Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 13. ágúst 2008 — 218. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Egill fór í tæplega fjögurra vikna ferðalag til Japans og var heillaður af menningunni í Tókýó. „Eftir að við horfðum á Lost in Translation í bíó vorum við staðráðnir í að fara til Japans,“ segir Egill Moran Friðriksson sem fór í eftirminnilegt ferðalag ásamt vini sínum Matthíasi Arnalds sumarið 2005. Strákarnir dvöldu mestme ifóru ei i að gera fyrir þá í borginni. „Í tæknihverfinu Akiha- bara duttum við til dæmis nokkrum sinnum inn á margra hæða spilasali. Þar vorum við kannski í þrjá til fjóra tíma og kláruðum heilu tölvuleikina.“ Egill nefnir einnig skemmtilega reynslu sem hann átti inni á salerni í Sony-verslunarmið töð var ruglaðasta klóh Japanirnir störðu á okkur Egill stendur hér fyrir framan japanska verslun í Hiroshima en þeir vinirnir fóru í dagsferð til borgarinnar. MYND/MATTHÍAS ARNALDS FRUMLEG HÖNNUNEldhúsljós geta verið ýmiss konar eins og hönnuðurinn Nicholas Furrow hefur sýnt fram á. HEIMILI 3 ÖRYGGIÐ FYRSTSérstök öryggisnefnd Aksturs-íþróttanefndar LÍA/ÍSÍ mun endur skoða keppnis-reglur í rall- og brautar-keppnum í vetur. BÍLAR 2 Dugguvogi 2 /Simi 557 9510 / patti.is Komdu á vinalegu húsgagna lagersölunaAlmennur opnunartímiMán - Föstudagar 09 - 18Laugardagar 11 - 16 Út með gamalt Inn með nýtt SAVAGE Torfærukeppnin, keppni fjarstýrðra bíla verður haldin sunnudaginn 17. ágúst á athafnarsvæði Gæðamoldar í Grafarvogi. Skráning kepp-enda er á staðnum. Frekari upplýsingar eru í Tómstundahúsinu, sími 587 0600 VEÐRIÐ Í DAG EGILL MORAN FRIÐRIKSSON Lost in Translation kveikti áhugann • ferðir • bílar • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Herðubreið klifin fyrst fyrir 100 árum Gengið var á fjallið árið 1908 í leit að unnusta en það sem fannst var eiginmaður. TÍMAMÓT 18 Sýrður rjómi, til í allt! Nýjung ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Hugar að framtíð Svalbarða Vonast til að spjallþáttur sinn haldi áfram FÓLK 30 Kunnuglegur texti Kynningartexti á síðu nýrrar ferða- skrifstofu þykir óþægilega líkur ári eldri texta ferðaskrifstofunnar Óríental. FÓLK 30 Góðir gefa Þekktir Íslendingar gefa varning á mark- að sem Jóhanna Kristjónsdóttir heldur til styrktar börnum og konum í Jemen. FÓLK 24 HÁSKÓLI ÍSLANDS „Þetta er ekki venjulegt málfar sem nýtur viðurkenningar í skólakerfinu eða þjóðfélaginu almennt sem gott mál. En margt er þar sem er sterkara en í venjulegu máli,“ segir Guðmundur Sæmundsson. Hann ritar nú doktorsritgerð við Háskóla Íslands um málfar í íþróttum. Guðmundur, sem hefur starfað við menntavísindasvið á Laugarvatni, fellst ekki á að þetta málfar sé viðbjóður í eyrum sínum sem íslenskumanns og segir verkefnið mjög athyglisvert og skemmtilegt. Guðmundur skoðar meðal annars hvernig málfarið mótar hópinn sem í kringum íþróttirnar er. - jbg/sjá síðu 30 Guðmundur Sæmundsson: Doktorsritgerð um tungutak íþróttanna RÓLEGT Í dag verður hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum en hætt við lítilsháttar skúrum vestan til síðdegis. Hiti 10-16 stig, hlýjast í innsveitum syðra. VEÐUR 4 12 12 11 10 14 Landsliðshópurinn klár Ólafur Jóhannesson tilkynnti 20 manna hóp fyrir vináttulandsleik á móti Aserbaídsjan. ÍÞRÓTTIR 26 VIÐSKIPTI Bankarnir hljóta að skoða allar leiðir til að flytja starfsemi sína úr landi, segir Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greiningar- deildar Landsbanka Íslands. Annað hvort geri þeir það með flutningi höfuðstöðva, eða með því að flytja eignir og yfir í erlend dótturfélög. Í grein sem Edda Rós skrifar í Markaðinn í dag vísar hún til þess að aðstæður bankanna séu hér erf- iðar sökum lítils baklands og ekki horfur á að þær batni í bráð. Bankarnir þurfi „lánveitanda til þrautarvara“ en það gerist ekki nema með því að Seðlabankinn auki gjaldeyrisforðann, eða að hér verði skipt um mynt. - óká / Sjá Markaðinn Valkostirnir eru öflugur gjaldeyrisforði eða ný mynt, segir Edda Rós Karlsdóttir: Bankastarfsemi á leið úr landi HEIMSMEISTARARNIR LAGÐIR Strákarnir okkar gerðu sér lítið fyrir og lögðu ríkjandi heimsmeistara Þjóðverja að velli, 33-29, í öðrum leik handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Peking í gær. Ísland trónir á toppi B-riðils en næsti leikur liðsins er á morgun gegn Suður-Kóreu. Sjá síðu 26. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYKJAVÍK „Ef samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn kæmi til umræðu tel ég að það þurfi að skoða í fullri alvöru þannig að borgarmálin séu ekki öll í uppnámi,“ segir Guðni Ágústs- son, formaður Framsóknarflokksins. Guðni segir skyldu borgarfulltrúa að koma á sterkum meirihluta. „Ég treysti Óskari Bergssyni og hans fólki til þess að fara mjög vel yfir hvort það kæmi til greina,“ segir Guðni. Guðni neitar að til greina komi að fram- sóknarmenn gangi inn í samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn og F-lista í borginni. „Ég met það svo að þriðja hjólið sé ekki valkostur,“ segir Guðni. „Ef þessi meirihluti er ónýtur er hann búinn og þýðir ekkert að reyna að plástra hann eða bæta.“ Guðni kveðst meta stöðuna sem svo að trúnaður sé að bresta innan meirihlutans í borginni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er staðan í borginni mjög viðkvæm og sjálf- stæðis menn farnir að þreifa fyrir sér við aðra flokka. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Óskar Bergsson, oddvita framsóknarmanna, um kvöldmatarleytið í gær neitaði hann viðræðum við sjálfstæðismenn og vildi ekki tjá sig um hvort slíkt hugnaðist honum. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálf- stæðismanna, neitaði einnig viðræðum við framsóknarmenn þegar Fréttablaðið náði tali af honum seint í gærkvöld. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sjálfstæðismenn ætli að funda um meirihlutasamstarfið í dag. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að sjálfstæðismenn hafi viðrað við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra hugmyndir um að útvíkka samstarfið en Ólafur hafi tekið fálega í slíkar hugmyndir. „Ég get ekkert sagt um það sem ég ekkert veit um og ég veit ekki annað en að samstarfið gangi vel,“ sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Frétta- blaðið í gærdag. Geir vill ekki tjá sig um hvort rétt sé að Sjálfstæðisflokkurinn gangi til meirihluta- samstarfs við aðra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur. „Þessi mál eru á forræði borgarstjórnarflokksins okkar og ég ætla hvorki að segja honum fyrir verkum né lýsa sérstökum skoðunum á því.“ Geir segir fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni óviðunandi eins og það mældist í síðustu skoðanakönnun Gallup. „Ég treysti okkar fólki og forystumanninum nýja, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, til þess að rífa fylgið upp,“ segir Geir. Aðspurður segir Geir erfitt að átta sig á því hvort fylgistap í könnunum megi rekja til samstarfs sjálfstæðismanna við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra. „Á langri ævi í stjórnmálum lærist að hafa ekki of miklar áhyggjur af fylgissveiflum í skoðanakönnunum enda erfitt að ráða í þær,“ segir Geir. Hann neitar að vera hvatamaður að því að nýtt samstarf verið tekið upp í borginni. „Ég er ekki með puttann í verkum sem aðrir bera ábyrgð á.“ Hvorki náðist í Hönnu Birnu né Ólaf F. í gær. - ht / vsp Sjálfstæðismenn og Framsókn eiga í óformlegum viðræðum Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks funda í dag um þá viðkvæmu stöðu sem komin er upp í meirihluta- samstarfinu. Oddviti framsóknarmanna neitar að tjá sig um hugsanlegt samstarf við sjálfstæðismenn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.