Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 8
Styrkur frá NATA Samstarf á sviði ferðamála milli Grænlands, Íslands og Færeyja Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði ferðamála milli landanna þriggja geta leitað eftir aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir, ferðir eða því um líkt. Umsóknir skulu fela í sér samstarf milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta. Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum: Menntun Dvöl til að kynna sér aðstæður, faglegar námsferðir, skólaferðalög, menntun á sviði ferðamála, rannsóknir o.s.frv. Þróun ferða Siglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (short break) o.s.frv. Samstarf þjóða í milli Menningartengdir viðburðir, skólaferðir, íþróttaferðir, vinabæjatengsl o.s.frv. Markaðssetning og skilgreining ferðamennsku Allar umsóknir skulu vera á þar til gerðum eyðublöðum. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal leggja fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og fjárhagsáætlun. Umsóknir skulu vera á dönsku eða ensku og sendast til: NATA c/o Ferðamálastofa Lækjargata 3, 101 Reykjavík Lokafrestur til að senda umsóknir er til 29. ágúst 2008. Umsóknareyðublað má nálgast á vef Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi. Markmið samningsins er að auka skilvirkni í samstar aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvinnuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta. 8 9. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Fjórir í gæsluvarðhald Fjórmenningar á milli þrítugs og fimmtugs hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til mánudags. Þeir eru grunaðir um þjófnaði og innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Í fórum þeirra fannst þýfi úr innbrotum sem framin voru um síðustu helgi. Hluta þýfisins hefur verið komið til skila. DÓMSMÁL Ekki úrskurðað enn Starfsmenn dómsmálaráðuneytis hafa ekki lokið við úrskurð um kæru Pauls Ramses flóttamanns, eftir því sem næst verður komist, en stefnt er á að gera það í mánuðinum. Dóms- málaráðherra, Björn Bjarnason, gefur ekki upp nánari tímasetningu. ÓVÍST UM RAMSES LONDON Bretar leyfa nú sölu sýklalyfja án lyfseðils. Fólk yfir sextán ára aldri, einkennalausir sjúklingar og bólfélagar þeirra, geta nú nálgast lyfið azithromycín til að meðhöndla klamydíu. Lausala sýklalyfja hefur ekki verið skoðuð hér á landi að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur, forstjóra Lyfjastofnunar. Slíkt geti þó komið til verði breytingar í nágrannalöndunum. „Ofnotkun sýklalyfja er hins vegar ekki æskileg vegna hættu á myndun ónæmra baktería,“ segir Rannveig. „Það er mikilvægt að læknir ávísi lyfjunum og að þau séu notuð rétt.“ - ht Bretar fá sýklalyf án lyfseðils: Lausasala lyfja ekki skoðuð hér TÉKKLAND, AP Hraðlest á leið frá Póllandi til Prag rakst í gær á hluta úr brú með þeim afleiðing- um að minnst sex manns fórust. Þrettán manns hlutu alvarleg meiðsl og tugir slösuðust minna. Þetta er versta lestarslys sem orðið hefur í Tékklandi síðan árið 1995, þegar nítján manns dóu í árekstri tveggja lesta. Forsætis- ráðherrar bæði Tékklands og Póllands skunduðu í gær á slys- stað til að kynna sér aðstæður. Slysið varð með þeim hætti að bútar úr brú, sem verið var að endurnýja í grennd við bæinn Studenka í Austur-Tékklandi, hrundu niður á teinana rétt áður en lestina bar að. - aa Lestarslys í bænum Studenka í Tékklandi í gær: Minnst sex fórust RAKST Á BRÚ Lestin lenti á hluta úr brú sem er í smíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍTALÍA, AP Harðar deilur standa nú yfir á Ítalíu um dómsúrskurð, þar sem fallist var á beiðni frá Beppino Englaro um að læknar taki úr sambandi tækjabúnað sem heldur lífi í dóttur hans. Dóttirin, Eluana Englaro, hefur legið í dái í sextán ár og læknar telja engar líkur til þess að hún vakni til meðvitundar á ný. Hún var tvítug þegar hún lenti í bílslysi árið 1992 og hefur síðan þá verið haldið á lífi á sjúkrahúsi í borginni Lecco á Norður-Ítalíu. Faðir hennar hefur í meira en áratug reynt að fá því framgengt að tækjabúnaðurinn verði tekinn úr sambandi. Hann heldur því fram að það væri ósk dóttur sinnar. Hann segir að hún hafi skömmu fyrir slysið heimsótt vin sinn á sjúkrahús, en hann var þá í svipuðu ástandi og hún nú. Þá hafi hún sagt að hún myndi neita meðferð ef hún lenti í sömu stöðu og hann. Á Ítalíu er líknardráp ekki leyft, en sjúklingar hafa rétt til að neita meðferð. Áfrýjunarréttur í Mílanó féllst á beiðni föðurins, en nú hefur öldungadeild Ítalíuþings falið hæstarétti landsins að fjalla um úrskurð áfrýjunarréttarins. Saksóknarar hafa einnig áfrýjað málinu til æðsta sakamáladómstóls landsins. - gb Ítalskur faðir vill að dóttir sín fái að deyja: Hefur legið sextán ár í dái HITAMÁL Á ÍTALÍU Vegfarandi skoðar myndir af Englaro. NORDICPHOTOS/AFP MENNTAMÁL Skiptar skoðanir eru hjá foreldrum barna í Korpuskóla um að sextíu nemendum áttunda til tíunda bekkjar verði næstu tvo vetur kennt í Víkurskóla. Gert er ráð fyrir að nemendum verði ekið á milli í upphafi og lok skóladags. „Það leggst ekki vel í okkur að börnin þurfi að skipta tímabundið um skóla,“ segir Birgir Ísleifsson, faðir stúlku í sjöunda bekk Korpu- skóla. „Það er ljóst að mistök voru gerð og börnin líða fyrir.“ Korpuskóli var tekinn í notkun árið 2005 en var áður til húsa á Korpúlfsstöðum. Skólabyggingin rúmaði frá upphafi ekki börn hverf- isins og lausum kennslustofum var því komið fyrir við skólann. Þær verða nú fjarlægðar eftir að þar fundust myglusveppir og bakteríur eins og fram hefur komið í Frétta- blaðinu. Nokkrir foreldrar sem Frétta- blaðið ræddi við eftir fund með menntaráði Reykjavíkurborgar í fyrrakvöld lýstu áhyggjum af rót- leysi unglinganna, sem þurfi núna að sækja skóla í annað hverfi en þangað sé löng leið og yfir hættu- lega umferðargötu að fara. Foreldrar lýstu yfir mikilli ánægju með að byggt verði við skólann, en því verki á að vera lokið árið 2010. Magnea Karlsdóttir sagði niðurstöðuna framar vonum. „Ef nýbygging fæst er ekki hægt að óska sér meira.“ „Ég tel þessa niðurstöðu farsæla og góða en eðlilega vöknuðu spurn- ingar hjá foreldrum þar sem ekk- ert er okkur kærara en velferð og menntun barna okkar,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar. Júlíus Vífill segir stefnu borgar- innar að fækka lausum kennslu- stofum en það geti tekið sinn tíma vegna þess hversu margar þær séu. „Það er augljóslega hagkvæmara að byggja við skólann en koma fyrir nýju bráðabirgðahúsnæði.“ Menntaráð kannar hvort fýsilegt sé að safnskóli rísi fyrir unglinga- deildir nokkurra grunnskóla í Graf- arvogi. „Það er ýmislegt sem mælir með því þar sem unglingar finni sig betur í fjölmennari skólum þar sem meira val og félagsleg breidd býðst,“ segir Júlíus Vífill. Þessar hugmyndir hafi þó ekki áhrif á það hvort viðbygging rísi við Korpuskóla. „Húsnæðið yrði hannað þannig að það væri fjölnota fyrir hverfið og gæti því hentað fyrir aðra starfsemi færi svo að safnskóli risi í Grafarvogi.“ helgat@frettabladid.is Úr heilsuspill- andi stofum í annan skóla Skiptar skoðanir eru hjá foreldrum barna í Korpu- skóla um að unglingadeild skólans verði kennt í Vík- urskóla. Menntaráð kannar safnskóla fyrir unglinga. FORELDRAR Í KORPUSKÓLA Menntaráð kynnti tillögur sínar á fjölsóttum foreldra- fundi í Korpuskóla í fyrrakvöld. Þær ganga út á að nýbygging rísi við skólann eftir tvö ár en áttunda til tíunda bekk verði í millitíðinni kennt í Víkurskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu á fundi heilbrigðisráðs fram fyrirspurn um hvort formaður menntaráðs hefði gert heilbrigðiseftirliti borg- arinnar viðvart eftir að foreldrar í Korpuskóla ræddu við hann um áhyggjur sínar af ástandi lausra kennslustofa við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, gagnrýnir fyrirspurn fulltrúanna harðlega og segir hana koma til vegna vanþekkingar á málaflokknum. „Heilbrigðiseftirlitið kom í Korpu- skóla fjórum sinnum á ári síðustu þrjú árin eins og fulltrúarnir eiga að vita,“ segir Júlíus Vífill. Einni kennslustofunni var lokað eftir heimsókn heilbrigðiseftirlitsins þann 13. júní og voru viðgerðir á stofunum fyrirskipaðar í kjölfarið. Eftirlitið átti að viðgerðunum loknum að meta hvort þær væru viðunandi. „Eftir ábendingu foreldranna töldum við þó enga ástæðu til þess að bíða þess að viðgerð færi fram og fundum aðra farsæla lausn á málinu,“ segir Júlíus. FJÓRUM SINNUM EFTIRLIT Á ÞESSU ÁRI 1 Hvaða leikari hefur skipt úr Þjóðleikhúsinu í Borgarleik- húsið? 2 Forseti hvaða Afríkuríkis vill koma til Íslands að kynna sér jarðvarma? 3 Hvaða ungi ljósmyndari heldur sína fyrstu ljósmynda- sýningu í London um þessar mundir? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.