Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 22
22 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki George Orwell óttaðist, að alræðisherrum tuttugustu aldar tækist að leggja undir sig mannssálina. Þeir vildu ekki aðeins ráða því, hvað þegnar þeirra gerðu, heldur líka hvað þeir hugsuðu. Hrollvekju Orwells, Nítján hundruð áttatíu og fjögur, lauk á því, að söguhetjan elskaði Stóra bróður. Margir þeir, sem bjuggu við kommúnistastjórn fram að falli Berlínarmúrsins 1989, halda því fram, að Orwell hafi farið ótrúlega nærri um eðli og aðferðir alræðisherranna. En um eitt reyndist hann ekki sannspár. Kommúnistum tókst ekki að leggja undir sig sál þegna sinna. Þótt flestir hlýddu þeim og endurtækju jafnvel opinberlega einhverjar af stórlygum þeirra, voru til þeir, sem buguðust ekki. Einn þeirra var rússneski rithöfundurinn Aleksandr Solzhen- ítsyn, sem lést 3. ágúst 2008 og átti þá aðeins fjóra mánuði í nírætt. Hann barðist í Rauða hernum í heimsstyrjöldinni síðari, en var dæmdur í átta ára fangabúðavist og síðan langa útlegð fyrir ógætileg ummæli um Stalín í einkabréfi. Eftir að hann var látinn laus, notaði hann allar tómstundir til að safna upplýsing- um og skrifa um fangabúðakerfi ráðstjórnarinnar, gúlagið. Uppgjör forystumanna kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna við Stalín 1956 leiddi til tímabundinnar „hláku“ í menningarlífi, og þá var hin snjalla skáldsaga hans, Dagur í lífi Ívans Denisovitsj, gefin út með opinberu leyfi. Hún gerist á einum degi í fangabúðum í Kasakstan. Hlákunni lauk, og Solzhenítsyn fékk ekki leyfi Rithöfundasam- bands Ráðstjórnarríkjanna til að gefa út fleiri bækur, auk þess sem leyniþjónustan KGB hafði á honum gætur. Naut hann þá ómetanlegrar aðstoðar hins heimskunna sellóleikara Mstislav Rostropóvitsj, sem kom tvisvar hingað til lands og átti hér vini. Solzhenítsyn tókst að smygla stórvirki sínu, Gúlageyj- unum, úr landi, en þar lýsir frábær sögumaður fangabúða- kerfinu í smáatriðum. Lesandinn stígur með Solzhenítsyn niður í víti. Þegar Solzhenítsyn fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1970, fékk hann ekki að taka á móti þeim í Stokkhólmi, en hann var loks rekinn úr landi og sviptur ríkisborgararétti 1974. Hann bjó síðan lengst í Banda- ríkjunum, en sneri heim til Rússlands 1994. Gúlageyjarnar höfðu mikil áhrif á mig, en ég las þær snemma á áttunda áratug. Ég strengdi þess heit að leggja mitt lóð á vogarskál- ina með andstæðingum Kreml- verja. Ég gerði útvarpsþátt um Solzhenítsyn og verk hans 4. júlí 1976 og fékk þá til mín Indriða G. Þorsteinsson, sem var ómyrkur í máli um kommúnisma. Þættinum var illa tekið í Þjóðviljanum. Árni Bergmann hneykslaðist á því 11. júlí, að okkur Indriða væri hleypt í útvarp. Ólafur Ragnar Grímsson, sem skrifaði pistla í blaðið undir dulnefninu „A“, kvað 20. júlí mæta rússneska rithöfunda telja Solzhenítsyn stríðsæsingamann og bætti við frá eigin brjósti: „Kaldastríðsmaskínan þarf sitt reglulega hráefni, og árásarstefna Solzhenítsyn hefur reynst henni hreinn hvalreki á þrengingartím- um.“ Sem betur fer hlustaði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti frekar á Solzhenítsyn en úrtölumenn og sigraði þess vegna í kalda stríðinu. Í Gúlageyjunum sagði Solzhenít- syn sögu af fólki, sem rússneskir kommúnistar tóku af lífi með því að setja það á pramma, sem siglt var út á stöðuvatn og sökkt. Fólkið hvarf sjónum okkar. En það má ekki hverfa sjónum sögunnar. Solzhenítsyn bjargaði því og öðrum fórnarlömbum kommún- ismans frá gleymsku. Solzhenítsyn allur SPOTTIÐ HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Solsénitsy Fagri Jón Forystumenn Samfylkingarinnar hafa varið viðsnúning í afstöðu sinni til byggingar álvers á Bakka með því að segja eitthvað á þá leið að breyttar aðstæður í þjóðfélaginu og kreppa kalli nú á frekari framkvæmdir. Er afstaðan nú nokkuð á skjön við umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, Fagra Ísland, sem kynnt var fyrir alþingiskosningarnar síðustu. Aðstæðurnar nú ættu þó ekki að koma Sam- fylkingarfólki neitt á óvart því í skýrslunni Jafnvægi og framfarir, Ábyrg efnahagsstefna sem Jón Sigurðssonar, fyrrum iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins ritstýrði og gefin var út í aðdrag- anda kosninganna er einmitt talað um yfirvofandi kreppu og hvað gera þurfi til að sigrast á henni. Samfylk- ingarfólk hefði því kannski átt að lesa þessi plögg saman. Bjarni minn í bé, bé „Mínar heimildir segja reyndar að nú liggi fyrir nýtt stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og samkomulag liggi fyrir um að skáldið Davíð fari á eftirlaun á komandi vetri,“ sagði Bjarni Harðarson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, á bloggsíðu sinni í vikunni. Þegar Fréttablaðið spurði ráðamenn út í þetta vísuðu þeir þessu á bug. En hver er heimildar- maður Bjarna? Einn aðspurðra gat best trúað að sá héldi til á Drauga- safninu á Stokkseyri sem Bjarni kom á koppinn á sínum tíma. Og meira af draugum Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra var ekki lengi að tengja málið við draugagang og hvetur hann Bjarna að efnagreina djöflatert- una sem hann hafði borðað áður en hann fór að pára. Hvað sem öllum draugagangi líður ætlar það að verða erf- itt fyrir framsóknarmanninn að losna við drauga fortíðarinnar. olav@frettabladid.is/ jse@frettabladid.isÞ að þarf ekki að koma á óvart að fjórði meirihlutinn verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur áður en þetta kjörtímabil er úti. Óvinsældir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar eru sögulegar. Engin teikn eru á lofti um að þar sé breytinga að vænta. Þvert á móti er stjórnunar stíll borgarstjóra af því tagi að sjálfstæðismenn munu þurfa að halda áfram að ræsa út slökkvilið sitt með reglulegu millibili á meðan á samstarfinu við hann stendur. Rétt um tvö hundruð dagar eru nú liðnir frá því að Sjálfstæðis- flokkurinn leiddi Ólaf í stól borgarstjóra. Það þarf ekki mikla innsýn í taflmennsku stjórnmálanna til að gera sér í hugarlund að sjálfstæðismenn hafi reiknað með að Ólafi myndi þykja svo vænt um stólinn og keðjuna að hann yrði þeim leiðitamur við stjórn borgarinnar. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Ólafur hefur ítrekað tekið af allan vafa um að hann á sig sjálfur og hefur ekki sýnt nokkurn vilja til að gera málamiðlanir um stefnumál sín. Ólafur er örugglega mun klókari stjórnmálamaður en samherj- ar og andstæðingar hans ætla honum. Hann metur greinilega stöðuna á þá leið að hann hafi hreðjatak á Sjálfstæðisflokknum í borginni. Ástæðan er einföld. Þegar sjálfstæðismenn snöruðu Ólafi úr Tjarnarkvartettinum lögðu þeir tilveru sína í hendur honum út kjörtímabilið. Í fyrsta lagi vegna þess að með þeim gjörningi gengu þeir svo fram af öðrum flokkum í borginni að þar yrði ekki komið að opnum dyrum um mögulegt samstarf. Í öðru lagi, og umfram allt, gæti Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt það fádæma ábyrgðarleysi að hafa frumkvæðið að myndun þriggja meirihluta á einu kjörtímabili. Eins og málin hafa hins vegar þróast gæti það þó verið skárri kostur en að halda núverandi samstarfi áfram. Í nýrri skoðanakönnun Capacent, fyrir fréttastofu Stöðvar 2, kemur fram að einungis 28,5 prósent borgarbúa styðja flokkana sem mynda meirihlutann. Ef kosið yrði nú fengju Samfylkingin og Vinstri græn um 70 prósent atkvæða. Ólafur og Sjálfstæðis- flokkur myndu sem sagt gjalda afhroð. En það myndi Framsókn- arflokkurinn líka gera og sá möguleiki hlýtur að opna sprungur í þá miklu samstöðu sem flokkarnir í minnihlutanum hafa sýnt hingað til. Framsóknarflokkurinn nýtur hrakfara meirihlutans á engan hátt ólíkt hinum flokkunum í minnihlutanum. Þegar svo er komið hlýtur fulltrúi flokksins, Óskar Bergsson, að hugleiða ásamt baklandi sínu, hvort hann hafi ekki allt að vinna með að komast í borgarstjórn. Verða riddarinn á hvíta hestinum sem kemur á ró í ráðhúsinu, svo borgarbúar geti andað léttar. Óskar og Framsóknarflokkurinn hafa að minnsta kosti engu að tapa. Sjálfstæðisflokkurinn, varla heldur. Innan raða hans er mikill áhugi á að koma áformum um Bitruvirkjun aftur á kopp- inn. Þar er komið kjörið mál til að láta brjóta á. Óskar er yfirlýst- ur stuðningsmaður Bitruvirkjunar. Borgarstjóri andstæðingur. Spádómur um fjórða borgarstjórnarmeirihluta. Martröð í Ráðhúsinu JÓN KALDAL SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.