Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 10
Óska eftir að kaupa enskt Lingafon námskeið Óska eftir að kaupa enskt Lingafon námskeið útgefi ð árið 1978, -79, -80. Útgáfuár bóka er skráð áberandi fremst í bókum. Námskeiðið síðan 1978 er eina námskeiðið sem eitthvað vit er í. Upplýsingar í síma 865 7013 Björgvin Ómar Ólafsson Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is MARKAÐSPUNKTAR Bandaríski íbúðalánasjóðurinn Fannie Mae tapaði 2,3 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er mun verri en spáð hafði verið. Eigið fé sjóðsins hefur dregist saman um 51 prósent frá áramótum og er nú 13,1 milljarður dollara. Þýski þróunarbankinn KfW tilkynnti á fimmtudag um 2 milljarða króna viðbótarútgáfu í flokki krónubréfa. Bréfin eru á gjalddaga 15. júlí 2010 og bera 9,5 prósenta vexti. Greining Glitnis telur líklegt að ríkisbréf hafi verið keypt á móti útgáfunni. Royal Bank of Scotland tapaði 691 milljón punda á fyrri helmingi ársins. Tapið er minna en spáð hafði verið, samkvæmt vegvísi Landsbankans. Tapið er það fyrsta í sögu bankans frá skráningu á markað fyrir um 40 árum. Flott opnun í Kína Ólympíuleikarnir hófust í Peking í gær með mikilfenglegri athöfn. Viðburðurinn hefur gríðarlega mikla stjórnmála- og efnahags- lega þýðingu fyrir Alþýðulýðveldið. Þó engar opinberar tölur hafi verið birtar um kostnað við leikana má vera ljóst að Kína hefur lagt út í verulegan kostnað vegna þeirra. Kínverskir embættismenn hafa þó látið hafa eftir sér að kostnaðurinn verði ekki meiri en vegna leikanna í Aþenu 2004 sem kostuðu um 2,6 milljarða Bandaríkjadala. Kostnaður samt óheyrilegur Upphaflegar áætlanir hljóðuðu upp á 1,6 millj- arð dala en skipulagsnefnd leikanna sagði að þær áætlanir myndu ekki standast og kostn- aðurinn væri nær tveimur milljörðum dala. Kostnaður vegna uppbygg- ingar íþróttamannvirkja og betrumbóta á samgöngum eru hins vegar ekki inni í þessum tölum og því ljóst að kostnaðurinn er töluvert hærri. Í umfjöll- un Greiningar Glitnis í gær er skotið á að heildarkostnaður kunni að vera á milli 25 og 40 milljarðar dala. Vegleg skekkjumörk þar. Peningaskápurinn 10 9. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 176 4.212 +0,77% Velta: 5.457 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,83 +0,29% ... Atorka 5,48 +0,37% ... Bakkavör 27,10 +4,23% ... Eimskipafélagið 14,20 -0,70% ... Exista 7,27 +2,11% ... Glitnir 15,30 +1,33% ... Icelandair Group 17,60 +1,73% ... Kaupþing 719,00 +0,28% ... Landsbankinn 23,15 +0,65% ... Marel 83,30 +0,60% ... SPRON 3,50 +0,00% ... Straumur- Burðarás 9,37 +0,32% ... Teymi 1,35 +0,00% ... Össur 87,00 +0,00% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +4,23% EXISTA +2,11% ICELANDAIR +1,73% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PET. -1,77% EIK BANKI -1,43% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -0,70% Þótt afkoma sparisjóða litist mjög af verðfalli hlutabréfa síðustu misseri er staðan enn sú að þeir hafa hagn- ast á eign sinni í Existu. Sparisjóðurinn í Keflavík horfir til bættrar lausafjár- stöðu á næstu dögum þegar lokið verður fjármögnun hjá Íbúðalánasjóði. Stefnt er á að bæta undirliggjandi rekstur, en þar er að finna rót vanda sparisjóðanna. Varlega reiknað má gera ráð fyrir að frá árslokum 2003 til dagsins í dag hafi ávöxtun sparisjóðanna af eign sinni í Existu numið 130 pró- sentum. Það samsvarar 20 pró- senta ávöxtun á ári. Samanlagt hafa sparisjóðirnir fengið rúmlega 3,1 milljarð króna í arð á tímabilinu og verðmæti eigin fjár þeirra sem bundið er í Existu hefur nánast tvöfaldast. Þannig nam hlutur sparisjóðanna í eigin fé Existu í árslok 2003 (að viðbættri hlutafjáraukningu 2005) samtals um 6,7 milljörðum króna. Verð- mæti þessarar sömu eignar næmi að markaðsvirði í dag 12,4 millj- örðum króna. „Við höfum ekki tekið þetta saman með þessum hætti, en vitum að við höfum til þessa hagnast á þessu,“ segir Geirmundur Krist- insson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs- ins í Keflavík, og segir tölurnar hljóma líklega. Í umfjöllun um bága stöðu spari- sjóðanna er gjarnan vísað til þess að afkoma þeirra á þessu ári litist af miklu verðfalli bréfa Existu síð- ustu misseri. Þrengingar á fjár- málamörkuðum og erfiðleikar í fjármögnun hafa meðal annars orðið til þess að Spron sameinast að líkindum Kaupþingi, en bankinn hefur einnig nýverið eignast 80 prósent í Sparisjóði Mýrasýslu með því að leggja þar inn tveggja milljarða rekstrarfé. Geirmundur segist telja að Spari- sjóðurinn í Keflavík komist í gegn- um þann brimskafl sem við er að etja nú. „Annars værum við nú ekki í þessu. Spurningin er bara hvað menn geta hangið lengi,“ segir hann og áréttar að ekki hafi verið um stöðutöku sparisjóðanna að ræða í Existu, enda hafi þeir stofnað félagið á sínum tíma. „Aftur á móti mætti kannski segja að við hefðum átt að selja á öðrum tímapunkti, en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á.“ Í næstu eða þarnæstu viku segir Geirmundur verða mikla breyt- ingu á lausafjárstöðu sparisjóðsins þegar Íbúðalánasjóður tekur af honum íbúðalánapakkann, en í vik- unni rann út frestur sparisjóðanna til að sækja um fjármögnun í gegn- um Íbúðalánasjóð. Hann segir svo áfram unnið að því að undirliggj- andi rekstur sparisjóðsins beri sig. „Við verðum bara að láta hann gera það. Í Keflavík erum við í það minnsta kosti í þeirri vinnu.“ Exista á rætur að rekja til stofn- unar eignarhaldsfélags sparisjóða um hlut þeirra í Kaupþingi á sínum tíma. Útreikningur á ávöxtun spari- sjóðanna á eign þeirra í Existu á síðustu árum miðast við árið 2003 vegna þess að þá runnu saman við Exista (sem þá hét Meiður ehf.) Scandinavian Holding S.A. (fjár- festingarfélag sparisjóðanna) og Bakkabræður SARL, um leið og hlutafé var aukið. Við það jókst hlutur Bakkabræðra og eignarhlut- föll sparisjóða í félaginu færðust í það horf sem haldist hefur síðan. Árið 2006 lögðu sparisjóðirnir hluta eignar sinnar í Existu í Kistu- fjárfestingarfélag, sem er í sam- eiginlegri eigu sparisjóðanna. Í útreikningum blaðsins er ekki gert ráð fyrir að sparisjóðirnir hafi selt hlutabréf í Existu frá árslokum 2005. olikr@markadurinn.is Á HITAFUNDI Í VIKUNNI Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Spron og forstjóri Existu, heldur hér tölu á hitafundi hluthafa Spron á miðvikudagskvöld þar sem samþykktur var samruni við Kaupþing. Vandi sparisjóða hefur gjarnan verið tengdur verðfalli á hlutabréfum, en undirliggjandi vandi kann að vera djúpstæðari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sparisjóðirnir hafa hagnast á Existu-eign SPRON 7,9% 2.509 1.159 4.627 5.786 20% Sp. Keflavík 3,8% 1.212 560 2.234 2.794 20% Icebank 5,8% 1.828 845 3.372 4.217 20% SPM 1,7% 534 247 985 1.232 20% Sp. Húnaþings og Str. 0,7% 213 98 393 491 20% Sp. Svarfdæla 0,6% 1.756 81 323 403 20% Sp. Vestfirðinga 0,9% 270 125 499 623 20% Sparisjóðir samtals 21,2% 6.741 3.114 12.433 15.547 20% Aðrir 78,8% 25.058 14.247 83.243 - - Samtals 100,% 31.799 17.361 95.680 % Eigið fé og aukning ´03-´05 Arður ´05-´07 Mark- arðs- virði ´08 Eign og arður IRR EIGNARHLUTUR OG ÁVÖXTUN Í EXISTA FRÁ ÁRINU 2003 Kristján Ra. Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon fara fyrir kaupum á tveimur leikhúsum í Stokkhólmi; Göta Lejon og Maxim Teateren. Göta Lejon er eitt af stóru leikhús- unum í Stokkhólmi og er tvöfalt stærra en bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið. Maxim Teateren er svipað að stærð og Þjóðleikhús- ið. Rekstur leikhúsanna hefur verið í þeirra höndum frá síðasta vetri en nýlega var gengið frá kaupunum. Þeir félagar eru báðir búsettir í Stokkhólmi þar sem leikhússtarf- seminni, sem þeir hafa verið að vinna að á Norðurlöndnunum, hefur vaxið ásmegin, bæði er varðar framleiðslu leikrita og söngleikja. Með kaupunum hafa þeir því fært út kvíarnar og er ljóst að til að reka slík hús þarf að setja upp margar sýningar. Sem dæmi má nefna að stóra svið Þjóð- leikhússins býður upp á 7 sýning- ar í ár. - ghh Kaupa leikhús í Stokkhólmi STÓRTÆKIR Í SVÍÞJÓÐ Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson hafa sett upp söngleiki við góðan orðstír í Svíþjóð frá árinu 2004, meðal annars Grease og Footlose. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Meðal- ávöxtun Upphæðir í milljónum króna. Markaðsvirði miðað við byrjun vikunnar. Vísbendingar eru um meiri sam- drátt en búist hafði verið við í helstu iðnríkjum, samkvæmt nýjum hagvísum OECD. Þó er búist við auknum hagvexti í Kína og Brasilíu en niðursveiflu á Indlandi og í Rússlandi. Helstu hagvísar (CLI) OECD féllu um 0,6 prósent í júni og voru fimm stigum lægri en í sama mán- uði 2007. Hagvísar Bandaríkjanna féllu um 0,2 prósent og voru 5,4 stigum lægri en 2007. Hagvísar evrusvæðisins féllu um 0,8 stig og voru 5,2 stigum lægri en í sama mánuði 2007. Jákvæðastar voru tölurnar í Kína þar sem hagvísar stóðu í stað í júní og voru 0,8 stigum hærri en 2007. Hið sama á við um hagvísa Brasilíu sem jukust um 2,2 stig í júní og voru 1,4 stigum hærri en í sama mánuði 2007. - as Tölur benda á samdrátt Í KAUPHÖLL Í Brasilíu er efnahagslífið ekki á niðurleið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Umsóknarfrestur fyrir viðskipta- banka, sparisjóði og lánafyrirtæki um lán til tímabundinnar endurfjár- mögnunar á íbúðalánum hjá Íbúða- lánasjóði rann út á miðvikudag. Íbúðalánasjóður hafði gefið út að hámark lána yrði 30 milljarðar króna. Ívar Ragnarsson, sviðsstjóri fjármálasviðs Íbúðalánasjóðs, vildi ekki gefa upp hver viðbrögðin hefðu verið en sagði að Íbúðalánasjóður tilkynnti um það í næstu viku. - as Óljóst um endurfjármögnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.