Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 32
4,4% 90% 1,1%verðbólga mælist nú í Bretlandi. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð þar sem verðbólga í Bretlandi er yfir þriggja pró- senta efri þolmörkum Englandsbanka. Stýrivextir bankans eru nú fimm prósent. samdráttur hefur verið á heildarveltu á innlendum hlutabréfamarkaði á milli ára. Júlí 2007 var þó óvenjulegur mánuður því viðskipti vegna yfirtökunnar á Actavis gengu þá í gegn. heildarútlána voru í vanskil- um við lok annars ársfjórðungs samanborið við 0,5 prósenta útlána í lok fyrsta ársfjórðungs. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð „Þótt námsmann vanti ekki pen- inga í vetur kann það engu að síður að vera sterkur leikur hjá honum að taka námslán hjá LÍN og leggja féð til hliðar,“ sagði í frétt á baksíðu Morgunblaðsins um helgina og vísað til hagstæðra vaxtakjara námslána miðað við önnur lán sem eru í boði. Ein- hverjum kynni þó að þykja vafa- samt siðferði að ætla að nýta með slíkum hætti opinber úrræði sem tryggja eiga jafnrétti til náms. Að minnsta kosti gæti framferð- ið lagst illa í þá hina sem þurfa að draga fram lífið á útreiknaðri framfærsluþörf LÍN. Spurning hvort blaðið ætlar að birta fleiri slík góðráð, svo sem um hvern- ig fólk geti fengið hærri bætur láti það hjá líða að skrá sig í sam- búð, eða hvar glufur sé að finna í skattkerfinu. Auratal og sparnaðarráð Piparsveinar eru tuttugu pró- sent orkufrekari en einhleypar konur. Þetta kemur fram í rannsókn sem FOI, Örygg- is- og varnarmálarannsóknar- stofnun Svíþjóðar, hefur látið gera. Tilgangur rannsóknarinnar var að finna leiðir fyrir fólk til að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Í rannsókninni kemur fram að hjá einhleypum konum tengist hún fyrst og fremst kaupum á neysluvarningi svo sem fötum, en hjá karlmönnum bílaakstri. Þá kemur fram að einhleyp- ir karlmenn hafi reynst mun síður móttækilegir en konur fyrir ábendingum um að breyta neysluháttum sínum til að draga úr losun koltvísýr- ings. Piparsveinar orkufrekir Geir H. Haarde forsætisráð- herra hefur sagt að aðgerðar- leysi ríkisstjórnarinnar beri ár- angur. Það finnur fólk ef til vill í verðlagi og afborgunum lána. Skammt er frá því tilkynnt var um ráðningu sérstaks efna- hagsráðgjafa ríkisstjórnarinn- ar til sex mánaða. Tryggvi Þór Herbertsson hefur hins vegar lítt sést í stjórnarráðinu undan- farna daga. Hann er nú staddur í Kína. Að sögn er hann í löngu skipulögðu, en stuttu, sumar- leyfi. Þetta finnst sumum þó vera í takti við aðgerðarleysis- stefnu ríkisstjórnar- innar. Það er bara allt í fína í Kína. Allt í fína í Kína

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.