Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 26
[ ] Nú þegar aðgangur að lánsfé er af skornum skammti og minna er um að fólk kaupi nýja bíla fara margir að renna hýru auga til hinna notuðu og þá er að ýmsu að hyggja. Við kaup á notuðum bíl skiptir meðalending hinna ýmsu bílhluta miklu máli. Þótt ending þeirra sé ólík og viðhalds- og rekstrar- kostnaður mismunandi eftir bíl- gerð og fyrri eigendum er gott að hafa einhverja viðmiðun. „Viti fólk hver meðallíftími bíl- hluta er má gera sér grein fyrir viðhaldsþörf og kostnaði í ljósi aldurs bílsins og eins hvort um er að ræða eðlilegt eða óeðlilegt slit,“ segir Kristófer Ágúst Krist- ófersson, verkefnastjóri tækni- mála ökutækja hjá Umferðar- stofu. Hann segir rannsóknir hafa verið gerðar á endingu bílhluta miðað við það hvenær skipt var um þá og gefa þær meðal annars til kynna að aðalljósaperur bili eftir um 20.000 kílómetra akstur, hemlaborðar og hemlaklossar eftir um 40.000 kílómetra, útblást- urskerfi eftir álíka mikinn akst- ur, tímareim eftir um 70.000 kíló- metra, kúpling eftir um 100.000 kílómetra og rafgeymir eftir 3-5 ár en rafmagnsbilun er eitt af því sem getur verið dýrt að gera við að sögn Kristófers. „Ég vil þó benda á að allur gangur getur verið á því hvenær hlutir bila og fer það mikið eftir bíltegund.“ Kristófer segir þó hægt að nálg- ast frekari viðmiðanir á vef Umferðarstofu. „Einstakir bílhlutar, eins og kúpling og bremsur, geta síðan verið skemmdir þó svo að ekki sjáist neitt á ytra byrði bifreiðar- innar. Þá er gott að taka rúnt og finna hvernig bifreiðin er í akstri. Eins er skynsamlegt að skoða nákvæman athugunarlista vegna bílakaupa sem má finna á vef FÍB,“ segir Kristófer. „Ég mæli síðan hiklaust með ástandsskoðun á skoðunarstofu eða löggiltu verkstæði en þar vita menn hvaða hluti þarf að yfir- fara.“ Kristófer segir árlega aðal- skoðun mjög góða en að hún mið- ist við það að athuga hvort bíllinn sé öruggur og ökuhæfur. „Hún segir því ekkert um ástand vélar, gírkassa, sjálfskipt- ingar eða annars vélræns búnað- ar.“ Kristófer segir smurbókina vera mjög mikilvæga og gefa góða vísbendingu um hvort vel hafi verið hirt um bíllinn. vera@frettabladid.is Vert að huga að endingu einstakra bílhluta Kristófer Ágúst Kristófersson hjá Umferðarstofu mælir eindregið með því að fólk láti skoða notaða bíla og yfirfara hina ýmsu bílhluta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ford mun afhjúpa nýjan Ford Ka á bílasýningunni í París nú í október. Það eru tímamót enda ljóst að um leið og þörfin fyrir sparneytni eykst verður bíll eins Ka þeim mun nauðsynlegri. Subaru frumsýnir tvær nýjar útgáfur af Impreza. Sú þriðja er væntanleg innan sex mán- aða. Subaru ætlar sér að skora þrennu með þremur nýjum útgáfum af Impreza á næstu mánuðum. Tvær hafa nú þegar litið dagsins ljós en þær voru frumsýndar á bílasýn- ingunni í London. Útgáfurnar sem um ræðir eru Impreza WRX-S og Impreza WRX STI. Báðr útgáfur hafa verið yfirfarnar og uppfærð- ar af Prodrive og eins og gefur að skilja skilar það sér í auknum afköstum og ýmsum útlitsbreyt- ingum. Áætlað er að bílarnir komi á götuna í september en þeir hörð- ustu verða að bíða lengur eftir Impreza WRX STI 380S hug- myndabílnum. Vélin í 380S er gjör- samlega endurhönnuð af Prodrive og mun hún koma til með að skila um 380 hestöflum. Pústkerfinu, undirvagninum og fjöðruninni hefur einnig verið breytt af Pro- drive svo með sanni mætti segja að um nýjan bíl sé að ræða. Slæmu fréttirnar eru að S380 kemur einungis hugsanlega út eftir sex mánuði ef áhugi er mik- ill. Þá verður að sérpanta bílinn og eitthvað kemur það til meða að kosta. En það kostar ekkert að láta sig dreyma. -tg Nýjar Imprezur Subaru Impreza WRX STI hefur verið yfirfarinn af Prodrive og skilar vélin nú 325 hestöflum. Með því að vita hver meðallíftími bílhluta er má gera sér grein fyrir við- haldsþörf í ljósi aldurs bílsins. BÍLALEIGUBÍLAR SUMARHÚS Í DANMÖRKU Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum Fjölbreyttar upplýsingar á www.fylkir.is LALANDIA - Rødby Lágmarksleiga 2 dagar. LALANDIA - Billund Nýtt frábært orlofshúsahverfi rétt við Legoland. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með eða án bílstjóra. Málningarvörur ehf. | Lágmúla 9 | Sími: 581 4200 | malning@malningarvorur.is | www.malningarvorur.is Hjá Málningarvörum ehf – áður Gísli Jónsson ehf – færðu heimsþekktar bón- og hreinsivörur frá Concept og Meguiar’s. Komdu og fáðu réttu efnin og ráðgjöf frá fagmönnum um hvernig þú getur gert bílinn hreint og beint skínandi fallegan! Meistarabón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.