Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 52
ein stærstu myndlistarver©laun heims kynna 26 norræna myndlistarmenn í listasafni kópavogs – ger©arsafni hamraborg 4 | kópavogi 19. júní – 10. ágúst opi© alla daga nema mánudaga kl 11 – 17 lei©sögn mi©vikud. kl. 12 og sunnud. kl. 15 www.gerdarsafn.is | www.carnegieartaward.com S Í©ASTA S∞NINGARVIKA ! Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Einstök ítölsk hönnun og tækni sameinast í SMEG kæliskápunum. Sérlega glæsilegt útlit og fyrsta flokks gæði tryggja ávallt gleði í eldhúsinu. SMEG kæliskápar – í öllum regnbogans litum 36 9. ágúst 2008 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Hans Ole Thers, organisti Kirkju heilags anda sem er við Amagertorv á Strikinu í Kaupmannahöfn, kemur fram á tvennum tónleikum í Hall- grímskirkju nú um helgina. Fyrri tónleikarnir fara fram í dag kl. 12 en þeir seinni annað kvöld kl. 20. Efnisskrá hádegistónleikanna er tvískipt; fyrri hlutinn er frá barrokktímabilinu og síðan frönsk tónlist frá 19. öld. Eftir Johann Sebastian Bach leikur Hans Ole Tokkötu og fúgu í d-moll og síðan Ciacona í e-moll eftir Diderik Buxtehude en það verk er um leið danska innslagið í efnisskránni, því þótt flestum finnist Buxtehude tengjast Leipzig, sem núna er í Þýskalandi, þá var hann dansk- ur og kom frá Helsingjaeyri. Til gamans má geta þess að reyndar var Leipzig á dönsku yfirráðasvæði á tímum Buxtehude. Síðasta verkið á tónleikunum verður svo Sónata nr. 2 í D-dúr eftir Alexandre Guilmand. Það verður spennandi að heyra Thers túlka verkið, enda hefur hann lagt sig sérstaklega fram við að túlka franska sinfóníska orgeltónlist. Á tónleikunum annað kvöld verður fimmta orgelsinfónía Charles-Marie Widors fyrst á efnisskránni. Widor var organisti við St. Sulpice kirkjuna í París í 64 ár og þótt hann hafi skrifað mjög fjölbreytta tónlist þá eru það orgelsinfóníurnar tíu sem hafa haldið nafni hans á lofti. Númer fimm er einna frægust og þá sérstaklega lokakaflinn, Tokkata, sem er með vinsælustu orgelverk- um allra tíma. Á síðari hluta tónleikanna má fyrst heyra tvö dönsk verk, Praeludium í D- dúr eftir Buxtehude og Fantasi í A-dúr eftir J.P.E. Hartmann en hann var meðal áhrifa- mestu manna í dönsku tónlistarlífi 19. aldar og var meðal annars lengi organisti Frúar- kirkju, dómkirkju Kaupmannahafnar. Svo leikur Thers verkið Le Banquet céleste eftir Olivier Messiaen, en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Tónleikunum lýkur síðan með Kóralspunanum um „Victimae paschali“ sem Maurice Duruflé skráði eftir hljóðritun á spuna Charles Tournemire árið 1930. vigdis@frettabladid.is Dönsk og frönsk orgeláhrif HANS OLE THERS Kemur fram á tónleikum í Hallgríms- kirkju í dag og á morgun. Harmónikuleikarinn Jón Þorsteinn Reynis- son kemur fram á tvennum tónleikum nú um helgina. Fyrri tónleikarnir fara fram í Sólheimakirkju í Grímsnesi í dag kl. 14. Á efnisskránni eru ýmis klassísk verk sem Jón hefur útsett sjálfur fyrir harmóniku. Má þar meðal annars finna verk eftir Mozart, Vivaldi, Paganini og fleiri. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum opinn. Seinni tónleikarnir fara svo fram í Fríkirkjunni á morgun kl. 17. Þar mun Jón leika verk sem spanna rúmar tvær aldir í klassískri tónlistarsögu, frá barrokkverkum A. Vivaldi og D. Scarlatti frá fyrri hluta 18. aldar til síðrómantískrar orgelsvítu franska tónskáldsins Léon Boëllmann. Verkin hafa flest verið sérstaklega útsett fyrir harmón- iku, þar á meðal Næturljóð eftir F. Chopin, Pathetique sónatan eftir L. v. Beethoven og Prelúdía og fúga, BWV 553, eftir J. S. Bach. Jón mun þá einnig leika eigin útsetningu á balknesku dansverki eftir Motion Trio, heimsþekkt harmónikutríó sem lék á Lista- hátíð í Reykjavík árið 2006. Miðaverð á tónleikana er 1.000 kr. og má nálgast miða við innganginn. Aðgangur að tónleikunum er þó ókeypis fyrir börn, öryrkja og eldri borgara. Jón hefur vakið athygli fyrir framúrskar- andi harmónikuleik og óhefðbundnar efnisskrár á tónleikum sínum. Á barnsaldri lék hann einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum hennar á Hofsósi og 13 ára sigraði hann einleikarakeppni MENOR sem haldin var á Akureyri. Árið 2007 lauk Jón Þorsteinn framhaldsprófi í harmónikuleik auk tónfræðigreina frá Tón- listarskóla Skagafjarðar. Hann hefur komið fram víða um land á harmónikulandsmót- um og öðrum tónleikahátíðum og hefur auk þess hlotið fjölda styrkja. - vþ Sígildir harmóníkutónar JÓN ÞORSTEINN REYNISSON HARMÓNÍKULEIKARI Leikur sígilda tónlist á harmóníku nú um helgina. Kl. 14 Myndlistarkonurnar Aðalheiður Ó. Skarphéðinsdóttir og Halla Ásgeirs- dóttir opna sýningu á grafíkverkum og Rakubrenndum leir í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag kl. 14. Aðalheiður vinnur grafíkverk sín með blandaðri þrykktækni og Halla vinnur með ólík form á mismundandi hátt í Rakubrenndan leir. Sýningin stendur til 3. september. Vagn í heimsókn Danski rithöfundurinn Vagn Lundby heldur fyrirlestur í dag í Norræna húsinu þar sem hann kynnir sitt stóra verk, Det Nord- iske Testament, sem kom út í fyrra á forlagi Ashehaug. Ritið sem er í þremur bindum og rekur sameiginlegan arf nor- rænna þjóða í goðsögum og forn- kvæðum er árangur áralangs starfs. Vagn fór hér um árið 2005 og skilaði sú för sér í ritinu Til- bage til Island 2006. Sú rannsókn- arför var ekki hans fyrsta ferð hingað. Hann hefur oft komið hingað á langferðum sínum um norðurslóðir. Langförull hefur hann dregið til sín efni frá Græn- landi, Alaska, af örlögum og sögn- um frumbyggja Ameríku og samið upp úr ferðalögum sínum texta af ýmsu tagi. Lundby fæddist 1933 og ólst upp í Árósum. Hann kom fram sem höfundur 1964 og var á sjö- unda áratugnum í framvarðar- sveit skálda sem unnu í hefð mód- ernismans með verkum á borð við Signalement 1966 og Nico 1969 sem er sprottin af dvöl hans í New York í Factory Andy Warhol. Verk hans eru hátt í fimmtíu, skáldsög- ur, prósatilraunir, endursagnir helgisagna og fólklórs, verka sem eru í grunnin einslags heimilda- verk eins og skrif hans um Grænlandsleiðangurinn 1907. Hann hefur samið ljóð, óperu- texta, leikrit og gert kvikmyndir. Norræna testamentið, stórvirki hans um norrænar goðsögur, stendur föstum fótum í danskri hefð þar sem þemu og viðfangs- efni hins forna norræna heims eru endurtúlkuð, rétt eins og hann hefur gert í fjölda verka sem sprottin eru úr heimi indíána Ameríku. Fyrirlestruinn hefst kl. 16 í dag og eru allir velkomnir. - pbb BÓKMENNTIR Danska skáldið Vagn Lundby er í heimsókn Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.