Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 30
MORGUNMATURINN: Ég er ekki nógu dugleg að borða morg- unmat og byrja yfirleitt daginn á könnu af kaffi. Í skólanum fæ ég mér svo ávexti og jógúrt. SKYNDIBITINN: Í Búdapest er hægt að fá allt sent heim; frá samlokum til sushi. Við vinkonurn- ar eigum það til að panta nokkrar gerð- ir af skyndibita og halda svo heljarinnar veislu fyrir spottprís. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Á Lizt Ferenc tér er uppáhaldsstaður- inn minn, Menza. Þegar ég vil gera vel við mig fer ég þangað. Ekki langt frá er pínulítill staður þar sem matseðillinn er handskrifaður og breytist dag frá degi. Ég er viss um að þar sé hægt að skapa rómantíska stemningu. UPPÁHALDSVERSLUN: Ég elska allar ávaxta- og grænmetis- búðirnar og markaðina. Það er mark- aður nálægt skólanum sem ég fer á í hverri viku og versla alltaf við sömu konuna. Hún veit af mér og velur bestu og fallegustu ávextina handa mér. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: Margrit Island er frábær staður til að fara í langa göngutúra, skokktúra og hitta skemmtilegt fólk. Szechenyi Bath er eldgamalt baðhús við City Park þar sem hægt er að hanga tímunum saman, liggja við bakkann, tefla í úti- lauginni eða flakka á milli misheitra lauga sem eiga að hafa lækningamátt. BEST VIÐ BORGINA: Almenningssamgöngur. Maður þarf aldrei að bíða lengur en um það bil fimm mínútur eftir tram, metro, trolley eða strætó og kemst hvert sem er auð- veldlega. Annars er Búdapest frábær borg, með örfáum undantekningum. LÍKAMSRÆKTIN: Ég byrjaði á að æfa leikfimi í pínulít- illi niðurgrafinni, ekta ungverskri líkams- ræktarstöð þar sem við skoppuðum í takt við euro-popp. Seinna fann ég svo capoeira-hóp og datt alveg inn í það. Þá daga sem ekki eru æfingar skokka ég eða fer í sund á Margrit Island. HVERNIG ER BEST AÐ EYÐA DEG- INUM: Piknik á Margrit Island og láta sólina steikja sig. Skella sér svo í hina risa- stóru Palantinus-laug sem er líka á eyj- unni og hefur að geyma átta mismun- andi laugar. Enda svo daginn á Szimpla Kert þar sem maður hittir aðra nem- endur, túrista, Ungverja og upp til hópa skemmtilegt fólk. Borgin mín BÚDAPEST INAM RAKEL YASIN háskólanemi T ískuvikan í Kaupmannahöfn hófst á miðvikudag. Helga Ólafsdóttir skrifar frá Kaup- mannahöfn um það sem fyrir augu bar á fyrsta kvöldi vikunnar, þar sem sumartískan fyrir næsta ár er mál málanna. NOIR Salurinn í Ráðhúsinu er dimm- ur, enda hefur stemning og aðal- litur Noir alltaf verið svart- ur. Þegar ljósin eru loks slökkt finn ég fyrir fiðrildum í magan- um þegar fyrstu tónar Sinfóníu- hljómsveitar Danmarks Radio sveima um salinn. Fyrirsæturnar svífa inn hver á eftir annarri í svörtum eða hvítum silkikjólum með fallegu ljósgráu, grafísku tíglaprenti. Fyrst var skófatnaðurinn svartir nylon-hnésokkar og silfurlit- uð kúrekastígvél. Seinna báru módelin svarta og gegnsæja plexígler-skó. Noir-kjólarnir eru bæðir þungir og léttir, margir svartir með hvítum herrraleg- um jakka yfir. Hvítur pels og stuttbuxur. Falleg hvít jakkaföt, hálsfesti úr fjöðrum og brjóst- in ber. Áberandi litir hjá Noir eru svartur og silfurhvítur, en einnig var pláss fyrir fallega bleika kjóla í Hollywood-stíl sjö- unda áratugarins. Módelin voru skreytt kolsvörtum fjöðrum og svargrænum varalit. Frábær sýning með lúxusbrag og undur- fögrum fötum. SUZANNE RUTZOU Fjórum tímum síðar liggur leið mín aftur í Ráðhúsið á sýningu Suzanne Rutzou, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Línan hennar verður fallegri með hverju ári. Sýningin hefst með falleg- um og litríkum kjólum og blúss- um skreyttum stórum fiðrild- um. Ég fæ aftur fiðrildi í mag- ann, ég er glöð að sjá svona litríka sýningu og fötin eru fal- lega sniðin. Margir bleikir litir, ferskur gulur og grænn, bland- að saman við hvítan og gráan. Einnig mátti sjá brúna og grá- brúna tóna, sem hafa verið í hvíld um tíma. Klofsíðar buxur og silfurleggings voru áberandi. Fallega munstr aðir kjólar með stórum og kassalaga öxlum. Pils- in og kjólarnir voru bæði stutt og gólfsíð. Að sýningu lokinni hringsnúast 130 fallegar flíkur í huga mér og ég er strax farin að hugsa um hvað ég eigi að kaupa mér frá Rutzou næsta sumar. STINE GOYA Ég bruna á næstu sýningu í Fred- eriksberg garðinum, þar sem ný- liðinn Stine Goya sýnir fjórðu línu sína. Hún er í miklu upp- áhaldi hjá blaðamönnum og var meðal annars tilnefnd til Gine- verðlaunanna sem Steinunn Sig- urðardóttir hlaut í fyrra. Sýning- in á að fara fram undir berum himni, en dregst sökum mikilla rigninga. Við setjumst í hring utan um svið með litlum tréhús- um, allir með regnhlíf. Sviðið er þurrkað og fyrirsæturnar koma út. Litlu tréhúsin eru nú orðin að mynstri sem skreytir kjóla og toppa. Litirnir eru rykugir eða „dusty“-blár, appelsínugulur og rauð- ur. Buxurn- ar eru háar í mittið eða klofsíð- ar. Stílinn mætti helst kalla upp- færðan Dynasty-stíl og snið- in eru kvenleg og nútímaleg. Í uppáhaldi hjá mér voru gulllitað- ar pallíettubuxur og sokkabux- ur þar sem annar sokkurinn var gulur en hinn appelsínugulur. Eftir hinar gullnu tuttugu mín- útur er ég orðin blaut í gegn og köld inn að beini. Ég get ekki hugsað mér að fara á síðustu sýn- ingu kvölds- ins, hjá undirlínu Bruuns Baz- aar, svona blaut og held því heim. Helga Ólafsdóttir skrifar frá Kaupmannahöfn Sumartíska næsta árs Nýjustu „trendin“ voru kynnt á CIFF Press-sýningunni. Tvílitar sokkabuxur á sýningu Stine Goya vöktu mikla athygli. Það þarf ekki að vera flókið að útbúa ljúffengt brauð sem meðlæti, í partýið eða fyrir útileguna. Fyrir þá sem ekki hafa tíma til að baka brauð frá grunni er þessi uppskrift tilvalin og veitir góða tilbreyting frá hefðbundnu hvítlauksbrauði. Mælt er með að nota ciabatta brauð en einnig er hægt að nota baguette. ÖÐRUVÍSI HVÍTLAUKS- BRAUÐ (FYRIR 6) 75 g ósaltað smjör 6 sólþurrkaðir tómatar niðurskornir 2 hvítlauksgeirar börkur af 1/2 sítrónu rifinn smátt 1 lítið búnt af steinselju, skorið smátt 1 stór hleifur af ciabatta brauði Forhitið ofninn í 180ºC með blæstri. Blandið smjörinu, tómötunum, hvít- lauknum, sítrónuberkinum og stein- seljunni saman í skál og krydd- ið með salti og pipar. Skerið djúpar skorur inn í brauðið með brauðhníf, setjið smjörblönduna inn í hverja skoru og pakkið brauðinu inn í ál- pappír. Bakið brauðið í fimm mínút- ur innpakkað, takið þá álpappírinn af og bakið í fimm mínútur í viðbót, eða þar til brauðið er orðið gullið. Einfalt og ljúffengt brauð LOSTÆTI VIKUNNAR Á sýn- ingu Ritzou mátti sjá brúna og grábrúna tóna. Svartur og silf- urhvít- ur voru áber- andi á sýn- ingu NOIR. Bleikur kjóll í Holly- wood- stíl sjö- unda áratug- arins á NOIR sýningunni.Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3 4 • FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.