Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Freyr Franksson á flottan húsbíl af gerðinni Mercedes Benz Unimog sem endist vel. „Ég rakst á þennan bíl á bílasölu fyrir fjórtán árum. Hann er af árgerð 1957 en tikkar alltaf. Hann var í góðum höndum áður en ég fékk hann og ég hef haldið honum við,“ segir Freyr, inntur eftir sögu bílsins. „Þetta er grófur bíll og ein og ein rispa gefur honum bara sál og karakter. Það eru nokkrir svona bílar á landinu og við eigendurnir förum á þeim í Þórsmörk einu sinni á ári. Þessi er með þeim elstu. Hann var mikið notaður í að ferja hjól fyrir fjallahjólaklúbb- inn svo hann hefur farið víða. Það stoppar ekkert þennan bíl. Hann er með gormafjöðrun allan hring- inn, hægt að læsa öllum drifum og hann er í alla staði öruggur.“ Bíllinn er hinn huggulegasti að innan, meira að segja með rúllugardínum. „Það var búið að innrétta bílinn þegar ég fékk hann og setja panel í loftið. Það eina sem ég gerði var að endurnýja sætin,“ lýsir Freyr. „Við strákarnir förum á honum í veiðiferð á Arnarvatnsheiði árlega. Við getum setið kringum borð í bílnum og svo sofið í honum fjórir með því að fella borðið niður. Þetta er framúrstefnubíll miðað við árgerðina. Hálfgert verkfræðiundur. Ég er líka svo lánsamur að hafa fengið það uppeldi að þurfa ekki endilega að eignast allt nýtt heldur njóta þess sem ég á og fara vel með það.“ Unimog er upphaflega herbíll. Freyr segir hann líka notaðan víða í landbúnaðarvinnu enda hægt að tengja allt við hann, meira að segja snjótönn. „Þetta er svona hraðskreið vinnuvél,“ segir hann hlæjandi. „Kraftmikill? Upphaflega var hann 80 hestöfl en er orðinn um 200 núna. Samt keyri ég hann ekki hraðar en á 80. Sumir furða sig á því að ég nenni að hlunkast áfram á trukki í stað þess að líða áfram í þægindum en mér finnst það ákveðin stemning.“ gun@frettabladid.is Hraðskreið vinnuvél „Það stoppar ekkert þennan bíl,“ segir Freyr um gamla Unimoginn sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ENDALAUS GLEÐI Gleðiganga Hinsegin daga fer fram í dag og um að gera fyrir alla að fara í bæinn og sýna stuðning sinn í verki. Auk þess sem það er hin besta skemmtun að skoða litríka búningana. TÍSKA 4 VIÐHALD OG VARAHLUTIR Þegar kaupa á notaðan bíl skiptir máli að vita hver meðalending mismunandi bílhluta er. Upp- lýsingar um það er að finna á vef Umferðarstofu og hægt er að skoða nákvæman athugunarlista vegna bílakaupa á vef FÍB. BÍLAR 2 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.