Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.08.2008, Blaðsíða 62
46 9. ágúst 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. hæfileiki, 6. ólæti, 8. meðal, 9. eldsneyti, 11. tveir eins, 12. skrá, 14. vegahótel, 16. átt, 17. kk nafn, 18. knæpa, 20. klaka, 21. akur. LÓÐRÉTT 1. dægurs, 3. málmur, 4. sumbl, 5. styrkur, 7. markmið, 10. sæ, 13. óhreinka, 15. færni, 16. atvikast, 19. tímaeining. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfa, 6. at, 8. lyf, 9. gas, 11. ll, 12. skjal, 14. mótel, 16. sa, 17. ari, 18. krá, 20. ís, 21. ekra. LÓÐRÉTT: 1. dags, 3. ál, 4. fyllerí, 5. afl, 7. takmark, 10. sjó, 13. ata, 15. list, 16. ske, 19. ár. „Það er nokkuð öruggt að þessu verður áfrýjað. Við viljum að Hæsti- réttur tjái sig um þetta mál. Teljum ástæðu til þess,“ segir Dögg Páls- dóttir lögmaður. Fyrir um hálfum mánuði féll sýknudómur Eggerts Óskarssonar héraðsdómara, sem vakti athygli, í máli Luciu Celeste Molina Sierra og Björns Orra Péturssonar, syni Jón- ínu Bjart- marz, á hendur Páli Magnússyni útvarpsstjóra, Helga Seljan, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, Sigmari Guðmundssyni og Þórhalli Gunnarssyni. Luciu og Birni Orra þótti vegið að æru sinni í umfjöllun Kastljóssins um það þegar Lucia fékk ríkisborgararétt og kröfðust miskabóta upp á 3,5 milljónir auk dráttarvaxta og hvert um sig til ýtr- ustu refsingar. Dögg segist aðspurð ekki leggja það í vana sinn að diskútera dóma í fjölmiðlum spurð um það hvað í dómi Eggerts hún væri einkum ósátt við. „Mér er illa við að krítis- era dóma. Ég er bara ósammála mati hans. Það eru mínir umbjóð- endur líka og svo verður bara að koma í ljós hvað Hæstiréttur segir.“ Dögg segist rekja það í áfrýjunar- stefnunni og greinargerð til Hæsta- réttar hvað það er sem henni finnst ekki ganga upp. „Svo má tjá sig um Hæstaréttardóma. Þeir eru endan- legir.“ Áfrýjunarfrestur er 3 mánuðir en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en snemma á næsta ári. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, segir þetta í sjálfu sér ekki koma á óvart. Dögg hafi gefið það í skyn að dómnum yrði áfrýjað. „En ég var ánægður með niðurstöðuna, átti von á henni þannig að ég býst fastlega við því að Hæstiréttur staðfesti nið- urstöðu héraðsdóms.“ - jbg Kastljóssfólk aftur fyrir dómstóla KASTLJÓS Varpaði öndinni léttar eftir héraðsdóminn en léttirinn reyndist skammvinnur. LUCIA CELESTE MOLINA SIERRA Segir umfjöllun Kastljóss um ríkisborgararétt sinn ærumeiðandi og unir ekki niður- stöðu héraðsdóms. „Ég fann þessa keppni á netinu, fannst hún strax mjög áhugaverð og ákvað að taka þátt,“ segir Lára Þórðardóttir, sextán ára nemandi úr Kvennaskólanum í Reykjavík, en hún bar sigur úr býtum í Shoot Nation 2008, nýafstaðinni alþjóð- legri ljósmyndasamkeppni á vegum Sameinuðu þjóð- anna. „Ég tók myndina þegar ég var á ferðalagi með fjöl- skyldunni um Suðurland. Ég hef mikinn áhuga á náttúruvernd og þegar ég sá þema keppninn- ar fannst mér myndin strax mjög viðeigandi“ útskýrir Lára, en keppnin gekk út á að sýna hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á ungt fólk út um allan heim og hvernig hægt væri að hægja á þróuninni. Lára hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun. „Hann kviknaði fyrir alvöru þegar ég fór á námskeið tólf ára gömul. Mig dreymir um að verða atvinnuljósmyndari í framtíðinni svo ég er rosalega ánægð og finnst þetta mikill heiður,“ segir Lára. Myndin hennar ásamt þeim myndum sem komust í úrslit verða til sýnis í Quebec í Kanada á alþjóðlegum degi æskunnar 12. ágúst og á ljósmyndasýn- ingu sem fram fer í London dagana 12. til 17. ágúst í the OXO Tower Gallery. - ag Sigraði í ljósmyndasamkeppni STOP USING YOUR CARS! Er yfirskrift myndar Láru sem bar sigur úr býtum í Shoot Nation 2008. UNG OG EFNILEG Lára Þórðardóttir er sextán ára gömul og dreymir um að verða atvinnu- ljósmyndari í framtíðinni. PERSÓNAN Sigurlaug Didda Jónsdóttir skáldkona Aldur: 43 ára, fædd 29. nóv- ember 1964. Starf: Í sumarfríi frá því að vera flokksstjóri í Skrúðgörðum Reykjavíkur. Fjölskylda: Hún saman- stendur af mér Krumma, Úlfi og Trygg. Búseta: Við búum á Lauga- veginum. Stjörnumerki: Bogmaður. Didda leikur aðalhlutverkið í kvikmynd- inni Skrapp út sem var frumsýnd síðast- liðinn miðvikudag. „Ég hef lengi átt mér þann draum að eyða einhverjum tíma með Dönum,“ segir Birgir Svan Sím- onarson ljóðskáld sem á dögun- um fluttist til Danmerkur. Þar hyggst hann dvelja í eitt ár við nám í handverki og smíðatilsjón. „Ég hef unnið svolítið á því sviði og hef ótrúlega gaman af að sjá spýtu breytast í fugl, eða Guð veit hvað.“ Á meðan Birgir er við nám í Danmörku ætlar hann að búa í svokallaðri kommúnu. Kommún- an kallast Kilen og er staðsett í Ballerup. Birgir leigir þar rað- hús en í húsaþyrpingunni er svo „risastór sameiginleg þjónustu- bygging“. Birgir segir að fólk ráði því sjálft hvort það sé útaf fyrir sig eða taki þátt í sameigin- legu lífi og starfi. „Þetta er að mínu mati framhald á hugmynd- inni um kommúnuna sem er þekkt frá Íslandi. Menn hafa heyrt um Skúnkinn við Hvera- gerði, Júnkaragerði Stefáns Unnsteinssonar, eða nafnlausa kommúnu Ara Trausta. Hér aftur á móti er hugmyndin unnin frá upphafi á teikniborði arkitekts- ins,“ segir Birgir en kommúnan er byggð í vinkil og á milli er stræti sem er gróðurhús. Birgir segir að fólk hittist þar og drekki te yfir rökræðum meðan börnin leika sér. Í kommúnunni er einn- ig tónlistarherbergi, líkams- rækt, smíðaherbergi „og þvotta- hús með vélum sem hægt væri að setja ríkisstjórn Íslands alla í“. Birgir segir að sér hafi verið vel tekið. „Mér og Steinari syni mínum berast stöðugt gjafir, blóm í potti í gærkvöld, diskar og bollar í gær, stólar og rúm í dag. Ég sem hélt að soddan gerð- ist aðeins í ævintýrum.“ Birgir er í ársleyfi frá kennslu- störfum og bregður sér því hinum megin við borðið að þessu sinni. „Ég vona að ég endist í ár en satt að segja er ég dauð- hræddur við að fara hinum megin við kennaraborðið. Er ég nógu góður? Líkar kennurum við mig? Get ég gert eitthvað nýtt eða er ég fangi hins liðna? Var aldrei neinn fyrirmyndarnem- andi sjálfur,“ segir Birgir eilítið smeykur. Hann hugsar með hlýjum hug heim. „Ég vil senda skólaskrif- stofunni í Kópavogi og nemend- um mínum fyrr og síðar mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir að hafa þolað mig og alið mig upp. Kannski ég verði einhvern tíma að manni,“ segir neminn og kommúnubúinn Birgir Svan Sím- onarson. soli@frettabladid.is BIRGIR SVAN: SEST HINUM MEGIN VIÐ KENNARABORÐIÐ Í kommúnu á sextugsaldri BIRGIR SVAN SÍMONARSON Er við nám1 í Danmörku og dvelur í kommúnu meðan á náminu stendur. MYND/SÍMON Útvarpsþáttur þeirra Simma og Jóa á laugardagsmorgnum hefur mælst einstaklega vel fyrir en í dag verða þeir á nýstárlegum nótum í tilefni dagsins. Þeir ætla sem sagt að gægjast út úr skápnum og spila hommatónlist í þættinum. Síðan eru bundnar við það vonir að þeir verði áberandi í hópi hinna stoltu starfsmanna 365 sem mynda munu einingu í gleðigöngunni miklu og draga þá væntan- lega fram diskó- gallana sem þeir skrýddust í Idol-þáttunum og vöktu mikla athygli. Æ háværari raddir eru um að til verulegra tíðinda taki að draga á fjölmiðlamarkaði. Orðið á Eyjunni ætlar að leggja eigi 24 stundir niður. Þá er talið að Birtíngur rifi seglin og þar sé Mannlíf meðal annars í hættu. Í öllu þessu gern- ingaviðri er Reynir Traustason á DV hins vegar fjallbrattur. Þó fór um hann þegar Guðbjörg Hildur Kolbeins fór nýverið að hrósa DV á bloggi sínu – en þau tvö hafa eldað grátt silfur saman lengi. Reynir taldi hrós frá Guðbjörgu öfugsnúna reynslu og kannski til marks um að ekki væri allt með felldu á hans vígstöðvum. Hinn dag- farsprúði poppari og Veðurguð, Ingólfur Þórarinsson, spilar knattspyrnu með 1. deildar liði Selfoss við góðan orðstír. Selfyssing- ar mættu Þórsurum fyrir norðan á fimmtudagskvöldið og unnu leikinn 2-3. Mikil barátta var í leiknum, svo mikil að Veðurguðnum var vikið af velli á 77. mínútu með tvö gul spjöld sem komu á sömu mínút- unni. Spjöldin tvö voru þó ekki fyrir grófar tæklingar eða fantaskap. Hið fyrra fékk hann fyrir peysutog en það seinna fyrir að klappa dómaran- um lof í lófa fyrir að hafa gefið sér fyrra spjaldið. - jbg/shs FRÉTTIR AF FÓLKI faste ignir10. SEPTEMBER 2007 Fasteig nasala n Húsa kaup h efur ti l sölu t vílyft raðhú s bygg ð á skj ólsælu m stað á Arna rnes- hæðin ni. N útíma leg t vílyft raðh ús í fúnkí s-stíl með mögu leika á fim m sve fnher bergj um. H úsin eru ý mist k lædd flísum eða b áraðr i álklæ ðn- ingu s em tr yggir lágm arksv iðhald . Hús in eru alls 2 49 ferme trar m eð bíl skúr og er u afh ent ti lbúin til inn - réttin ga. Arnar neshæ ðin er vel s taðse tt en hverf ið er byggt í suðu rhlíð og lig gur v el við sól o g nýt ur sk jóls f yrir norða nátt. Stutt er í h elstu stofn braut ir og öll þj ón- usta í næst a nág renni . Hér e r dæm i um lýsing u á e ndara ðhúsi : Aða linn- gangu r er á neðr i hæð . Gen gið e r inn í fors tofu o g útfrá miðju gangi er sa meigi nlegt fjöls kyldu rými; eldhú s, bor ð- og setus tofa, alls r úmir 50 fe rmetr ar. Útgen gt er um st óra re nnihu rð út á ver önd o g áfra m út í g arð. N iðri e r einn ig bað herbe rgi, g eyms la og 29 fm bí lskúr sem er inn angen gt í. Á efri hæð e ru þr jú mjög stór s vefnh erber gi þar af eit t með fatah erber gi, baðhe rberg i, þvo ttahú s og s jónva rpshe rberg i (hön n- un ge rir rá ð fyr ir að loka m egi þ essu rými og no ta sem f jórða herb ergið ). Á e fri hæ ð eru tvenn ar sva lir, frá h jónah erber gi til austu rs og sjón varps herbe rgi til ves turs. Hand rið á svölu m eru úr he rtu gl eri. Verð frá 55 millj ónum en n ánari upplý singa r má finna á ww w.arn arnes haed. is eða www .husa kaup. is Nútím aleg fú nkís h ús Tvílyft raðhú s í fún kís-stí l eru t il sölu hjá fa steign asölun ni Hús akaup um. ATH ÞJÓNUS TA OFAR Ö LLU og sk ráðu eignin a þína í sölu hjá o kkur HRIN GDU NÚNA 699 6 165 Bóas Sölufu lltrúi 699 6 165 boas@ remax .is Gunn ar Sölufu lltrúi 899 0 800 go@re max.is Stefá n Páll Jóns son Löggi ltur fa steign asali RE/M AX Fa steign ir Engja teig 9 105 R eykja vík Þanni g er m ál með v exti .. . að þa ð er h ægt a ð létt a grei ðslub yrðina . NBUR ÐUR Á LÁNU M NDAÐ LÁN * * ÍBÚÐ ARLÁ N 20.00 0.000 5% VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8. 1. Jóhann Sigurðarson. 2. Forseti Úganda. 3. Örlygur Hnefill Örlygsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.