Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 1
NÆSTUM NYIR BILAR www.heklanotadirbilar.is PEKING 2008 Átta af bestu körfu- boltaleikmönnum heims úr NBA- deildinni eltu Ragnheiði Ragnarsdóttur sundkonu á röndum í Ólympíuþorp- inu í gær. Sýndu þeir henni, sem og Rögnu Ingólfs- dóttur, mikinn áhuga og skoruðu Rögnu meðal annars á hólm í badminton. „Ég veit ekki hvernig þessir kallar haga sér í þessum ferðum en við tókum ekkert í þetta þannig,“ sagði Ragna, aðspurð hvort NBA-stjörnurnar hafi gengið á eftir þeim með grasið í skónum. - hþh / hbg / sjá síðu 42 NBA-stjörnur á ÓL í Peking: Eltu íslensku stelpurnar um Ólympíuþorpið VIÐSKIPTI Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson fara fyrir kaupum á tveimur leikhúsum í Stokkhólmi; Göta Lejon og Maxim Teater- en. Göta Lejon er eitt af stóru leikhúsum Svíþjóðar og tekur helmingi fleiri í sæti en Þjóðleikhúsið. Rekstur leikhús- anna hefur verið í höndum Árna og Kristjáns frá síðasta vetri en nýlega var gengið frá kaupunum. Þeir félagar eru báðir búsettir í Stokkhólmi þar sem leikhússtarf- seminni, sem þeir hafa verið að vinna að á Norðurlöndunum, hefur vaxið ásmegin, hvort heldur varðar framleiðslu leikrita eða söngleikja. - ghh /sjá síðu 10 Íslendingar kaupa í Svíþjóð: Stórtækir í sænsku leikhúsi LEBRON JAMES MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 9. ágúst 2008 — 214. tölublað — 8. árgangur heimili&hönnunLAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2008 ● HÖNNUN Austræn áhrif ● UPPÁHALDS Með hundinn uppi á vegg ● INNLIT Í heimsókn á Korpúlfsstaði H EI M IL I& H Ö N N U N SAMGÖNGUR Stjórn Strætós bs. tekur síðar í mánuðinum afstöðu til þess hvort dregið verði úr akstri vegna fjárhagsörðugleika fyrirtækisins. Stjórnendur fyrir- tækisins hafa lagt fram tillögu þess efnis. Samkvæmt henni verða færri ferðir eknar á kvöld- in og um helgar og akstur um helgidaga hefst síðar en nú. Þá verður akstur á fjölförnustu leið- unum einungis með 15 mínútna millibili á annatíma, ekki yfir allan daginn eins og nú er. Samkvæmt greinargerð vantar 300 milljónir upp á til að endar nái saman hjá fyrirtækinu. Þar af eru 140 milljónir vegna hærri strætó-vísitölu, en hún mælir verðhækkanir vegna verktöku. Þá hefur hækkun á olíu kostað fyrirtækið 90 milljónir. Borgarráð fjallaði í vikunni um stöðu Strætós og var erindinu vísað til umhverfis- og sam- gönguráðs. - kóp /sjá síðu 4 Tillögur um skerta þjónustu Strætós bs. vegna fjárhagsörðugleika: Strætóferðum fækkar verulega MÚLASTOFA Á VOPNAFIRÐI Safn til heiðurs bræðrunum Jóni Múla og Jónasi Árnasonum opnað á Vopnafirði í dag. 38 FORDÓMARNIR ERU Á UNDANHALDI Maríus Sverrisson og Ragnhildur Sverrisdóttir settust á rökstóla og ræddu um gleðigöng- una, Lindsay Lohan og hómófóbíuna Á RÖKSTÓLUM 22 VEÐRIÐ Í DAG GOTT VEÐUR Í dag verða norð- austan 3-8 m/s. Skýjað og þurrt að mestu austan og suðaustan til annars víða bjart með köflum. Hiti 10-16 stig, hlýjast í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. VEÐUR 4 12 13 12 1315 ÁRNI ÞÓR VIGFÚSSON DÓMSMÁL Breyta ætti lögum um nálgunar bann í þá veru að lögregla tæki ákvörðun um bannið en ekki dómarar, að mati Björgvins Björgvinssonar, yfir- manns kyn ferðis brotadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hægt yrði síðan að skjóta slíkri ákvörðun til dómstóla. Karlmanni, sem grunaður er um að hafa beitt konu sína ítrekað grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega, er nú frjálst að umgangast hana, eftir að Hæsti - réttur hafnaði kröfu lögreglu um nálgunarbann á hendur honum. „Nálgunarbann á að vera úrræði sem hægt er að beita til- tölulega fljótt,“ segir Björgvin. „Þetta stað festir að þvingunar- úrræðið virðist ekki þjóna upp- haflegum tilgangi sínum sem skyldi.“ Spurður hvort hann telji kon- unni stafa hætta af manninum segir hann það alveg ljóst að ærnar ástæður séu fyrir því að lögregla ákvað að fara fram á nálgunarbannið. Allsherjarnefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar nýtt laga frum- varp Björns Bjarnasonar dóms - málaráðherra um nálgunarbann. Í umræðum um frumvarpið nefndi Björn að hann hefði heyrt gagn rýni af þessum toga, og hvatti allsherjarnefnd til að skoða það álitaefni ásamt öðrum. Björn vitnaði þó til athuga- semda með frumvarpi um með- ferð opin berra mála frá árinu 2000, þar sem segir að „þegar haft sé í huga þvingunareðli nálg- unarbanns og þær hömlur sem felast í slíku banni þyki rétt vegna réttaröryggis að fela dóm- stólum að [ákveða] hvort úrræð- inu verði beitt“. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, tekur undir með Björgvini og segir lögreglu tví- mælalaust eiga að hafa heimildir af þessu tagi. - sh / sjá síðu 6 Nálgunarbann verði undir lögreglu komið Lögregla ætti að úrskurða um nálgunarbann, ekki dómarar. Þetta segir yfir - maður kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar. Það sé úrræði sem grípa þurfi til með litlum fyrirvara en þjóni illa upphaflegum tilgangi sínum. GLÆSILEGIR FULLTRÚAR Íslenski hópurinn var prúðbúinn þegar hann gekk inn á Ólympíuleikvanginn í Peking við setningar - athöfnina í gær. Athöfnin þótti óvenju glæsileg og var mál manna að hún hefði heppnast vel. Frjálsíþróttafólk Íslands missti af athöfninni líkt og sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.