Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 24
24 9. ágúst 2008 LAUGARDAGUR K ínverjar hafa klætt höfuðborg sína, Peking, í nýjan og glæsilegan búning fyrir Ólympíuleik- ana sem hófust í gær. Má í raun segja að borgin sé í sannkölluðum Öskubuskukjól enda vart skít ugan blett að finna á útliti borgarinnar og þar sem sullast hefur yfir kjólinn hafa Kínverjar breitt yfir svo ekki sjáist. Litadýrðin er áberandi og erlendir ferðamenn hafa heillast af útliti borgarinnar. Mannmergðin er mikil og áhugi heimamanna á leikunum er að mörgu leyti meiri en hjá hinum erlendu gestum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmynd- ari Fréttablaðsins, hefur skoðað nágrenni Ólympíusvæð- isins undanfarna daga og myndað það sem helst hefur vakið athygli hans í umhverfinu. Peking komin í Öskubuskukjól Í FANGI MÖMMU Ekki eru allir háir í loftinu sem fylgjast með fjörinu í Peking. VÖRUSKIPTI „Ef ég læt þig fá tvö svona get ég þá fengið eitt svona?“ Gestir leikanna skiptast á nælum og minjagripum frá Ólympíuleikunum í gegnum tíðina. SUNDHÖLLIN Mótssvæðið er einkar glæsilegt og byggingarnar hver annarri skrautlegri. Þessi er kölluð Water Cube og hýsir sundhöllina. ALLIR Í RÖÐ Sjálfboðaliðarnir sem hjálpa til við Ólympíuleikana eru um 400.000 tals- ins eða talsvert fleiri en allir Íslendingar. Þeir hafa næg verkefni og hjálpa til við allt. Á RÚNTINUM Þótt borgin sé komin í hátíðarbúning ferðast íbúarnir enn á sinn gamla máta. Þessi fjölskylda var hress þegar hún þeystist fram hjá ljósmyndara. GLÆSILEG SETNINGARATHÖFN Mikið var um dýrðir á setningarathöfninni í gær og voru íslensku keppendurnir landi og þjóð til sóma. Örn Arnarson lenti í smá vandræðum með með fánann en það kom þó ekki að sök.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.