Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 47
arhöldin og hvort gleðigangan sé árlegur viðburður hjá honum. „Fyrir mér var Gay pride stór biti að kyngja á sínum tíma og mér fannst ekki eiga að þurfa að halda slíka göngu til að berjast fyrir rétt- indum samkynheigðra. Ég hefði frekar gengið í sjóinn en að ganga niður Laugaveginn sem samkyn- heigður maður fyrir tuttugu árum síðan, svo sterkir voru mínir eigin fordómar. Í dag sé ég þetta í öðru ljósi því þeir sem fóru upphaflega í gönguna í allri sinni dýrð voru að ryðja brautina fyrir svo marga aðra og Gay pride er án efa horn- steinninn í þeirri viðhorfsbreyt- ingu sem hefur átt sér stað í ís- lensku samfélagi síðastliðin ár. Í fyrra fór ég í fyrsta skipti í göng- una og var stoltur af því, þó svo að ég hafi ekki farið í glimmergalla eða gengið um með vængi,“ segir Karl og hlær, en þrátt fyrir við- horfsbreytinguna sem hefur orðið á síðastliðnum árum segir hann fordóma langt frá því að heyra sög- unni til. „Ég skil að vissu leyti fordóma fólks því fordómar eru fyrst og fremst byggðir á vanþekkingu. Það er frekar skondið þegar maður upp- lifir að fólki finnist samkynhneigð- ir vera eitthvert nýtt fyrirbæri. Ég var til dæmis nýverið að lesa við- tal við áttræðan mann sem var að tala um ástandið á hernámsárun- um og hvernig var að vera sam- kynhneigður á þeim tíma. Málið er bara að umræðan er tiltölulega ný og ég vildi óska að eldra fólk sæi þetta ekki sem einhvers konar tískubólu eða hlutskipti sem fólk hefur valið sér. Samkynhneigð er það síður en svo, ekkert frekar en meðfætt útlit. Það velur sér enginn heilvita maður af fúsum og frjáls- um vilja þessa þrautargöngu sem ég upplifði varðandi kynhneigð mína í æsku,“ útskýrir Karl. „Þó svo að fordómar hafi minnk- að gífurlega með aukinni umræðu telja margir sig vera fordóma- lausa þar til njólinn sprettur upp í þeirra eigin garði. Þá þurfa marg- ir að horfast í augu við sjálfa sig. Að mínu mati eru því miður alltof miklir fordómar enn fyrir hendi, en umburðarlyndið hefur vissu- lega aukist,“ bætir hann við. Endurheimti trúna „Satt best að segja finnst mér bara stórmerkilegt að núna, árið 2008, sé samkynhneigð enn þá umfjöll- unarefni og „issue“ hjá þjóðkirkj- unni og fleiri trúfélögum, eins og verið hefur,“ segir Karl. „Ég hef alltaf verið trúaður og hlaut mjög trúarlegt uppeldi, en fannst ég myndi aðeins vera vel- kominn í kirkju ef ég héldi mér saman og bæri ekki hneigðir mínar á torg. Kvikmyndin The Pass- ion með Mel Gibson hafði gríðar- leg áhrif á mig. Að horfa á píslar- gönguna minnti mig á hvernig ég upplifði mína „gay göngu“ og hvað mér fannst guð hafa yfirgefið mig, líkt og Jesú upplifði á krossinum. Ég endurheimti trú mína fimm- falda eftir þessa kvikmynd, því ég gat séð sjálfan mig í þrautargöngu Jesú Krists. Hann sagði svo eftir- minnilega; Dæmið ekki, svo þér verðið ekki dæmdir – er þá ekki rangt að halda að guð hafni manni á forsendum kynhneigðar manns? Ég trúi því ekki að samkynhneigðir séu bara slys í sköpunarverki guðs eins og sumir telja og finnst erfitt að meðtaka að allir kristnir menn skuli ekki af guðlegri mildi geta horft á okkur sem jafningja sína. Mér hefur vissulega alltaf þótt það sérstakt að mega hljóta skírn, fermingu og greftrun í kirkju en ekki sambúðarvígslu, þó sem betur fer séu þessi mál nú komin í betri farveg og mikið og gott starf verið unnið innan kirkjunnar. Fyrir mér er þetta einfaldlega spurning um grundvallarmannréttindi og að allir séu jafnir. Það þarf ekki að heita hjónaband fyrir mér en ég vil sem kristinn maður geta leitað til kirkjunnar minnar eftir bless- un og vígslu á sambúð minni við maka minn og setið við sama borð til jafns við aðra menn. Við erum jú öll jöfn fyrir guði,“ segir Karl. „Orðin; Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ hef ég oft haft í huga þegar mér hefur ofboðið umræðan og þegar á móti hefur blásið. Ég veit vel að það er ekki hægt að breyta gömlum og rótgrónum hugsunarhætti á einni nóttu, þar er margt sem kemur til og er samofið breytilegum lífsvið- horfum, siðferðisvitund og hefð- um eldri kynslóða. Auðvitað tekur þetta sinn tíma þó gott væri nú að fara að spýta aðeins í lófana. Við samkynhneigðir þurfum líka að sýna umburðarlyndi, tillitssemi og skilning og virða tilfinningar og persónulegar skoðanir okkar eldri bræðra og systra.“ Með báða fætur á Íslandi Frá því að Karl flutti frá Skaga- strönd fyrir 25 árum hefur hann meðal annars verið búsettur í Brus- sel, Berlín, Los Angeles og London þar sem hann hefur starfað bæði við förðun og hárgreiðslu. Nú er hann fluttur aftur heim til Íslands þó svo að einstaka vinnuferðir til Evrópu tilheyri enn starfi hans. „Það voru ýmsar tilviljanir og verkefni sem leiddu mig aftur hingað heim. Þá uppgötvaði ég að hér líður mér vel og ég var búinn að afgreiða útrásina, allavega í bili. Nú er ég tilbúinn að gera eitt- hvað nýtt og miðla þeirri þekk- ingu sem ég hef öðlast,“ segir Karl sem hefur síðastliðin fimm ár rekið tískuvöruverslunina Næs Connection í Kópavogi með syst- ur sinni. Þessa dagana eru þau að gera breytingar á rekstri fyrir- tækisins og ætla að loka verslun- inni í bili. „Ég mun opna í húsnæðinu í Hæðasmára vinnustúdíó um mán- aðamótin sem verður allt í senn hárgreiðslustofa, ljósmyndastúd- íó og skóli, en ég mun bjóða upp á ýmis námskeið tengd hárgreiðslu og förðun, jafnt fyrir fagfólk sem almenning og einstaklinga,“ út- skýrir Karl. „Í dag líður mér mjög vel og mér finnst ég ekki lengur þurfa að sanna neitt fyrir neinum. Ég veit hver ég er og hvað ég stend fyrir og er sáttur í eigin skinni. Ég er frjáls maður og ef mér dytti til dæmis í hug að flytja á Grundar- fjörð og gerast meðhjálpari myndi ég hiklaust gera það án þess að hugsa um hvað öðrum fyndist. Það hlýtur að vera markmið allra í líf- inu að lifa í sátt við sjálfan sig og það sem maður er að gera,“ segir Karl að lokum og brosir. 8. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR • 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.