Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 2
2 13. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR Dr. Mist úðavökvinn er verðlauna uppfinning. Nýtt líf fyrir fólk sem glímir við mikla svita- eða táfýlu. Græðir einnig sár og kláða vegna skordýra- og móskítóbits. Efnið skilur ekki eftir sig bletti á húð eða fatnaði né veldur ertingu. Byggt á uppfinningu úr Dauðahafinu. Þú trúir okkur ekki fyrr þú reynir Dr. Mist! Viðvarandi líkamslykt ? P IP A R • S ÍA • 7 2 5 0 3 ALÞINGI Óundirbúnar fyrirspurnir verða á dagskrá fyrsta þingfund- ar framhaldsþingsins, sem stendur frá 2. til 12. september. Að öðru leyti er dagskráin óákveðin. Sú tilhögun að halda þingfundi í september er nýlunda sem ákveðin var með breytingu þingskaparlaga síðastliðinn vetur. Meðal viðamikilla mála sem að líkindum koma til meðferðar septemberþingsins eru sjúkra- tryggingar, skipulagslög, þróunarsamvinna og innleiðing matvælalöggjafar Evrópusam- bandsins. Þá er viðbúið að þingið staðfesti bráðabirgðalög sem sett voru í sumar um eigin áhættu tiltekinna tjónaþola í jarðskjálft- anum á Suðurlandi í maí. - bþs Störf þingsins í september: Byrjað á fyrir- spurnartíma VIÐSKIPTI Yfir 66 milljarðar króna eru í vanskilum í bankakerfinu, samkvæmt tölum Fjármálaeftir- litsins. Upphæð vanskila hefur aldrei verið hærri. Vanskil jukust verulega á öðrum fjórðungi ársins. Vanskil fyrirtækja nema nú 1,1 prósenti af heildarskuld- bindingum, en námu 0,5 prósent- um við lok fyrsta fjórðungs. Eitt prósent lána einstaklinga er í vanskilum. Á þessari öld varð vanskilahlutfallið hæst haustið 2002, 4,11 prósent. Þá voru um 30 milljarðar í vanskilum, en skuldirnar námu þá um 750 milljörðum. Þær eru nú átta sinnum hærri. - ikh / Sjá Markaðinn Aldrei fleiri krónur í vanskilum: Hátt í 70 milljarð- ar í vanskilum DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað fest úrskurð héraðsdóms um að erlendur karlmaður sem grun aður er um glæpi víða erlendis sæti varðhaldi til 19. september. Hann framvísaði fölsuðu vegabréfi við komuna til Íslands í júlí, sagðist vera Palestínumað- ur og sótti um pólitískt hæli. Hann er þekktur meðal alþjóð- legra lögregluyfir valda og er grunaður um ýmsa glæpi í mörgum löndum. Þar hefur hann gengið undir átta nöfnum og sagst vera af ýmsu þjóðerni. Maðurinn hefur tvisvar komið við sögu lögreglu hér vegna ölvunar og óspekta. - sh Vildi pólitískt hæli hérlendis: Átta nafna maður í haldi Sigurbjörn, eruð þið rán-stæð- ir? „Nei, við erum réttstæðir.“ Sigurbjörn Örn Hreiðarsson tryggði Valsmönnum sigur á Fjölni í fyrrakvöld. Þjálfari Fjölnis taldi rangstöðulykt af markinu og sigurinn með stærri ránum sumarsins. FJÖLMIÐLAR Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, er frá og með deginum í dag prentaður á hvítan pappír en ekki þann bleika sem lesendur eiga að venjast. „Þetta er gert í hagræðingarskyni,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. „Með því að hafa Markaðinn samlitan Fréttablaðinu verður hægt að prenta Fréttablaðið og Markað- inn í einu lagi, sem er að sjálfsögðu mun ódýrara og býður upp á meiri sveigjanleika hvað stærðina varðar. Við höfum ákveðið að hafa þennan háttinn á þessar vikurnar meðan blaðið er ekki stærra en raun ber vitni en svo verður Markaðurinn væntanlega aftur kominn í sitt bleika form þegar blaðið stækkar með haustinu.“ Önnur breytingin er sú að nú er Markaðurinn utan um Allt- blaðið en áður var því öfugt farið. - jse Breyting á Fréttablaðinu: Markaðurinn á hvítan pappír LÖGREGLAN Leit að manni við Reynisdranga við Vík í Mýrdal í gær byggðist á gabbtilkynningu. Björgunar- teymi 27 björgunarsveitarmanna var kallað út, ásamt lögreglu, björgunarskipi frá Vestmanna- eyjum, þyrlu og gúmmíbát frá Vík. „Þetta er rándýrt útkall,“ segir Guðmundur Ingi Ingason, varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli, en segir að ekki sé búið að reikna út hve mikill kostnaður inn sé. Hann útilokar ekki að gabbarinn verði rukkaður um kostnaðinn. „Við fengum upplýsingar um að maður væri í háska úti á sjó,“ segir Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir kostnaðinn ekki mikinn fyrir Lands- björg, vegna þess að allir hjá Landsbjörg séu sjálfboðaliðar. „Hitt er hins vegar alvarlegra, að menn rjúka frá daglegum störfum sínum þegar útköll koma og þau störf eru ekki unnin á meðan. Það er mjög súrt að einhver einstaklingur finni sér leik í því að kalla okkur út að gamni,“ segir Kristinn. Símtalið var rakið og segir Guðmundur Ingi að það hafi ekki komið frá nálægu svæði. - vsp Leit Landsbjargar og lögreglu að manni við Vík í Mýrdal var byggð á gabbi: Gabbarinn gæti borgað brúsann BJÖRGUNARSVEIT Bátar, þyrla, skip og björgunarsveitarmenn voru kölluð út til að sinna gabbútkalli. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FÓLK „Þetta leggst rosa vel í mig,“ segir Margrét Vilborg Bjarnadótt- ir, sem tekur við kennslu- og rann- sóknarstöðu við viðskiptaskóla hins virta Stanford-háskóla í Kali- forníu hinn 1. september. Athygli vekur ungur aldur Margrétar, en hún er aðeins þrítug. „Ég kenni MBA-nemendum „modeling“, það er bestun og herm- un,“ segir hún. Hún segir þó aðal- lega um rannsóknarstöðu að ræða. „Það að ná langt í Stanford snýst í raun meira um að ná langt á rann- sóknarsviðinu en þessi kennsla. Ég klára kennsluskylduna á sjö vikum og afganginum af árinu eyði ég í heilbrigðisrannsóknir.“ Margrét er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og með doktors- gráðu í aðgerðagreiningu frá Massachusetts Institute of Technology. „Rannsóknir mínar vestanhafs snúast um hvernig hægt er að beita aðgerðagreiningu í heil- brigðisgeiranum,“ segir Margrét Vilborg. „Þær snúast um það hvernig hægt er að búa til spálík- ön, fylgjast með lyfjum á mark- aði og skapa nýja þekkingu með stórum heilbrigðisgagnagrunnum með upplýsingum um milljónir lífa. Um það snerist doktorsrit- gerðin mín.“ - gh Margrét Vilborg Bjarnadóttir hefur störf við viðskiptaskóla Stanford í september: Þrítug að kenna við Stanford BORGARMÁL Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun hætta í þeim nefndum og ráðum sem hann situr í á vegum Reykjavíkur- borgar. Ástæðan er að hann hyggst stunda nám í borgarfræðum við háskóla í Edinborg. Ekki mun Gísli hins vegar ætla að taka sér frí sem borgarfulltrúi. „Af því sem ég best veit ætlar hann að fljúga tvisvar í mánuði á borgarstjórnar- fundi,“ segir Sif Sigfúsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins. „Það hefur alla vega ekki verið talað við mig um að taka sæti hans.“ Ekki náðist í Gísla Martein vegna málsins. - vsp Gísli Marteinn fer í nám: Flýgur á borgar- stjórnarfundi GÍSLI MARTEINN BALDURSSON MARGRÉT VILBORG BJARNADÓTTIR Margrét er doktor í aðgerðagrein- ingu, fræðigrein sem snýr að hagnýt- ingu stærðfræði. STÓRIÐJA „Auðvitað er mér fullljóst að þið eruð öskuill út í mig,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra á fjölmennum borgarafundi í Borgarhólsskóla á Húsavík í gærkvöldi. Kristján Möller samgönguráðherra var einnig á meðal fundarmanna. Umhverfisráðherrann mætti þangað til að gera grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að setja fram- kvæmdir vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka í heildstætt umhverfis- mat. „Ég er umhverfisráðherra í þessu landi og mér ber að fram- fylgja lögum um umhverfisnefnd; það er beinlínis starfslýsing mín,“ sagði hún. Fjölmargir Húsvíkingar stigu í pontu og voru margir þeirrar skoð- unar að ráðherrann hefði beitt Húsvíkinga misrétti með því að leggja stein í götu þeirra sem standa að framkvæmdunum fyrir norðan meðan hún léti framgang mála vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík óáreittan. Ráðherra tók fram að ákvörðun sín væri ekki til- komin af meinbægni við Húsvík- inga né af sérstakri velvild við Suður nesjamenn heldur hefði kæra vegna álvers í Helguvík komið of seint og því hefði hún ekki heimild til að bregðast við í því tilfelli með sama hætti og hún gerði vegna álversins á Bakka. Bergur Elías Ágústsson, sveitar- stjóri Norðurþings, gagnrýndi Þór- unni fyrir seinagang. Kæra Land- verndar vegna áversins á Bakka hefði borist 18. mars og afgreiðsl- an hefði ekki átt að taka lengri tíma en tvo mánuði. Ákvörðunin lá hins vegar ekki fyrir fyrr en 31. júlí síðast liðinn. Hann sagði enn frem- ur að misræmi væri í málflutningi flokksmanna Samfylkingarinnar en Þórunn hefði sagt að ákvörðun hennar gæti tafið framkvæmdir um nokkrar vikur meðan Katrín Júlíusdóttir, formaður iðnaðar- nefndar, hefði sagt að framkvæmd- ir myndu ekki tefjast um einn dag vegna þessa. Helgi Kristjánsson, sem talaði fyrir hönd Orkuþings, afhenti ráð- herra undirskriftir um fjögur hundruð manna sem skora á stjórn- völd að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að eyða allri óvissu um framkvæmdirnar. Gagnrýndi hann ráðherrann bæði í ræðu sem og bundnu máli. klemens@frettabladid.is Finnst sér mismunað Umhverfisráðherra stóð fyrir máli sínu á borgarafundi á Húsavík í gær. Um 300 manns sóttu fundinn, sem haldinn var í Borgarhólsskóla. Mikill hiti var á fund- inum og var ráðherrann gagnrýndur í ræðu sem og bundnu máli. HITI Í KOLUNUM Á HÚSAVÍK Svavar Cesar Kristmundsson vörubílstjóri hlífir Þórunni Sveinbjarnardóttur ekkert þó að þau séu þremenningar. Kristján Möller hlýðir á. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.