Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 4
4 13. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 18° 16° 22° 21° 18° 20° 21° 22° 25° 28° 32° 23° 21° 26° 30° 31° 19° Á MORGUN 3-10 m/s, stífastur norð- vestan til. FÖSTUDAGUR 5-13 m/s, stífastur vestan til á landinu. 2 4 1 2 1 3 22 4 3 3 14 10 11 11 11 12 12 12 14 15 16 12 12 12 15 1213 13 12 12 6 BREYTINGAR FRAMUNDAN Lítils- háttar breytingar verða á veðurlagi hjá okkur eftir daginn í dag. Má reikna með að á morgun verði nokkuð meiri úr- komuhætta vestan til og sums staðar norðvestan til. Enn fremur bætir nokk- uð í vind vestan til á föstudag og um helgina. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur ORKUMÁL Framleiðsla Orkuveitu Reykjavíkur á heitu vatni fyrir höfuðborgarsvæðið jókst fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Í fyrra nam framleiðslan 38,2 milljónum rúmmetra en í ár 41,9 milljónum rúmmetra sem er aukning um 9,7 prósent. Þrátt fyrir hitabylgjuna í nýliðnum júlí jókst framleiðslan í þeim mánuði miðað við í fyrra um sautján prósent og nam 3,4 milljónum rúmmetra. Samkvæmt gögnum Orkuveit- unnar hefur verð á heitu vatni frá fyrirtækinu lækkað að raungildi um 35 prósent frá árinu 2005. - gar Orkuveita Reykjavíkur: Aukin sala á heitu vatni NESJAVELLIR Héðan kemur stór hluti af heitu vatni Orkuveitunnar. BANDARÍKIN, AP Kornuppskera í Bandaríkjunum virðist ætla að verða betri en óttast var eftir mikil flóð í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna í júní. Er nú áætlað að uppskeran verði sex prósentum minni en í fyrra, en það ár var metuppskera. Er betri afkoma rakin til hagstæðs veðurfars í sumar. Uppskera sojabauna og hveitis stefnir einnig í að fara fram úr fyrri væntingum. Líklegt er að verð frá fram- leiðendum vestra lækki nokkuð fyrir vikið. - gh Kornverð kann að lækka: Uppskera góð vestanhafs SKIPULAGSMÁL Framkvæmdum á efri hluta Skólavörðustígs er nú að ljúka og keppast verktakar við að leggja lokahönd á yfirborðs- frágang í tæka tíð fyrir sérstaka opnunarhátíð næstkomandi laugardag. Í tilkynningu frá Framkvæmda- og eignasviði segir að allt yfirborð götu og gangstétta hafi verið endurnýjað ásamt lögnum veitufyrirtækja. Einnig hafi verið skipt um jarðveg og upphitað göturými nái nú frá Skólavörðu- holti niður í Kvos. Í tilkynning- unni segir að áhersla hafi verið lögð á að hraða framkvæmdum sem mest og halda gönguleiðum opnum þar sem um vinsæla verslunar- og göngugötu sé að ræða. Verkáætlun hafi staðist að mestu. - ovd Endurnýjun Skólavörðustígs: Framkvæmd- um að ljúka SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Verktakar vinna hörðum höndum við að klára fram- kvæmdir á Skólavörðustíg fyrir opnunar- hátíðina á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Æja, listamannsnafn Þóreyjar Bergljótar Magnúsdóttur, misritaðist í aukablaði Fréttablaðsins Heimili og hönnun hinn 8. ágúst. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTTING GEORGÍA, AP Dmitri Medvedev Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær rússneska hernum að hætta árásum í Georgíu. Rússar hafa síðustu fimm daga barist við Georgíumenn við hlið aðskilnaðar- sinna frá héruðunum Suður- Ossetíu og Abkasíu í Georgíu. Medvedev fundaði með Nicol- as Sarkozy Frakklandsforseta í gær. Að loknum fundinum til- kynnti Medvedev að Rússar hefðu samþykkt tillögur Evrópu- sambandsins um vopnahlé og alþjóðlegar viðræður um stöðu Suður-Ossetíu og Abkasíu. Átökin hófust á fimmtudag þegar Rússar brugðust við árásum Georgíumanna í Suður- Ossetíu. Rússar réðust í fyrra- dag á skotmörk í Georgíu utan Suður-Ossetíu og Abkasíu. Lík- lega hafa þúsundir látist í átök- unum. Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín. Þrýstingur Vesturlanda virðist hafa átt þátt í ákvörðun Rússa að hætta árásum í Georgíu. En Rússar segjast hafa náð því markmiði sínu að vernda rúss- neska ríkisborgara og friðar- gæsluliða í aðskilnaðarhéruðum Georgíu. Þeir hafa einnig skilið georgíska herinn eftir veikari og skaðað olíuflutninga um Georgíu til Evrópu. - gh Rússar hafa samþykkt að hefja friðarviðræður við Georgíumenn: Rússar segjast hættir árásum í Georgíu NICOLAS SARKOZY OG DMITRI MED- VEDEV Sarkozy sagði í gær að Evrópu- sambandið væri reiðubúið til að senda friðargæsluliða á átakasvæðin í Georgíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ■ Georgíustjórn lagði í gær fram kæru gegn Rússum fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag. Saka þeir Rússa um þjóðernishreinsanir í Georgíu frá 1993 til 2008. ■ Aðalsaksóknari Alþjóðastríðs- glæpadómstólsins í Haag, Luis Moreno-Ocampo, sagði mögulegt að rannsakaðir yrðu meintir stríðs- glæpir á átakasvæðunum í Georgíu. ■ Mannréttindadómstóll Evrópu krafðist þess af Rússum að þeir hættu aðgerðum sem ógnuðu lífi óbreyttra borgara í Georgíu. SAKA RÚSSA UM ÞJÓÐARMORÐ UMHVERFISMÁL „Það stórsér á jörð- inni, það er meðal annars farinn heill vegur,“ segir Sigursteinn Jósefsson, landeigandi í Hjarðar- nesi í Hvalfirði. Að sögn Sigursteins hefur landrof orðið við jörð hans frá því að Björgun hóf vinnslu í sjónum þar úti fyrir um aldamótin. Fyrirtækið hafi fram undir þann tíma ekki getað stundað sjávarvinnslu undan Hjarðar nesi vegna háspennustrengs sem lá þar yfir Hvalfjörðinn. Strengur inn hafi hins vegar verið tekinn upp og lagður í Hvalfjarðar- göngin þegar þau voru byggð. Sigursteinn segir björgun alla tíð hafa þrætt fyrir áhrif þess að dæla efni úr sjó á strandlengjuna. Hann kveðst hafa undir höndum ljós- myndir sem sýni landrofið og þær breytingar sem orðið hafi í Hjarðar- nesi á síðustu árum. Fréttablaðið hefur þó ekki fengið myndirnar til birtingar. „Sjónvarpið ætlar að vera á undan með þetta,“ segir Sigur- steinn. Gunnlaugur Kristjánsson, for- stjóri Björgunar, segir fyrirtækið stunda malarnám á þremur stöðum í sjó; í Kollafirði, í Hvalfirði og í Faxaflóa. Hver og einn þessara þriggja staða sé nú í umhverfismati hjá Skipulagsstofnun. „Ég tel að það væri best fyrir alla að bíða eftir að niðurstaða umhverfis- matsins liggi fyrir,“ segir Gunn- laugur. Forstjóri Björgunar vísar til þess að landrof hafi verið þekkt hérlend- is í gegnum aldirnar. „Til dæmis var Saltvíkurbærinn á Kjalarnesi fluttur þrisvar eða fjórum sinnum frá landnámi fram til um 1700 vegna landrofs. Þá var Björgun ekki með starfsemi,“ segir Gunn- laugur, sem ennfremur kveðst vilja vekja athygli á því hversu gríðar- lega mikill akstur þungaflutninga- bíla sparist með efnistöku úr sjó miðað við flutninga úr námum langt inni í landi. Umhverfismat vegna þriggja fyrrnefndra námasvæða er lengst komið vegna Kollafjarðar. Í umsögn til Skipulagsstofnunar segir umhverfissvið Reykjavíkurborgar að óvissa sé í niðurstöðum Siglinga- stofnunar um áhrif strandrofs: „Gætu því námur sem liggja rétt innan við mörkin í raun verið að valda auknu strandrofi.“ gar@frettabladid.is Deila í Hvalfirði um malartöku í sjónum Jarðareigandi í Hvalfirði segir malarnám fyrirtækisins Björgunar á hafsbotni valda strandrofi. Forstjóri Björgunar vísar í Siglingastofnun, sem telur áhrif malarnáms á landrof lítil. Óvissa um er málið segir umhverfissvið borgarinnar. SANDDÆLUSKIP Í HVALFIRÐI Eigandi Hjarðarness yst við sunnanverðan Hvalfjörð segir heilan veg hafa horfið í sjóinn eftir að malarnám hófst í sjónum undan jörðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Máli Plame vísað frá dómi Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur staðfest frávísun málshöfðun- ar Valerie Plame gegn háttsettum meðlimum Bush-stjórnarinnar. Hún sakaði meðal annars Dick Cheney um að hafa átt þátt í að koma upp um að hún væri leyniþjónustufulltrúi CIA. BANDARÍKIN GENGIÐ 12.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 158,8034 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 81,78 82,18 155,53 156,29 121,79 122,47 16,323 16,419 15,192 15,282 12,963 13,039 0,7419 0,7463 129,27 130,05 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.