkuríkisins Úganda, hefur lýst yfir áhuga á að koma í heim- sókn til Íslands til að kynna sér jarð varma. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. „Við fengum þau skilaboð frá forseta Úganda fyrir nokkru síðan að hann hefði áhuga á að koma í heimsókn til Íslands í haust,“ segir Ólafur. Ekkert hefur þó verið ákveðið um heimsókn- ina. „Það eru nokkur ríki í austan- verðri Afríku sem búa yfir mikl- um jarðhitaauðlindum og Úganda er eitt þeirra. Forsetinn hefur kynnst því sem við erum að gera í Djíbútí, sem er mjög merkilegt verkefni þar sem við erum að hjálpa einni fátækustu þjóð Afr- íku að verða sjálfbjarga í orku- málum, og hann lýsti þess vegna áhuga sínum á að koma til Íslands og fá að kynnast jarðhitanum sér- staklega.“ Ráðamenn í fleiri Afríkuríkj- um, þeirra á meðal Erítreu, Eþíópíu og Tansaníu, munu hafa viðrað áhuga á svipaðri heim- sókn. „Það er dálítið gaman að það geti orðið eitthvert stærsta fram lag okkar til Afríku, þessar- ar fá tækustu heimsálfu, að hjálpa ríkjunum í Austur-Afríku að nýta sér þessar auðlindir, en um leið gera það á arðsaman hátt fyrir Íslendinga,“ segir forsetinn. - sh Forseti Íslands segir kollega sinn frá Úganda hafa áhuga á jarðvarma: Úgandaforseti vill til Íslands YOWERI MUSEVENI ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON MÁRITANÍA, AP Daginn eftir að herinn rændi völdum í Máritaníu tilkynntu forsvarsmenn nýju herforingja- stjórnarinnar að hún áformaði að boða til frjálsra og lýðræðislegra kosninga „eins fljótt og auðið er“. Mohamed Ould Abdel Aziz hershöfðingi, sem fer fyrir hinni sjálfskipuðu bráðabirgðastjórn, ók í opnum jeppa um götur höfuðborgarinnar Nuakchott í gær og lét mannfjölda hylla sig með hrópum á borð við „Við styðjum valdaránið!“ og „Við styðjum herinn“. Annars staðar í borginni dreifði óeirðalögregla fámennari hópi sem mótmælti valdaráninu og krafðist þess að réttkjörinn forseti landsins sneri aftur til valda. Þegar herforingjarnir tilkynntu um að þeir vildu halda kosningar nefndu þeir ekkert um hvenær þær myndu fara fram, né heldur nefndu þeir ástæðu fyrir því hvers vegna þeir rændu völdum af Sidi Cheikh Ould Abdallahi forseta og ríkisstjórn hans, sem setið hafði að völdum í fimmtán mánuði. Abdallahi er fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi landsins í meira en tvo áratugi. Valdaránið hófst er forsetinn reyndi að reka nokkra af æðstu mönnum hersins í fyrradag. Það gerði hann að sögn af þeirri ástæðu að þeir hefðu tekið undir gagnrýni á embættisfærslur forsetans sem stjórnar- andstöðuþingmenn höfðu haft í frammi. - aa Hershöfðingjar sem rændu völdum í Máritaníu mynda bráðabirgðastjórn: Boða lýðræðislegar kosningar STYÐJA VALDARÁN Mannfjöldi í máritönsku höfuðborginni Nuakchott lýsir stuðningi við valdaránið. NORDICPHOTOS/AFP IÐNAÐUR „Það þarf ekki að ræða það frekar, svik Samfylkingar- innar eru algjör,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG, um byggingu álvera og full- yrðingu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins í blaðinu í gær. Þar kvað Arnbjörg Sveins- dóttir það stefnu ríkisstjórnar- innar að álverin á Bakka og í Helguvík rísi. Umhverfisráðherra hefur harmað að umhverfisstefna Sam- fylkingarinnar hafi ekki komist í heilu lagi gegnum stjórnarmynd- unarviðræður. Steingrímur segir það „alveg á hreinu“ að VG hefði ekki farið sömu leið í stóriðjumálum í slík- um viðræðum við Sjálfstæðis- flokkinn. „Og það er kannski ein ástæða þess að það samstarf komst ekki á rekspöl.“ Hann segir framgöngu Sam- fylkingar í þessum efnum „með því aumlegra sem maður hefur séð í pólitík lengi“. Björgvin G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra Samfylkingar, minnir á að ríkisstjórnin hafi ekki komið að undirbúningi álveranna með neinum hætti. Hún geti ekki rifið úr sambandi öll verk fyrri stjórnar, sveitarfélaga og orku- fyrirtækja. „Það hefur ekki verið mörkuð stefna í ríkisstjórn um að grípa inn í þessa ferla eða aðra sem tengjast atvinnuuppbyggingu í landinu. Enda búum við í vald- dreifðu samfélagi þar sem búið er að vista mikið af valdinu út til sveitarfélaga og orkufyrirtækja. Við höfum reyndar rætt um að breyta þeim ferlum eitthvað aftur svo þetta verði miðlægara hjá stórnvöldum,“ segir Björgvin. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar, segir það rétt að framkvæmdirnar hafi verið lengi í undirbúningi. „En það er ljóst að Samfylkingin fýlir grön þessa dagana og reynir að bregða fæti fyrir þær. Hvar væri þessi þjóð stödd ef útflutnings- og fram- leiðslustefna hefði ekki verið á stefnuskránni síðustu árin?“ klemens@frettabladid.is Segir Samfylkingu svíkja kjósendur Ein ástæða þess að ekkert varð af stjórnarsamstarfi VG og Sjálfstæðisflokks er að VG hefði ekki farið samfylkingarleið í stóriðjumálum, segir formaður VG. Árni Finnsson harmar að Samfylkingin styðji ekki umhverfisráðherra. STEINGRÍMUR JÓHANN SIGFÚSSON BJÖRGVIN GUÐNI SIGURÐSSON GUÐNI ÁGÚSTSSON MALASÍA, AP Anwar Ibrahim, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Malasíu, segir ákæru á hendur sér fyrir að hafa leitað á ungan aðstoðarmann sinn, vera pólitíska árás byggða á tómum uppspuna. Hann fær þó áfram að ganga laus, gegn tryggingu, og getur því haldið áfram kosningabaráttu sinni. Hann sækist eftir þingsæti í aukakosningum 26. ágúst, og hefur heitið því að fella stjórn landsins strax í september. Kynmök karla eru refsiverð í Malasíu. Anwar hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir samkyn- hneigð. - gb Anwar Ibrahim ákærður: Segir ákæruna tilhæfulausa LAUS GEGN TRYGGINGU Anwar Ibrahim ásamt eiginkonu sinni, Wan Azizah. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÆREYJAR Landsstjórn Færeyja sprakk í síðustu viku þegar Gerhard Lognbert úr Sósíaldemó- krataflokknum lýsti því yfir að hann styddi ekki lengur stjórnina. Ástæðan er deila um hvort reisa eigi jarðgöng milli Straum- eyjar og Sandeyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng heims. Logn- bert, sem er frá Sandey, er fylgjandi jarðgangagerðinni. Gríðarlega mikið er af jarð- göngum í Færeyjum. Áttatíu prósent þjóðarinnar eru tengd saman með jarðgöngum og er tæplega einn metri af jarð- göngum á hvern íbúa eyjanna. - ges Örlagaríkar deilur um göng: Landstjórn Fær- eyja sprungin REYKJAVÍK Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur beint því til Heilbrigðiseftirlits borgarinnar að það athugi hvort hægt sé að fjarlægja efsta hluta botnsets Reykjavíkurtjarnar, að sögn Egils Arnar Jóhannessonar, formanns heilbrigðisnefndar. Samkvæmt nýrri skýrslu er Reykjavíkurtjörn mjög menguð. Meðal tillagna skýrsluhöfunda til úrbóta er að fjarlægja efsta hluta botnsetsins í tjörninni. Skýrslan hefur formlega verið kynnt fyrir heilbrigðisnefnd. „Við ætlum að taka virkilega á þessu,“ segir Egill. „Það er verið að leita leiða til að koma þessu sem fyrst í gott horf.“ - gh Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur: Vilja efsta hluta botnsets burt Fékk flöskutappa í augað Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann í Biskupstungur í fyrradag sem skaddast hafði alvarlega á auga þegar hann var að opna bjórflösku og tapp- inn hrökk í auga hans. Læknir mat áverkann svo alvarlegan að ákveðið var að kalla til þyrlu. SLYS Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtakanna, kemur ekki sérstaklega á óvart að heyra um það sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að stefna ríkisstjórnar- innar sé að álverin við Bakka og í Helguvík rísi þótt hún hafi aldrei komið fram opinberlega áður. Það sem komi á óvart í málinu sé að Samfylkingin skuli ekki grípa tækifærið og styðja við bakið á umhverf- isráðherra sínum. Ákvörðun hennar um að setja Bakka í heildstætt umhverfismat sé í fyrsta skipti sem umhverf- isráðherra úrskurði umhverfinu í hag. „Þess í stað fær hún rætnar árásir í blöðum frá vanstilltu fólki. Formaður flokksins lætur sér nægja að segjast skilja ákvörðunina, meðan aðrir ráðherrar og þingmenn nánast harma hana,“ segir Árni, sem man ekki til þess að umhverfisráðherra hafi fengið aðra eins útreið „fyrir að fara að lögum“. Árni telur að samráðherrar Þórunnar ættu að hafa sem forgangsatriði að styðja hana. „En eftir þennan vel unna úrskurð er hún greinilega á miklu meiri berangri en áður og nýtur minni stuðnings. Þetta er ótrúleg framkoma og sorgleg.“ RÁÐHERRA SVIKINN AF FLOKKI SÍNUM ÁRNI FINNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.