Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 44
 8. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Skóli skapandi greina hjá Keili býður í haust upp á nám fyrir fólk sem vill skapa sér atvinnu út frá eigin viðskiptahugmynd. Frumkvöðlanámi sem byggir á eigin viðskiptahugmynd verður hleypt af stokkunum í skóla skap- andi greina hjá Keili í haust. Um er að ræða hnitmiðað nám á há- skólastigi í samvinnu við verk- fræðideild Háskóla Íslands og Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Námið miðar að því að nemend- ur fullvinni viðskiptahugmynd undir handleiðslu sérfræðinga. Þeir sækja námskeið í ýmsum greinum sem gagnast þeim sem vilja stofna fyrirtæki og má nefna verkefnastjórnun og áætlanagerð, fjármál og fjármögnun, gerð við- skiptaáætlana, lagaumhverfi fyr- irtækja, skapandi hugsun og tíðar- andagreiningu. „Við höfum náð að manna þessi námskeið með mjög öflugum hópi kennara, góðri blöndu af reynslu- boltum úr atvinnulífinu og frum- kvöðlastarfi ásamt öflugu ungu fólki sem býr að spennandi reynslu og menntun,“ segir Magnús Árni Magnússon, framkvæmdastjóri skóla skapandi greina og fyrrver- andi aðstoðarrektor á Bifröst. Skólinn verður til húsa í nýju orku- og frumkvöðlasetri á Kefla- víkurflugvelli sem hefur hlotið heitið Eldey, en húsið hýsti áður verkfræðideild bandaríska hers- ins. Magnús segir um fimmtán til tuttugu nemendur koma til með að hefja nám í haust. „Þeir munu geta nýtt sér fyrsta flokks að- stöðu í Eldey og aðgang að smiðj- um innan um frumkvöðla og fyrir- tæki sem verða með aðsetur þar á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar.“ Skóli skapandi greina er að hefja sitt fyrsta starfsár en hann er einn fjögurra skóla Keilis. Frumkvöðlanámið er eingöngu fyrsta námsbrautin innan skól- ans en verður þó jafnframt ein af meginstoðum hans. Skapandi greinar eru að sögn Magnúsar þær atvinnugreinar sem eru upprunnar í sköpunar- gáfu einstaklingsins en fela í sér möguleikann til tekju- og atvinnu- sköpunar með framleiðslu og hag- nýtingu hugverka. „Við ætlum okkur stóra hluti og viljum efla veg skapandi atvinnugreina á Ís- landi.“ - ve Hugmyndum komið í verk Magnús Árni Magnússon segir markmið skólans að efla veg skapandi atvinnugreina á Íslandi í góðri samvinnu við það fólk sem starfar við þessar greinar og þá skóla sem hafa sinnt hliðstæðri menntun. MYND/INGIGERÐUR SÆMUNDSDÓTTIR Háskólinn á Bifröst býður í fyrsta skipti upp á viðskiptanám sem kennt er á ensku nú í haust. Með þessu vill skólinn koma til móts við þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og einnig þá sem vilja nema fræðin á ensku og búa sig þannig undir framhaldsnám eða störf á alþjóðavettvangi. „Íslenskt samfélag er löngu orðið alþjóðlegt samfélag. Það er mögulegt að taka ígildi stúdents- prófs á ensku hér á landi. Hér býr fjöldi fólks af erlendum upp- runa, margt með erlendar próf- gráður, og eftirspurn eftir ensku- mælandi fólki á atvinnumarkaði hefur aldrei verið meiri,“ segir Ágúst Einarsson, rektor Háskól- ans á Bifröst. Viðtökurnar hafa verið góðar að sögn Kristínar Ólafsdóttur, mark- aðsstjóra Háskólans á Bifröst. „Aðsóknin hefur verið vonum framar, ef svo mætti að orði kom- ast, því við kynntum námið seint,“ segir Kristín. „Við tókum inn tut- tugu nemendur en þurftum að vísa jafnmörgum yfir í almennu viðskiptafræðina sem kennd er á íslensku.“ Flestir sem sóttu um viðskipta- námið á ensku hafa íslensku að móðurmáli, þó að í hópnum séu nemendur af erlendu bergi brotn- ir. „Það er annað að læra á ensku en íslensku, enda eru flestar bæk- urnar á ensku,“ útskýrir Krist- ín. „En fólk velur að læra á ensku af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna þess að það hyggur á fram- haldsnám erlendis, eða ætlar sér í meistaranám hér sem að mestu er kennt á ensku. Svo eru einn- ig einhverjir sem hyggjast starfa á alþjóðavettvangi og fyrir þá er þetta kostur.“ - tg Mikil aðsókn í nýtt nám Viðskiptanám á ensku er liður í alþjóðavæðingu háskólans á Bifröst að sögn Kristínar Ólafsdóttur, markaðsstjóra skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.