Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 8
8 13. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 Hver syngur í óperu hér á landi í fyrsta sinn í fjórtán ár í haust? 2 Hvað heitir fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sem handtökuskipun var gefin út á á mánudag? 3 Hvernig fór leikur ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeild- inni á mánudagskvöld? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 UTANRÍKISMÁL Davíð Oddsson ofmat samningsstöðu íslenskra stjórn- valda gagnvart Bandaríkjunum í aðdraganda þess að herstöðinni í Keflavík var lokað. Það sama átti við um fleiri háttsetta embættis- menn og ritstjóra Morgun blaðsins. Illa var haldið á samningaviðræð- um við bandaríska embættismenn sem Albert Jónsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, leiddi. Íslensk stjórnvöld höfðu samþykkt ósk breskra stjórnvalda um að styðja árásina á Írak áður en Bandaríkjamenn birtu lista „hinna viljugu þjóða“ árið 2003, þvert á það sem Davíð og Halldór Ásgríms- son hafa fullyrt til þessa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Vals Ingimundar sonar, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands, í nýrri bók; Uppbrot hug- myndakerfis. Í bókinni greinir hann samskipti Íslands og Banda- ríkjanna frá endalokum kalda stríðsins. Valur telur að samnings- staða Íslands gagnvart Bandaríkj- unum hafi í raun ekki verið nein þrátt fyrir þá tiltrú forsætis- og utanríkisráðherra að hótun um uppsögn varnarsamnings þjóðanna væru jafn beitt vopn og hún hafði verið um áratugaskeið. Þátt Davíðs Oddssonar telur hann þar veiga- mestan en aðrir ráðamenn og rit- stjóri Morgun blaðsins voru undir sömu sök seldir. Á lokastigum samningavið- ræðna um brottför hersins telur Valur jafnframt að það hafi verið mistök að slíta ekki viðræðum eftir að þær virtust vera komnar í strand. „Trúverðugleiki íslenskrar utanríkisstefnu beið hnekki þegar ekki var staðið við margítrekaðar hótanir um uppsögn varnar- samningsins,“ er jafnframt niður- staða Vals. Valur setur deilur stjórnvalda landanna um brott- hvarf hersins í samhengi við aðdraganda Íraksstríðsins. Fram kemur að íslensk stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við innrásina eftir að ljóst var að heraflinn yrði kall- aður héðan, en Davíð og Halldór hafi talið að slíkur stuðningur myndi liðka fyrir í samningum um að þyrlur, her þotur og sá mannafli sem þjónustaði þær yrðu hér um kyrrt. Fljótlega var þó ljóst að stuðningur Íslands við innrásina skipti þar engu máli. Athygli vekur í grein Vals að stuðningur við árásina var stað- festur þegar ósk breskra stjórn- valda þar um barst, degi fyrr en fyrrverandi forsætis- og utanríkis- ráðherrar hafa haldið fram að slík bón hafi borist frá Bandaríkja- mönnum. Halldór Ásgrímsson sagðist í viðtali við Fréttablaðið enga vitn- eskju hafa um samskipti við Breta vegna málsins. Þegar leitað var viðbragða Davíðs Oddssonar feng- ust þau skilaboð að hann hygðist ekkert tjá sig um grein Vals. svavar@frettabladid.is Stjórnvöld ofmátu stöðu til samninga í varnarmálum Stjórnvöld ofmátu stöðu Íslands í deilum vegna brotthvarfs Bandaríkjahers. Stuðningur við Íraksstríðið kom fram fyrr en Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa haldið fram. Halldór neitar. Davíð tjáir sig ekki. LYKILMENN Þáverandi framkvæmdastjóri NATO, George Robertson lávarður, heimsótti Ísland þegar deila Bandaríkjanna og Íslands um brotthvarf hersins var í algleymingi árið 2003. Hann gegndi lykilhlutverki í samskiptum við æðstu ráðamenn Banda- ríkjanna sem hafði mikið að segja um framvinduna. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK Það eru ekki bara svik og prettir sem birtast þeim sem fylgjast með. Það má spara tugi þúsunda á ári ef neytendur taka sér örfáar sekúndur til þess að fylgjast með verðlagi. Okkur barst þetta bréf frá Hannesi: Hæ Neytendavakt. Ég var í Elkó Lindum yfir opnunarhelgina þar og sá venjulega Stanley gluggasköfu sem var auglýst sem „keramík- skafa“, verðið var ríflega 1.200 krónur og mér fannst það frekar dýrt. Ég fór síðan í Krónuna sem er við hliðina og þar sá ég sömu sköfu á 140 krónur. Ég keypti sköfuna í Krónunni að sjálfsögðu. Um daginn fór ég aftur í sömu verslanir og þá var sama verð á þessu. Sem sagt tæplega tíu sinnum dýrara í Elkó. Skafan var reyndar seld undir öðru nafni, en þetta var sama varan. Af því að Hannes nennti að fylgjast með því hve mikið varan sem hann vantaði kostar sparaði hann sér heilar 1.160 krónur í innkaupum á einni vöru. Af augljósum ástæðum kaupir venjulegt fólk sér ekki keramíksköfur á hverjum degi. Aðrar vörur eru líka á mjög ólíku verði. Sem dæmi má nefna mat og drykk, fatnað, raftæki eða leikföng. Flott hjá þér, Hannes! Þegar fylgst er með verði má spara sér margar krónur: Vökulum augum ber að hrósa ÞÚSUNDKALL OG MEIRA TIL Hannes sparaði auðveldlega með því að vera vakandi. Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is HELGA ÞÓREY neytendur@frettabladid.is VALUR INGIMUNDARSON Ný grein sagn- fræðiprófessorsins gerir upp samskipti Íslands og Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÉLAGSMÁL Tímabært er fyrir alls- herjar nefnd Alþingis að skoða að nýju hvort taka skuli upp svokall- aða austurríska leið í heimilis- ofbeldis málum á Íslandi. Þetta segir Birgir Ármannsson, for- maður nefndarinnar. Austurríska leiðin byggir á þeirri meginreglu að ofbeldis- menn séu fjarlægðir af heimilum í stað þolendanna. „Ég tel alveg tímabært að taka nýja umferð í þessu máli án þess að menn geti gefið sér niðurstöð- una fyrir fram,“ segir Birgir. „Maður getur vel séð fyrir sér tilfelli þar sem þessi leið á við, en um leið þarf að hafa í huga að það er viðurhlutamikil ráðstöfun að fjarlægja mann af eigin heimili og meina honum að koma þangað.“ - sh Formaður allsherjarnefndar: Ræða þarf aust- urrísku leiðina FÓLK Shiro Itoh, rúmlega sjötugur glerbúðareigandi frá Japan, hefur ákveðið að gefa íslenskum börnum gjöf. Um er að ræða svokallaðan koinobori, fimm metra langt flagg sem er í laginu eins og karfi. Slík flögg eru notuð til að fagna sérstökum barnadegi, sem haldinn er hátíðlegur 5. maí ár hvert í Japan. Samkvæmt Tomoko Daimaru, starfsmanni sendiráðs Japans á Íslandi, er Itoh Íslandsvinur sem hefur heimsótt landið tvisvar sinnum. Hann færði dýragarðin- um í Berlín svipað flagg að gjöf fyrir nokkrum árum. Flaggið verður dregið að húni við selalaugina í Húsdýragarðin- um 20. ágúst næstkomandi. - kg Gjafmildur Japani: Íslenskir krakk- ar fá koinobori KOINOBORI Flaggið verður dregið að húni í Húsdýragarðinum hinn 20. ágúst. JARÐSKJÁLFTI „Þetta eru náttúru- hamfarir og hvort sem það eru jarðskjálftar eða snjóflóð þá er ríkisstjórnin á þeirri skoðun að það eigi enginn að sitja eftir í alvarlegum erfið leikum út af náttúruham- förum,“ segir Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra. Alls hafa 55 erindi borist þjónustumið- stöð vegna Suðurlandsskjálfta þar sem fólk óskar stuðnings vegna ótryggðra tjóna af völdum skjálft- anna. Í Fréttablaðinu í gær sagði Ólafur Örn Haraldsson, verkefna- stjóri þjónustumiðstöðvarinnar, að hvert og eitt erindi yrði metið, án fyrir fram loforða um niður- stöður. „Við munum, með sanngjörnum hætti, koma til móts við þau tilfelli sem lenda fyrir utan viðlagatrygg- ingafyrirkomulagið,“ segir Björg- vin. Því til undirstrikunar hafi ríkis stjórnin með bráðabirgðalög- um breytt viðmiðunarmörkum við- laga tryggingar vegna innbústjóna úr 80 þúsund krónum í 20 þúsund. Björgvin segir tryggingar bæta flest tjón vegna skjálftanna en hins vegar snúist þetta um bætur vegna jaðartilfella. Sem dæmi þekki hann til tilfellis þar sem eig- andi húss fái greiddar bætur í samræmi við brunabótamat húss- ins sem dæmt hefur verið ónýtt. Kostnaður við að rífa húsið og farga því sé umtalsverður auk þess sem eigandinn þurfi að koma sér upp nýju heimili. „Jaðartilvik eru sem betur fer ekki mörg en þau geta verið mjög alvarleg og þá á samfélagið að koma til móts við þá einstaklinga eins og frekast er kostur.“ - ovd Viðskiptaráðherra segir að ótryggð tjón vegna Suðurlandsskjálftanna verði bætt: Jaðartilfellin verða líka bætt ÓNÝTT HÚS Til stendur að rífa vel á þriðja tug húsa sem skemmdust í skjálftunum 29. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON KÍNA, AP Hnífamenn drápu þrjá verði við varðstöð í Xinjiang- héraði í Vestur-Kína í gær. Alls 31 hefur látist í ofbeldisöldu í héraðinu síðustu daga. Innfæddir íbúar Xinjiang- héraðs kallast Vígúar og eru flestir múslimar. Þeir halda því fram að kínversk stjórnvöld mismuni þeim og margir þeirra vilja sjálfstæði frá Kína. Svo virðist sem vígúískir vígamenn vilji nýta þá athygli sem Kína hlýtur vegna Ólympíuleikanna til að vekja athygli á sjálfstæðisbar- áttu sinni. - gh Þrír drepnir í hnífstunguárás: Ofbeldisalda í Vestur-Kína VARÐSTÖÐ Í XINJIANG-HÉRAÐI Öryggis- gæsla hefur verið hert í héraðinu síðustu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hættulegar stígamerkingar Pálmi Freyr Randversson, sérfræð- ingur í samgöngumálum Reykjavíkur, segir að það geti hafa dregið úr öryggi að aðgreina umferð gangandi og hjólandi vegfarenda með málaðri línu á völdum stígum borgarinnar. Þess vegna verði hætt að merkja þá. Þetta kom fram í máli Pálma er hann heimsótti umhverfisráð Kópavogs sem nú íhugar slíkar merkingar. REYKJAVÍK IÐNAÐUR Iðnaðarráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu um olíumál, Iceland Exploration Conference 2008, dagana 4. til 5. september næstkomandi og er það fyrsta ráðstefnan af þessu tagi hérlendis. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Nordica Hotel í Reykjavík. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra mun ávarpa ráðstefnuna og síðan flytja erindi danskir, norskir, færeyskir og íslenskir sérfræðingar. Sérstaklega verður fjallað um mögulega nýtingu á Jan Mayen- svæðinu. - ghs Iðnaðarráðuneytið: Ráðstefna um olíumál VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.