Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 34
18 13. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1900 Minnisvarði um Otto Wathne er afhjúpaður á Seyðisfirði. 1950 Minningarhátíð um Jón biskup Arason er haldin á Hólum í Hjaltadal og minnismerki sem er 27 metra hár klukkuturn er vígt. 1957 Urho Kekkonen, forseti Finnlands, kemur í sjö daga opinbera heimsókn til Íslands. 1987 Kringlan opnuð. Um fjöru- tíu þúsund manns komu í húsið fyrsta daginn. 1992 Um sex hundruð manns sækja fyrsta útibíóið hér á landi í Borgarnesi. 1993 Bíómyndin Jurassic Park frumsýnd á Íslandi. Fyrstu tvo mánuðina sáu um 74 þúsund manns myndina. AFMÆLI PÁLL BERG- ÞÓRSSON veður- fræðingur er 85 ára. SIGRÍÐUR DÚNA KRIST- MUNDS- DÓTTIR mann- fræðingur er 56 ára. EINAR ÁGÚST VÍÐISSON söngvari er 35 ára. AGNAR JÓN EGILSSON leikstjóri er 35 ára. Herðubreið verður gengin í dag í til- efni af því að hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta gangan sem vitað er um fyrir víst var farin upp fjallið. Ferða- félag Akureyrar býður upp á þessa afmælisgöngu í samstarfi við Ferða- félag Íslands. „Herðubreið sem er nú svolítið sér- stakt fjall hefur ákveðinn sess í hugum fólks enda er þetta nú þjóðar fjallið síðan 2002,“ segir Ingvar Teitsson, fararstjóri í afmælisgöngunni. „Fyrir okkur Ferðafélagsmenn á Akureyri er þetta fjall sérstakt og meðal annars er það í skjaldarmerki okkar.“ Ingvar segir að í gönguna fyrir hundrað árum hafi tveir menn farið, þeir Hans Reck sem var þýskur jarð- fræðingur og leiðsögumaðurinn Sig- urður Sumarliðason frá Bitrugerði við Eyjafjörð. „Þeir gengu Herðubreið því þeir voru að leita að Þjóðverj- um sem hurfu í Öskju árið áður. Með þeim var kona sem var unnusta ann- ars þeirra sem fórst í Öskjunni 1907,“ segir Ingvar og bætir við að hún hafi staðið fyrir því að farið var til Íslands til að kynna sér aðstæður og á leiðinni inn í Öskju var farið um Herðubreiðar- lindir og gist þar. „Þeim leist vel á Herðubreið og ákváðu að prófa að ganga hana. Þeir fundu leiðina vestan á fjallið sem farin er í dag og komust upp,“ upplýsir Ingv- ar og útskýrir að einungis sé einn stað- ur fær upp þjóðarfjallið okkar og það sé í vesturhlið þess. Ingvar segir að Þjóðverjarnir hafi haldið áfram að Öskju eftir að Herðu- breið var gengin. „Þeir voru þar í nokkra daga að leita en fundu ná- kvæmlega ekkert. Eftir það var unn- ustunni ljóst að það var ekkert meira í þessu að gjöra,“ útskýrir Ingvar og heldur áfram: „Hennar unnusti var farinn og eins og segir í málshættin- um: Alltaf má fá annað skip og annað föruneyti því að hún giftist fljótlega eftir heimkomuna þýska jarðfræð- ingnum sem fyrstur gekk á Herðu- breið,“ segir Ingvar og bætir við að dramað í göngunni hafi því endað sem hálfgerð ástarsaga. Hans Reck og föruneyti völdu nokk- uð góðan tíma til að ganga Herðu- breið því að sögn Ingvars er best að fara upp seinni part sumar. „Því ef að er sæmilega hlýtt og ekki hefur verið mjög snjóþungt veturinn áður er snjórinn farinn úr uppgöngunni og þá er þetta svo sem hættulítið ef farið er að með gát.“ Aðspurður segir Ingvar gönguna mjög tilkomumikla. „Spennan við að fara upp Herðubreið er tvenns konar, bæði er spurningin hvort einhverjir erfiðleikar verði vegna klaka og grjóthruns og þegar komið er upp á tind er spurning hvort eitthvað annað en þoka sést,“ segir Ingvar og bætir brosandi við að ef fólk sé heppið sjá- ist yfir hálft landið en ef það sé minna heppið sjáist eitthvað minna. Eftir fyrstu Herðubreiðargönguna jukust ferðir upp á hana að sögn Ingv- ars. „Þá vissu menn hvar átti að fara og ferðunum fjölgaði og núna er hún býsna fjölfarin.“ martaf@frettabladid.is HERÐUBREIÐ: GENGIN Í HUNDRAÐ ÁR Göngudrama varð að ástarsögu INGVAR TEITSSON Leiðsegir fólki í hundrað ára afmælisgöngu á Herðubreið í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jónína S. Snorradóttir lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 9. ágúst. Snorri Aðalsteinsson Martha Sverrisdóttir Eggert Aðalsteinsson Guðrún E. Bjarnadóttir Gunnar Aðalsteinsson Guðbjörg Guðmundsdóttir og barnabörn. FLORENCE NIGHTINGALE LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1910. „Konur hafa enga samúð og mín reynsla af konum er næstum jafn stór og Evrópa.“ Florence Nightingale var frum- kvöðull í hjúkrun og er meðal annars þekkt fyrir að lækka dánartíðni særðra manna í Krímstríðinu sem háð var á árunum 1853-1856. Ráðherra banda- ríska sjóhersins leyfði konum að ganga til liðs við landgöngu- lið bandaríska flotans til að gegna skrifstofu- störfum árið 1918. Opinberlega var Opha Mae Johnson fyrsta konan til að ganga til liðs við land- gönguliðið. Hún var fyrst um þrjú hundruð kvenna sem skráðu sig árið 1918 en konurn- ar tóku við skrifstofustörfum af sjóhermönnum sem voru tilbúnir að berjast erlendis. Opha Mae var skráð sem varaliðsmaður undir flokki F sem var fyrir konur. Konur voru settar í þann flokk því þær fengu ekki að fara í stríð jafnvel þótt þeim væri hleypt inn í landgönguliðið. Það var ekki fyrr en á fimmta áratugnum að konur í landgöngulið- inu fengu að berjast. Skráning Ophu í landgönguliðið kom um hálfri öld eftir að Susan B. Anthony barðist fyrir réttind- um kvenna og tuttugu árum eftir að Alice Paul barðist fyrir sams konar réttindum. Fljótlega var litið á Ophu sem annað dæmi um konu sem barðist fyrir kvenréttind- um. ÞETTA GERÐIST: 13. ÁGÚST 1918 Fyrst kvenna í landgönguliðið Fyrsta skóflustunga að nýrri byggingu íþróttamið- stöðvar á Dalvík, sem mun rísa á lóð við sundlaugina, var tekin nýverið. Tréverk ehf. átti lægsta tilboð í verkið og skrif- uðu Svanfríður Jónasdótt- ir, bæjar stjóri í Dalvíkur- byggð, og Björn Friðþjófs- son, framkvæmdastjóri Tréverks, undir samninginn að skóflustungu lokinni. Bjarni Gunnarsson, íþrótta- og tómstunda- fulltrúi Dalvíkurbyggðar, sagði langþráðum áfanga nú náð þegar fyrirséð væri að heimamenn fengju nýja íþróttamiðstöð til afnota og að sú gamla væri barn síns tíma. Íþróttamiðstöðin og Sund- laugin verða með sam- eiginlegan forsal og einn- ig verður tengibygging við kjallara sundlaugarbygg- ingarinnar. Ný íþróttamiðstöð á Dalvík ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN Mun rísa á lóð við sundlaugina. HERÐUBREIÐ Er 1.682 metra há og stundum kölluð Drottning öræfanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.