Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 28
fréttir M ér finnst alltaf jafn gaman að koma hingað heim til Íslands. Ég á bæði fjölskyldu hérna og marga góða vini sem ég reyni að heimsækja þegar ég get, en það gefst ekki oft tími til þess. Svo er íslenskur matur svo góður, ég hef borðað á mig gat síðan ég kom, kaffi og kleinur og ís- lenskt smjör,“ segir Huggy Ragnarsson, fyr- irsæta og ljósmyndari, sem hefur vakið mikla athygli sem dómari í þáttunum Britain‘s Next Top Model, en hún var stödd hér á landi í vik- unni. Huggy er með ýmislegt á prjónunum þessa dagana því ásamt því að hafa verið boðið að taka þátt í næstu þáttaröð í Britain‘s Next Top Model hefur hún einnig tekið að sér að dæma í alþjóðlegri ljósmyndakeppni á vegum raf- hlöðuframleiðandans Duracell. „Það stend- ur einnig til að ég komi hingað heim að vinna að verkefni, en það er ekki alveg frágengið og því get ég ekki farið nánar út í það.“ Huggy fluttist út til Bandaríkjanna aðeins ellefu mánaða gömul en segist þrátt fyrir það vera hreinræktaður Íslendingur. „Mér finnst ég vera íslensk í húð og hár þó að mörgum finnist kannski annað. Ég er mjög stoltur Ís- lendingur og geri það sem ég get til að kynna land og þjóð,“ segir Huggy. - sm OFURFYRIRSÆTAN HUGGY RAGNARSSON SITUR EKKI AUÐUM HÖNDUM Dæmir í alþjóðlegri ljósmyndakeppni Fyrrum fyrirsætan er orðin þekktur tískuljósmyndari. Tónlistarmaðurinn Gunnar Óla- son hefur verið að vinna að sinni fyrstu sólóplötu síðastliðin sex ár og fer nú að styttast í það að land- inn fái að hlýða á. „Fæðingin er búin að taka mjög langan tíma og stendur í raun yfir enn. Ég er að leggja lokahönd á lag sem von- andi kemur út í næstu viku,“ segir Gunnar um væntanlega plötu. Gunnar segist hafa verið að vinna með ýmsar ólíkar tónlistar- stefnur og því verði platan mjög fjölbreytt. „Lagið sem kemur út í næstu viku er reggí-lag af gamla skólanum. Það hefur blund- að í mér lengi að fá að prófa mig áfram með mismunandi tónlistar- stefnur og þessi plata er því ekki lík neinu sem ég hef gert hingað til. Þegar maður er í hljómsveit er maður í samvinnu við aðra tón- listarmenn og því verður tónlistin aldrei hundrað prósent þín eigin.“ Gunnar segist ekki hafa ákveð- ið útgáfudag plötunnar enn sem komið er, en vonast til að það verði fyrr frekar en seinna. „Tónlistar- menn kunna að taka sér tíma. Ég er enn að prófa mig áfram með plötuna og enn að breyta henni.“ Samhliða því að vinna að sinni eigin plötu hefur Gunnar verið að taka upp plötu með hljómsveit sinni, Skítamóral, og eru tvö lög af þeirri plötu væntanleg í spilun strax í næstu viku. Hljómsveitin hyggur einnig á tónleikaferðalag um landið í lok ágúst. „Við ætlum að taka smá rúnt um landið og spila í Reykjavík, á Akureyri og svo að sjálfsögðu í heimabænum, Selfossi,“ segir Gunnar að lokum. - sm Sólóplata væntanleg É g fór til Indlands að læra margmiðlunarhönn- un árið 2000. Ég kom heim eftir það, en flutti aftur út í kringum 2004, þá til að vinna fyrir hugbúnaðarfyrirtæki pabba míns,“ útskýr- ir Dísa Guðmundsdóttir, sem er búsett í borginni Puducherry á Suður-Indlandi. Þar hefur hún stofnað fyrirtækið D&G Agency, sem framleiðir meðal ann- ars hágæða fartölvutöskur fyrir íslenskar nútíma- konur. „Ég hafði alltaf mikinn áhuga á leðurhönnun og töskuhönnun, og fékk hugmyndina að „laptop“-tösk- unum þegar ég var að vinna hjá hugbúnaðarfyrir- tækinu. Ég hafði svo mikil not fyrir þær sjálf, var alltaf á ferðinni með fullt af farangri,“ útskýrir Dísa og hlær við. Hún hannar einnig föt, sem hún hefur selt á myspace-síðu sinni. Í mars á þessu ári stofn- aði hún svo D&G Agency og hannar töskulínuna dis- dis undir merkjum þess, en hún verður fáanleg hér á landi innan skamms. „Ég hef verið að kynna þetta í verslunum núna og það eru nokkrar sem hafa mikinn áhuga. Ég á í raun- inni bara eftir að velja hvar ég vil selja þær,“ segir Dísa. Línan nær bæði til fartölvutaska og minni veskja, sem henta sérlega vel fyrir næturlífið. Eins og sjá má er um hágæðahönnun að ræða, enda segist Dísa leggja mikið upp úr því að nota bestu fáanlegu hráefnin. „Ég geri töskurnar úr besta leðri sem völ er á. Rennilásar og smellur og allt þetta er allt mjög vandað,“ segir Dísa, sem hyggst senda frá sér nýja línu á hverju ári. Dísa hefur dvalist hér á landi í sumar, en snýr aftur til Indlands í október. Hún segir markmiðið þá vera að opna eigin saumastofu. „Í framtíðinni lang- ar mig svo að stækka töskulínuna og fara út í fleiri fylgihluti. Jafnvel skó, með tíð og tíma,“ segir hún og brosir. Hönnun Dísu má kynna sér betur á www.disdis. net og myspace.com/copycatnr1. sunna@frettabladid.is Dísa Guðmundsdóttir hannar töskur á Indlandi Töskur fyrir nútímakonur Tölvutöskurnar frá disdis höfða ef- laust til margra íslenskra kvenna sem þeytast um með lífið í töskunni. Minni veskin frá Dísu henta sérlega vel fyrir síðkvöld, þar sem í þeim er að finna hólf fyrir allt frá gemsa til púður- bursta. MYNDIR/JÓNATAN ATLI Væntanleg plata hefur verið í ein sex ár í vinnslu. MYND/EGILL „Ég ætla að vera á Hinsegin dögum alla helgina,“ segir Heimir Már Péturs- son, framkvæmdastjóri Hinsegin daga í Reykjavík - Gay Pride. „Í kvöld fer ég á tónleika með Carole Pope á Organ. Eftir það fer ég á strákaball Hinsegin daga á Tunglinu. Það hefst á miðnætti eftir tón- leika Carol Pope. Svo þarf ég að vakna hress næsta dag til að fara í Gleði- gönguna klukkan tvö. Allir sem ætla með þurfa að vera mættir klukkan tólf á Hlemm. Svo er ball um kvöldið á laugardaginn. Það verða dansleik- ir á Nasa, Organ, Q-bar og Tunglinu. Á Organ verða tónleikar með Stereo Total og Swivel. Ég fer væntanlega á alla þessa dansleiki. Eftir það veit- ir væntanlega ekki af að sofa út. Á sunnudagskvöldið fer ég í regnboga- messu í Dómkirkjunni.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga í Reykjavík Dísa Guðmundsdóttir er búsett á Indlandi, þar sem hún hannar vandaðar leðurtöskur undir heitinu disdis. MYND/ARNÞÓR YESMINE OLSSON GÆSUÐ Í gærkvöldi var Yesmine Olsson gæsuð af vinkvennahópi sínum, en eins og fram kom í Föstudegi ný- verið mun hún ganga að eiga unn- usta sinn Arngrím Fannar Haralds- son síðar í mánuðinum. Herlegheit- in byrjuðu á því að Yesmine var sótt á mótorhjóli niður í World Class, þar sem hún starfar sem einkaþjálfari. Ferðinni var þá heitið í Skeifuna þar sem hópurinn fékk kennslu í maga- og kjöltudansi og Yesmine þurfti að sýna danshæfileika sína. Næst var haldið niður á KR völl, en Yesmine æfði fótbolta um nokkurt skeið þegar hún var búsett í Svíþjóð svo hún var látin rifja upp gamla takta og taka þátt í æfingu með KR þar sem hún hljóp um í búningi liðsins með bleika kórónu. Kvöldinu lauk svo á veitingastaðnum Tapas. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjórn Sunna Dís Másdóttir sunna@frettabladid.is Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Marta María Jónasdóttir martamaria@frettabladid.is Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR Leyndarmálið felst í lögmáli aðdráttaraflsins. Allt sem gerist í lífinu löðum við að okkur. Leyndarmálið er falið innra með hverjum og einum og möguleikarnir eru endalausir. 2 • FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.