Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 38
22 13. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR NOKKUR ORÐ Sunna Dís Másdóttir ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott ■ Pondus Eftir Frode Øverli Hey, hey, hey! Er mín komin með nýjan gæja? Týpu og týpu! Við höfum farið á nokkur stefnu- mót, en ég veit ekki hvort hann er sá rétti! Það fer ekki alltaf í þessa átt! Njóttu þess að vera einhleyp! Bróðir minn var hérna yfir jólin og mér var ekki sagt neitt! Hann var í húsinu í tvær vikur, en nennti nokkur að láta mig uppgötva það? Nei! Auðvitað ekki! Og foreldrar mínir eru hissa á því að ég gagnrýni þá svona oft... Þau geta verið svo gleymin. Kalli, fyrir hvað ert þú þakklátur Daginn eftir Þakkar- gjörðarhátíðina. Þau eru komin! Hæ, Kolla, ertu tilbúin í fyrstu nætur- gistinguna þína? Já! Komum inn í herbergi að leika! Bæ, mamma, bæ, pabbi! Hún virðist taka þessu nokkuð vel! Ef ég á að vera alveg hreinskilin bjóst ég nú við nokkrum... ...tárum. Ég sagði þeim bara að ég myndi ekki vinna fyrir hnetur lengur... Svo nú gefa þau mér möndlur! Fyrr eða síðar verð- urðu bara að stökkva, Þurý! Mér var tjáð um daginn að net- og tölvu-fíklar brygðu nú margir á það ráð að kasta af sér vatni í tómar gosflöskur og gera hægðir sínar í pitsukassa á meðan setið væri við tölvuna. Það hræðir mig. Net- og tölvufíkn hræðir mig líka. Mér finnst svo óskaplega skrýtið að fólk verði svo háð tölvum og interneti að það geti ekki aftengst netheimum og því sem þar gengur á, verði að vera svona tengt öðrum fíklum í gegnum spjallrásir eða leiki eða hvað þetta nú allt saman er. Og að á meðan þörfin til að vera tengdur er svona mikil kemur hún í veg fyrir að fólk tengist einhverju öðru í raunveruleikanum. Ég sá myndina Wall-E líka um daginn. Hún hreyfði við mér á margvíslegan hátt, eins og svo mörgum öðrum. Sú framtíðarsýn sem þar kom fram höfðar ekki sérstaklega til mín. Þar eru mennirnir allir tengdir, stöðugt tengdir, við skjái og vefverslanir og fá allt sem hugsast getur upp í hendurnar með því að ýta á takka. Þegar tvær þessara mannvera verða algjörlega óvart fyrir því að snerta hendur hvor annarrar krossbregður báðum. Húð er orðin framandi og það er vélmenni sem kennir mannverunum um tilfinningarnar sem við tengjum öll við mannshjartað. Ég er fyrst núna að uppgötva vefi eins og Facebook og Myspace. Þó að ég segi fólki að það sé bara sökum almennrar tregðu er það ekki alveg satt. Ég forðaðist þá eins og heitan eldinn. Mannleg samskipti geta verið erfið og snúin. En að þora að tengjast öðru fólki, án þess að skýla sér á bak við tölvuskjá, síma eða smáskilaboð, er það sem gerir lífið þess virði að lifa að mínu mati. Ég vil alltaf vera tengd – og plastflöskulaus. Að tengjast eða ekki tengjast Fyrsta nóttin án litlu stelpunnar okkar! Snökt! krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið! Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.