Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 24
[ ] Á Jökulsárlóni á Breiðamerk- ursandi verður haldin flugelda- sýning á morgun, laugardaginn 9. ágúst. Hið fallega náttúruundur, Jökuls- árlón, þar sem fljóta gríðarstórir ísjakar, er í um fjögurra tíma fjar- lægð frá höfuðborgarsvæðinu. Í lónið flæðir sjór og er það því blanda af sjó og fersku vatni. Árið 2005 var lónið orðið um 20 ferkíló- metrar. Árlega er haldin flugeldasýning á Jökulsárlóninu og verður hún haldin annað kvöld á miðnætti. Þetta er í níunda sinn sem sýning- in er haldin. Í byrjun var hún haldin sem eins konar kveðjuhóf fyrir starfsfólkið en ekki leið á löngu þar til þetta var orðinn stór atburður sem fólk af öllu landinu sótti með spenningi enda er glæsileiki sýningarinnar mikill. Flugeldasýningin í fyrra þótti einstaklega falleg og sögðu gestir hennar, sem voru um 900, að flug- eldarnir hefðu notið sín einstak- lega vel í logni og blíðu. Þeir lýstu upp ísjakana sem spegluðust í vatninu svo úr varð mikið sjónar- spil. „Fólk hefur sagt við mig að þetta sé eitt það fallegasta sem það hafi séð,“ segir Einar Björn Einarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar Jökulsárlón ehf. „Flugeldasýningin er alltaf haldin helgina eftir verslunar- mannahelgi úti á lóni og verður sýningin með svipuðu sniði og undanfarin ár. Flugeldum verður skotið upp vítt og breitt um lónið og mun útkoman verða einstak- lega falleg.“ „Við gerum þetta í samstarfi við Björgunarsveit Hornafjarðar. Hún hefur selt inn á þetta og fær allan ágóða. Verðinu er haldið í lágmarki, var 500 krónur í fyrra og ætli það verði ekki svipað í ár,“ segir Einar Björn. sigridurp@frettabladid.is Ljósin speglast í lóninu Flugeldarnir lýsa upp ísjakana sem speglast í vatninu. MYND/JÖKULSÁRLÓN Útsýnið á flugeldasýningunni er stórfenglegt. MYND/JÖKULSÁRLÓN Hvíld er mikilvæg. Um helgar er gott að hvíla sig vel og hlaða batteríin þannig að maður sé tilbúinn fyrir næstu vinnuviku. Síðumúli 3, S. 553-7355 Hæðasmári 4, S. 555-7355 Opið virka daga kl: 11-18, laugard. 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.