Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 78
42 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA Gríðarlega mikill viðbúnaður er vegna komu Erics Clapton og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að forsetaembætt- ið hafi krækt sér í miða á tónleikana. Tónleikahaldarar hafa gert ráðstafanir til að taka á móti Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff bakdyramegin svo þau lendi ekki í mann- þröng. Eric Clapton lenti hér á landi á einkaþotu sinni í gær og mun dvelja hér fram á laugardag. Tónleik- ar hans í Egilshöll verða í kvöld og stígur hann á svið klukkan 21. Þegar hafa 13 þúsund manns tryggt sér miða á tónleikana sem verða þeir næststærstu sem haldnir hafa verið hér á landi. Aðeins Metallica- tónleikarnir slá þessum við. Ellen Kristjánsdóttir hitar upp ásamt hljómsveit sinni frá klukkan 20. Þrjátíu manna gengi kemur með Clapton og er sérstakur maður sem hefur það hlut- verk eitt að vakta gítarsafn þessa mesta gítargoðs rokksögunnar, safn sem meta má á tugi milljóna. Egilshöll opnar klukkan 18 og eru tónleikagestir, sem verða hátt í 14 þúsund talsins, hvattir til að gefa sér góðan tíma til að koma sér til og frá höllinni. Auk bíla- stæða við Egilshöll hafa tónleika- haldarar bent á stæði við íþrótta- hús Fjölnis, Borgarholtsskóla, Rimaskóla og Spöngina. Enn eru til miðar á tónleikana en verði ekki uppselt í forsölu verða miðar seldir í Egilshöll á tónleikadag. - fb/jbg Forsetahjónin í Egilshöll á Eric Clapton ERIC CLAPTON Sérstakur maður er í því að sjá um og vakta gítarsafn goðsins, safn sem meta má á tugi milljóna. DORRIT Hún er rokkunnandi eins og dæmin sanna og hefur vitaskuld tryggt sér miða á Clapton. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Örn Arnarson 2 Júlíus Kemp 3 London LÁRÉTT 2. hland, 6. í röð, 8. farfa, 9. stefna, 11. karlkyn, 12. töng, 14. einkennis, 16. tveir eins, 17. segi upp, 18. utan, 20. tveir eins, 21. kvenklæðnaður. LÓÐRÉTT 1. fituskán, 3. gangflötur, 4. eyja í Miðjarðarhafi, 5. stykki, 7. hnöttur, 10. hestaskítur, 13. fley, 15. þekking, 16. stígandi, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. piss, 6. rs, 8. lit, 9. átt, 11. kk, 12. kjafi, 14. aðals, 16. rr, 17. rek, 18. inn, 20. yy, 21. sarí. LÓÐRÉTT: 1. brák, 3. il, 4. sikiley, 5. stk, 7. stjarna, 10. tað, 13. far, 15. skyn, 16. ris, 19. nr. Þeir Auðunn Blöndal og Kjartan Guðjónsson hafa nú snúið bökum saman og sitja að skrifum á nýrri gamanþáttaröð. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins er vinnuheiti þáttanna Heima- vistin og munu þeir fjalla um tvo kauða sem eru rekn- ir úr vinnu á flugvelli og ákveða því að fara í heima- vistarskólann á Laugarvatni. Þeir Kjartan og Auðunn munu leika þessa tvo náunga sem halda að þeir verði aðalmennirnir þegar á heimavistina er komið, og geti þar vaðið í píum og brennivíni. Auðunn hefur eilitla reynslu af viðfangs- efninu en hann var eina önn í heimavist á Sauðárkróki þegar for- eldrar hans fluttu suður. Ekki er vitað um reynslu Kjartans af heimavist. Stefnt er að því að þætt- irnir fari í tökur næsta vor en um átta þætti er að ræða, til að byrja með. Fái þættirnir góðar viðtökur mætti ætla að fleiri verði gerðir. Það er Stöð 2 sem er á bak við þættina en Auðunn er samningsbundinn stöð- inni. Báðir eru þeir reyndir í að skrifa grínþætti eða leika í þeim en báðir komu þeir að Stelpunum en Auð- unn skrifaði og lék einnig í Svínasúpunni. Hvorki náðist í Auðun né Kjartan við vinnslu fréttar- innar. - shs Skrifa þætti um heimavist AUDDI BLÖNDAL Hefur reynslu af heimavist en hann dvaldi eina önn á heimavistinni á Sauðárkróki. KJARTAN GUÐ- JÓNSSON Skrifar gamanþætti með Audda sem hafa hlotið vinnuheitið Heimavistin. „Já, ég hef verið í tuttugu ár í Þjóð- leikhúsinu. Þetta þróaðist bara svona,“ segir Jóhann Sigurðarson, einn ástsælasti leikari þjóðarinn- ar, sem jafnan gengur undir nafn- inu Jói stóri. Hann hefur skrifað undir fastan samning við Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, og mun því leika í Borgarleikhúsinu á næstunni. Jói hefur verið einn af burðarás- um Þjóðleikhússins lengi og hlýtur að sæta tíðindum þegar hann færir sig um set. Jói segir tímana breytta síðan menn voru annaðhvort Þjóð- leikhúsleikarar eða LR-leikarar. „Þetta hefur breyst og mikil hreyf- ing á leikurum á undanförnum árum. Meira rúnt á leikurum milli húsa og menn ekki eins fastir á básum,“ segir Jói sem telur þessa þróun jákvæða fyrir leikhúslífið og listamennina. „Hollt fyrir alla. Ég var í launalausu leyfi en hélt samningi mínum við Þjóðleikhúsið og var í Ivanoff. Hugsanlega verð- ur sú sýning tekin upp og þá verða leikhússtjórarnir að semja um það sín á milli hvort ekki megi lána menn milli húsa,“ segir Jói sem reyndar hóf sinn feril hjá LR og lék þar baki brotnu í einum 600 sýning- um nýskriðinn úr skóla. Magnús Geir hrósar happi, safn- ar vopnum sínum og leikarahópurinn er að taka á sig athyglisverða mynd. Hann hefur einnig fastráðið við Borgar- leikhúsið Þröst Leó Gunn- arsson sem einnig var hjá Þjóðleikhús- inu auk leikara sem voru með honum fyrir norðan; Jóhannes Hauk Jóhannes- son og Guðjón Davíð Karls- son. Að auki eru þau Hall- grímur Ólafsson, Kristín Þóra og Björn Thors komin á fastan samning hjá Magn- úsi. Jóhann fer með aðalhlutverk- ið í jóla- sýningu Borg- arleik- húss- ins ásamt skólasystur sinni, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, en Kjartan Ragnarsson leikstýrir verkinu Milljarðamærin snýr aftur eftir Dürrenmatt. „Ég hugsa að það muni vekja eftirtekt enda á það ótrúlega vel við á Íslandi dagsins í dag,“ segir Magnús. Og sjá menn eitthvað kunnuglegt við þetta plott? Kona snýr til baka í ótilgreindan smábæ þaðan sem hún hrökklaðist ung. Hún hefur auðgast verulega og vill láta eftir bæjarfélaginu og bæjarbúum, sem eru á vonarvöl, fúlgur fjár að uppfylltu einu skilyrði. Hún vill réttlæti – að fyrrverandi eig- inmaður hennar verði drepinn. jakob@frettabladid.is JÓHANN SIGURÐARSON: MIKIL HREYFING INNAN LEIKHÚSANNA Jói stóri í Borgarleikhúsið MAGNÚS GEIR Er að safna vopnum sínum og hefur krækt í stórleikarana Jóa stóra og Þröst Leó meðal annarra. JÓI STÓRI Er nú kominn á samning hjá Leikfélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið í tuttugu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við vorum að enda við að hlusta á Paper Planes með M.I.A. Annars er það allur skal- inn, frá Ellý Vilhjálms til Kylie Minogue. Frá Páli Óskari yfir í harðasta dauðarokk.“ Melkorka Sigríður Magnúsdóttir dansar og semur með Hreyfiþróunarsam- steypunni. Tónlistarmaðurinn Jakob Smári Magnússon er einn af skemmtilegri bloggurum landsins en popparar hafa verið að gera sig æ meira gildandi á þeim vettvangi. Nýverið ætl- aði bókstaflega allt um koll að keyra í þeirri kreðsu eftir öfluga færslu Jakobs þar sem hann lýsti því yfir að Ingó og Veðurguð- irnir væru sennilega það versta sem komið hefur fram í íslenskri dægur- lagatónlist frá því Árni Johnsen fyrst opnaði á sér munninn. Ótrúlega margir íslenskir tónlistarmenn komu skrámaðir út úr þeim ýfingum sem urðu. Öflug færsla Jakobs Smára kveikti funheitar umræður í athugasemda- kerfinu hans en einn helsti bloggari landsins og poppfræðingur, sjálfur Jens Guð, lýsti sig sammála Jakobi – að ýmislegt væri nú ómerkilegt í poppheimum – til þess eins að fá eina helstu stjörnu landsins kolbrjálaðan í höfuðið. Magni hjólar í Jens með látum, segir fátt sorglegra en miðaldra maður sem situr dagana langa – vonandi klæddur – fyrir framan tölvuna og bloggar. Segir að hann sé nýkom- inn frá því að skemmta 15 þúsund manns á þjóðhátíð með Á móti sól og allir sungu með. Hann frábiður sér snobb af þeirri tegund sem Jens og menn á borð við Arnar Eggert á Mogganum hafa tamið sér. Í gær var sagt frá meintum veiðum Þrastar Leós Gunnarssonar í Trostansfirði, þar sem menn moka upp fiski og þeirri staðreynd að óprúttnir aðilar hafa veitt þar án leyfis. Þröstur mun þó ekki hafa verið við veiðar í Trostanfirði heldur mokar hann upp silungi í Fossfirði sem er inni í Arnarfirði, sem og á Bíldudal. Veiðin á þessum slóðum er svo mikil að menn þurfa að horfa rúm tuttugu ár aftur í tímann til að finna sambærilegt fiskirí. -jbg/shs FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.