Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 17
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 13. ágúst 2008 – 33. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Sagan á bak við Róbert Wessman 4-5 Edda Rós Karlsdóttir Bankarnir úr landi? Skattur á dropann - Forsætis- ráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, vill hækka álögur á olíu svo að aðrir orku- gjafar verði frekar notaðir. Í við- tali við New York Times boðar hann frumvarp um breytingar á skattalögum í þá veru. Verðbólgufaraldur - Verðbólga í Danmörku hefur ekki verið meiri í nær tuttugu ár og mælist nú fjögur prósent. Verðbólgan í Bret- landi hefur náð sextán ára há- marki og mælist nú 4,5 prósent. Hér er verðbólgan 13,6 prósent. Dýrir leikar - Opinberar tölur um kostnað við Ólympíuleikana hafa ekki enn verið birtar en þegar kostnaður við mannvirki og sam- göngur er tekinn með í reikning- inn hljóðar hann upp á 25 til 40 milljarða Bandaríkjadala. Kreppan ekki að baki - Breska fjármálafyrirtækið Hender- son Global Investors spáir því að hlutabréfamarkaðir í heimin- um muni ekki ná stöðugleika fyrr en í fyrsta lagi á öðrum ársfjórð- ungi næsta árs og verðbólga muni áfram aukast í heiminum á næstu mánuðum. Henderson spáir einnig áframhaldandi hækkun á orku- og matarverði. Olíuverð mun hækka – Breska hagrannsóknarstofnunin Chatham House spáir því að olíuverð muni fara yfir 200 dali á næstu árum. Framboðskreppa muni hafa áhrif á markaðinn á næstu fimm til tíu árum. Verð á hráolíu hefur ekki verið lægra í þrjá mánuði. Skuldatryggingarálag (CDS) bankanna hefur lækkað skarp síðustu daga og stendur nú í 887 punktum á Kaupþing, 910 punkt- um á Glitni og 605 punktum á Landsbankann. Álagið var tæp- lega 1.100 punktar á Kaupþing og Glitni í byrjun ágúst og 725 punktar á Landsbankann. „Fyrstu við- brögð eftir upp- gjörin voru já- kvæð,“ segir Guðni Aðalsteins- son, framkvæmda- stjóri fjárstýring- ar hjá Kaupþingi, en lagið lækkaði um 80 til 90 punkta strax í kjölfar uppgjöra bank- anna. „Markaðurinn er óskilvirkur og lítil viðskipti hreyfa mikið við honum,“ segir Guðni og bætir við þar hafi áhrif sumarleyfi í Evrópu. Hann kveðst þó hafa heyrt að einhverjir hafi fjárfest í gegnum CDS-álög í morgun en ekki hafi verið um háar upphæð- ir að ræða. Guðni gerir ráð fyrir því að það lifni yfir CDS-markaði í september. - bþa CDS-álagið hefur lækkað GUÐNI AÐAL- STEINSSON Yfir 66 milljarðar króna eru í vanskilum í bankakerfinu. Saman lögð upphæð vanskila hefur aldrei verið hærri í krón- um mælt. Vanskil fyrirtækja og einstakl- inga jukust verulega á öðrum fjórðungi ársins. Vanskil fyrir- tækja sem staðið hafa í mánuð eða lengur nema nú 1,1 pró- senti af heildarskuldbindingum, en námu 0,5 prósentum við lok fyrsta fjórðungs. Vanskil ein- staklinga nema einu prósenti af heildarskuldbindingum. Á þessari öld varð vanskilahlut- fallið hæst haustið 2002, 4,11 prósent. Þá voru um 30 millj- arðar í vanskilum, en heildar- skuldbindingar fólks og fyrir- tækja við bankakerfið um 750 milljarðar króna. Síðan þá hafa skuldirnar við bankakerfið auk- ist verulega. Þær nema yfir sex þúsund milljörðum króna. Um þrjátíu milljarðar króna voru í vanskilum í lok mars. Ranghermt var í Fréttablað- inu í gær að vanskilaupphæðin um mitt árið hefði numið um sex milljörðum króna. Beðist er vel- virðingar á því. Dráttarvextir eru nú 26,5 pró- sent. Árlegir dráttarvextir af því sem nú er í vanskilum slaga því hátt í átján milljarða króna. Bankarnir þrír settu um 29 milljarða króna á afskriftareikn- inga sína á fyrri hluta þessa árs (sjá töflu á síðu 4 og 5). Þetta er heldur meira en allt síðasta ár. Þá voru tæpir 20 milljarðar afskrifaðir. Forstjóri Fjármála- eftirlitsins hvetur banka til að leggja meira til hliðar. - ikh Vanskilaupphæðin aldrei hærri Ingimar Karl Helgason skrifar „Standi valið milli þess að fá lán eða erlent áhættu- fjármagn, þá er það auðvelt. Auðvitað ættum við frekar að fá áhættufjármagnið,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann tekur fram að hann sé þó ekki á móti því að gjaldeyris- forði Seðlabankans verði aukinn. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við álver Cent- ury í Helguvík og undanfarið hefur mikið verið deilt vegna hugsanlegs álvers Alcoa á Bakka við Húsa- vík. Þá verður álver Rio Tinto – Alcan í Straumsvík, stækkað og framleiðsla aukin um fjörutíu þúsund tonn á ári. Orkan til þeirrar stækkunar á að koma úr Búðarhálsvirkjun Landsvirkjunar. Sigurjón býst við að þrengingar í efnahagslífinu vari út þetta ár og hið næsta. „Núna snýst þetta ekki bara um lausafjárskort. Hækkanir á orkuverði hafa aukið á vandann. Þær hafa líka haft í för með sér hærra hrávöruverð og matvælaverð og í framhald- inu meiri verðbólgu. Þetta er orðinn vandi sem ekki verður eingöngu leystur með vaxtabreytingum.“ Sigurjón segir brýnt að Íslendingar nýti orku- lindir sínar. „Ég teldi annað vera ábyrgðarleysi.“ Álverð hafi hækkað mjög undanfarin ár auk þess sem eftirspurn eftir orku hafi aukist til muna. „Það bætir samningsstöðuna, ekki spurning.“ Margir kalla eftir stóru láni ríkisins. Síðast í gær sagði Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Grein- ingardeildar Landsbankans, að lántaka til að efla gjaldeyrisforðann yrði til þess að auka tiltrú á fjár- málakerfi landsins. Bloomberg hafði eftir Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra að ekki stæði til að taka lánið á næst- unni. Edda Rós sagði þá yfirlýsingu óheppilega. Árni segir í samtali við Markaðinn að lántaka sé á dagskrá, en aðstæður nú séu ekki góðar. Tryggvi Þór Herbertsson, bankastjóri Aska Capi- tal, var nýlega ráðinn efnahagsráðgjafi ríkisstjórn- arinnar til hálfs árs. Sigurjón Árnason telur það heldur skamman tíma. „Ég myndi halda að fyrst ríkisstjórnin fær sér sérstakan efnahagsráðgjafa, þá væri vænlegra að hann væri með í ráðum allt ferlið, meðan þetta ástand gengur yfir. Að minnsta kosti út kjörtímabilið.“ Fjárfestingu frekar en erlenda lántöku Bankastjóri Landsbankans segir vænlegra fyrir íslenskan efnahag að fá fjárfestingu inn í landið, fremur en að ríkið taki lán, ef velja þyrfti á milli. Fjármálaráðherra segir lántöku á dagskrá. 64 Arðsemi góð Samanburður á uppgjöri bankanna ...við prentum! Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.