Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 4
ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Ómissandi í veisluna! 4 9. ágúst 2008 LAUGARDAGUR SAMGÖNGUR Strætó bs. á í fjárhags- vanda og telja stjórnendur fyrir- tækisins að 300 milljónir vanti upp á reksturinn á þessu ári. Í greinargerð þeirra, sem lögð var fyrir borg- arráð í vikunni, fylgir með til- laga um hvernig hægt væri að taka á vandan- um með því að skerða akstur- inn. Stjórn fyrirtækisins hefur ekki tekið afstöðu til tillögunnar og er nú verið að kynna hana fyrir eig- endunum. Komi ekki til skerðingar þarf frekari framlög sveitarfélag- anna. Ármann Kr. Ólafsson, stjórnar- formaður Strætó, segir alls óvíst hvað verði ofan á. „Við munum taka ákvörðun þar um á næsta stjórnar- fundi. Sjálfur tel ég líklegast að fram komi tillaga um sambland af skerðingu og auknu framlagi.“ Í greinargerðinni er vandinn sagður tvíþættur; annars vegar uppsafnað tap fyrri ára og hins vegar gengisþróun og hækkun á olíu, launum og aðföngum. Svokölluð Strætó-vísitala mælir verðhækkanir vegna verktöku. Hún hefur hækkað um rúm 13 pró- sent undanfarna 12 mánuði, eða um 140 milljónir. Þá hefur 50 prósent hækkun á olíu kostað fyrirtækið 90 milljónir, hækkun varahluta 30 milljónir, orðnar og yfirvofandi launahækkanir 25 milljónir og hátt vaxtastig 15 milljónir. Eigendur fyrirtækisins gripu til aðgerða vegna skuldastöðu fyrir- tækisins og í nóvember í fyrra hófst innborgun á nýju 550 milljón króna framlagi, sem stendur til september á næsta ári. Stjórnend- ur Strætó segja það hvergi nærri duga til og miðað við stöðu eigin fjár í árslok 2007 vanti um 400 til 500 milljónir til að koma eiginfjár- stöðu í jákvætt horf. Þá kemur fram að þrátt fyrir eflingu leiðarkerfisins hafi far- þegum ekki fjölgað það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Er það þvert ofan í væntingar. Verði farið eftir tillögunum um skerðingu mun akstur verða minni um helgar og á kvöldin en nú er. Þá verður tíðni á þremur fjöl- förnustu leiðunum minni en hún nú er utan álagstíma. Þá er lagt til að skerðing á hringleiðum og akstur á jaðarsvæðum - Álftanesi og Akranesi til dæmis - verði könnuð. Stjórn Strætó kemur saman 29. ágúst. kolbeinn@frettabladid.is Hugmyndir um að fækka strætóferðum Stjórnendur Strætó bs. hafa lagt til að dregið verði úr þjónustu fyrirtækisins vegna rekstrarvanda. Uppsafnað tap, gengisþróun og olíuverð orsök vandans. STRÆTÓ Hugmyndir um skerðingu þjónustu vegna rekstrarvanda liggja nú fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ÁRMANN KR. ÓLAFSSON DRÖG AÐ SPARNAÐI a. Helgidagaakstur hefjist kl. 12 í stað kl. 10. b. Laugardaga verði tíðni 60 mín. kl. 6.30 - 12.00. c. Leið 2 verði alfarið á 30 mín. tíðni á sama hátt og leið 5. d. Kvöld virka daga og laugardaga verði tíðni 60 mín. eftir kl. 19. e. Leið 1, 3 og 6 verði 15 mín. tíðni á annatíma (er nú allan daginn). Skerðing hringleiða og aksturs á jaðarsvæði, leiðar 23, 25 og 27, verði könnuð. VELFERÐARMÁL Tillögu VG um að slíta viðræðum velferðarsviðs við Heilsuverndarstöðina var í borgarráði á fimmtudag vísað til umsagnar velferðarráðs. Tillagan var rökstudd með því að borgarráð hefði verið blekkt með því að húsnæði, sem Heilsu- verndarstöðin sagðist hafa aðgang að, hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta, áður en fjallað hafi verið um samstarf við stöð- ina hjá ráðinu, þann 9. apríl. Um ræðir búsetuúrræði fyrir fíkla í eftirmeðferð, sem til stendur að verði í Norðlinga- holti. Þorleifur Gunnlaugsson, full- trúi VG, minnir á að umræddir fíklar hafi verið á hrakhólum í eitt og hálft ár, síðan Byrginu var lokað. Skrifstofustjóri á velferðar- sviði, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, vísar spurningu um hvort borg- arráð hafi verið blekkt til Heilsu- verndarstöðvarinnar. „Aðrar upplýsingar en þær sem við fengum frá þeim lágu ekki fyrir.“ Ástæða þess að enn hafi ekki verið gengið frá málinu sé sú að beðið sé eftir upplýsingum. Hún treystir sér ekki til að setja tímamörk, en hún eigi ekki von á því að beðið verði lengur en í nokkrar vikur enn. Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, segir að ekkert hafi verið ákveðið um hvað verði úr, gangi samningar við Heilsu- verndarstöð ekki eftir. - kóþ Fulltrúi VG hvetur velferðarráð til að slíta viðræðum við Heilsuverndarstöðina: Borgarráð blekkt í viðræðum STELLA VÍÐISDÓTTIR ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON HÁTÍÐARHÖLD Fjölskylduhátíð verður haldin í Vogunum í dag. Hátíðin hefst klukkan hálftíu með dorgveiðikeppni. Milli tvö og fimm verða ýmis skemmtiatriði í boði. Klukkan hálftvö mun forseti Íslands afhjúpa útilistaverk á Eyrarkotsbakka. Verkið, sem er eftir Erling Jónsson, er minnis- varði um sjómennsku og útgerð á svæðinu. Um kvöldið verður svo hverfagrill á þremur stöðum í Vogunum. Hátíðinni lýkur með flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitarinnar Skyggnis klukkan hálftólf á miðnætti. - ges Hátíðarhöld í Vogunum: Hverfagrill og veiði í Vogum UMHVERFISMÁL „Það hefði verið gott að geta haft þann valmögu- leika að nota orkuna í eitthvað annað en álver. En nú er umhverf- isráðherra búinn að festa orkuna við þetta ákveðna verkefni,“ segir Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður um úrskurð Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra um að meta skuli heildstætt áhrif allra framkvæmda vegna álvers á Bakka við Húsavík. Segir hann úrskurð ráðherra gera það að verkum að öll orka sem fáist á svæðinu verði bundin við álver. Hana megi því ekki nýta til annarra framtíðarverkefna á svæðinu. - ovd Úrskurður ráðherra: Öll orkan í álver GUANTANAMO, AP Dómurinn er „löðrungur í andlit“ Bush- stjórnarinnar, segir David Remes lögmaður um fyrsta dóminn sem sérdómstóll á vegum Bandaríkja- hers felldi yfir fanganum Salim Hamdan, fyrrverandi bílstjóra Osamas bin Laden, sem hefur verið í haldi hersins á Kúbu í rúm fimm ár. Dómurinn varð mun vægari en búist var við. Saksóknarar höfðu krafist 30 ára fangelsis hið minnsta, en niðurstaðan varð fimm og hálft ár, sem þýðir að hann á aðeins eftir að afplána fimm mánuði af dómnum. „Þeir ákváðu að gera þetta að prófmáli, en reiknuðu aldrei með að fá svona hranalegt afsvar,“ segir Remes, sem er lögmaður fimmtán annarra fanga í Guant- anamo-búðunum. - gb Vægur Guantanamo-dómur: Kjaftshögg fyrir Bush-stjórnina FANGABÚÐIRNAR Á KÚBU Bandaríkjaher heldur enn nærri 300 föngum þar án dóms og laga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sprengjur aftengdar Sprengjusérfræðingar aftengdu í gær þrjár sprengjur sem komið hafði verið fyrir á ferðamannastöðum við Baska- landsströnd Frakklands við Biscaya- flóann. Látið var vita um sprengjurnar með nafnlausri hringingu í neyðar- línuna fyrir dögun. Sprengjurnar voru „veikar og lélegar“, að sögn lögreglu. FRAKKLAND BANDARÍKIN, AP Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verður meðal ræðumanna á landsþingi Demókrataflokksins nú í lok ágúst. Á þinginu verður Barack Obama formlega útnefnd- ur forsetaefni flokksins. Clinton hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Obamas, en hann nýtur enn mikilla vinsælda í röðum demókrata. Hann var eindrægur stuðningsmaður eiginkonu sinnar, Hillary, í baráttunni um útnefningu flokksins. Hillary Clinton verður aðal- ræðumaður á öðru kvöldi landsþingsins, sem hefst 25. ágúst. - gb Landsþing demókrata: Clinton meðal ræðumanna BILL OG HILLARY Verða áberandi á landsþinginu í Denver. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 20° 20° 23° 24° 19° 25° 23° 23° 21° 29° 33° 24° 23° 26° 28° 32° 17° 7 9 13 15 Á MORGUN 8-20 m/s Hægast austan til. MÁNUDAGUR 3-8 m/s 12 13 12 12 13 12 13 10 5 6 3 4 4 12 4 5 4 9 12 11 1413 9 11 13 GLEÐIGANGA OG FISKISÚPA Tveir stórir viðburðir eru í dag. Fiskidagurinn mikli á Dalvík og Gleðigangan mikla á Hinsegin dögum. Á báðum þessum stöðum eru horfur á fínasta veðri, hægum vindi og þurrki og ýmist hálf- eða léttskýjað. Hitinn verður sýnu meiri í Reykjavík eða í kringum 15 stig þegar best lætur. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur GENGIÐ 08.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 162,0081 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 82,59 82,99 158,84 159,62 124,72 125,42 16,717 16,815 15,602 15,694 13,283 13,361 0,7519 0,7563 131,47 132,25 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.