Fréttablaðið - 14.08.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 14.08.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2008 — 219. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Stefán Pálsson hefur lengi haft mikinn tískuá- huga og honum finnst gaman að klæðast fötum sem ekki sjást á hverju götuhorni. „Ég ferðast mikið ogbú das jakka sem hann keypti í New York fyrir nokkrum árum. „Hann minnir mig helst á amerískan lúðrasveit arjakka,“ segir Stefán enda blár ðHann i Leitar uppi sérstök föt Stefán keypti þennan óvenjulega Adidas jakka í New York fyrir nokkrum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SETIÐ VIÐ NÁMIÐUngir námsmenn þurfa góða aðstöðu til þess að geta einbeitt sér að heimanáminu. Hentug skrifborð fást í mörgum verslunum. HEIMILI 4 SOKKAR UM HÁLSINN Ingema Andersen skartgripahönnuður sýnir litrík hálsmen úr sérstökum efnivið á skörinni hjá Handverki og hönnun. TÍSKA 2 COMB &CARESjampó og næring til varnar flóka• Mild formúla sem svíður ekki undan. • Sterkt flókavarnarefni fyrir sítt hár. • Hárið verður hreint, mjúkt og viðráðanlegt. • Endingargóður ilmur. Flókasprey og flókahárkrem • Verndar raka hársins með B5 vítamíni. • Fjarlægir flóka, auðveldar greiðslu og verndar hreinlæti hársins.• Endingargóður ilmur. Auðvelt í notkun – frábær árangur(Lúsaforvörn) Lúsin helst síður í vel hirtu hári. Inniheldur rósmarín sem f li l F A B R I K A N Risaklattar að hætti Jóa FelHafrafittness VEÐRIÐ Í DAG STEFÁN PÁLSSON Kemur við í fatabúðum á ferðalögum sínum • tíska • heimili • börn Í MIÐJU BLAÐSINS HEILSA OG LÍFSSTÍLL Hin forna íþrótt Tai chi sameinar kynslóðirnar Sérblað um heilsu og lífsstíl FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Lærir hjá frægasta búningahönnuði Dana Helga Mjöll Oddsdóttir fer í læri til búninga- hönnuðar Lars Von Trier í haust. FÓLK 32 Víkingur í teknó-pönk Víkingi Kristjánssyni finnst fátt skemmtilegra en að semja teknó-pönk með vinum sínum í hljómsveitinni Find a Dog. FÓLK 42 heilsa og lífsstíll FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 LÁTTU DRAUMINN RÆTAST20-30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUMOG RAFTÆKJUM TIL 23. ÁGÚST.TILBOÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF !20-30 % nettoline.dk 20-30% VIÐSKIPTI „Við höfum ekki skoðað slíkt sérstaklega, þótt þær aðstæður sem komið hafa upp hafi vissulega vakið ákveðnar spurningar um rekstrarskilyrði íslenskra fyrirtækja og fjármála- stofnana,“ segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, sagði í grein í Markaðn- um í gær, að við núverandi aðstæður í efnahagslífinu hlytu bankarnir að íhuga að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi, ellegar færa eignir og umsvif til erlendra dótturfélaga. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbank- ans, segir þetta ekki hafa verið rætt. - ikh / sjá síðu 18 Bankarnir ekki á leið úr landi: Horft til skil- yrða bankanna FÓTBOLTI Um 100 manns munu starfa í öryggisgæslu í kringum leik FH og Aston Villa á Laugar- dalsvelli í kvöld. Líklegt er að uppselt verði í 9.800 sæti á vellinum en um 300 stuðnings- menn fylgdu enska félaginu til Íslands. Með þeim komu nokkrir menn á vegum bresku lögregl- unnar eins og venja er að fylgi enskum félagsliðum á útileiki í Evrópukeppni. Þjálfari FH segir möguleikana á að komast áfram litla en kollegi hans hjá Aston Villa á slæmar minningar frá Íslandi. - hþh/ íþróttir 36 Stórleikur í Laugardalnum: Um 100 manns í öryggisgæslu SKÚRIR VESTAN TIL Í dag verða suðvestan 3-10 m/s, stífastur norð- vestan til. Skúraveður í fyrstu vestan til en styttir svo upp. Bjart sunnan til og austan en skýjaðra nyrðra. Hiti víðast 10-16 stig. VEÐUR 4 12 13 14 1412 STJÖRNUR Gareth Barry er á meðal leikmanna Aston Villa. Hann er hér á æfingu á Laugardalsvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐ RÁÐHÚSIÐ Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, ók á brott eftir fund með Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, án þess að gefa kost á viðtali. Hanna Birna verður að öllum líkindum borgarstjóri í nýjum meirihluta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ræktar Landnámshænur Júlíus Már Baldursson byrjaði að rækta hinar íslensku landnáms- hænur fyrir 30 árum síðan. Nú er stofninn kominn úr 300 í 3,000 fugla. T'ÍMAMÓT 16 Æfir sig á móti Bjarna Þormóður Jónsson er tilbúinn í slaginn á Ólympíuleikunum. Hann mætir sterk- um manni frá Púertó Ríkó í júdó á morgun. ÍÞRÓTTIR 38 VIÐSKIPTI Slæm staða Sparisjóðs Mýrarsýslu var ljós þann 19. júní, og voru þá helstu ráðamenn spari- sjóðsins og sveitarfélagsins boðað- ir á fund. Þetta er meðal þess sem fram kom á fjölmennum borgara- fundi í Borgarnesi í gær um stöðu sparisjóðsins. Fundað verður með viðskiptaráðherra í dag. Bæjarstjórnin var hins vegar kölluð til fundar í byrjun júlí til að ræða stöðuna. Sveinbjörn Eyjólfs- son, fulltrúi Framsóknarflokks og oddviti minnihlutans í sveitar- stjórn Borgarbyggðar sagðist í gær mjög óánægður með vinnu- brögð sveitarstjórnar, þar sem slæmt gengi sparisjóðsins var ekki kynnt strax þann 19. júní. Gísli Kjartansson sparisjóðs- stjóri upplýsti á fundinum að leitað hafi verið til Landsbanka Íslands, Sparisjóðs Keflavíkur, Saga Capi- tal og Byrs, áður en leitað hafi verið til Kaupþings, en Kaupþing hefur skuldbundið sig til að þess að skrá sig fyrir 1.750 milljónum af 2.000 milljóna króna stofnfjár- aukningu Sparisjóðsins. Eigið fé Sparisjóðsins er nú um 1,5 milljarður og hefur rýrnað um tæpa fimm milljarða á þessu ári. Fjórir milljarðar hafa tapast vegna gengisfalls bréfa. Þá hefur eiginfé sjóðsins rýrnað um milljarð, þar sem Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á að afskriftasjóður spari- sjóðsins verði aukinn vegna lána sjóðsins til einstaklinga gegn veði í Icebank. Bæjarbúar lýstu yfir áhyggjum af því hvort menningarsjóður sparisjóðsins yrði rekinn áfram og hvort draga muni úr framlögum til íþróttamála í sveitarfélaginu. Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri sagði hvort tveggja verða með svipuðum hætti og áður. - bta Fjölmenni á borgarafundi um stöðu Sparisjóðs Mýrarsýslu: Kaupþing var ekki fyrsta val BORGARMÁL Meiri líkur en minni eru á að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon í dag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir verður borgarstjóri og Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokksins, gengur til samstarfs við Sjálf- stæðiflokkinn um myndun nýs meirihluta. Í huga borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins er eini möguleik- inn á áframhaldandi samstarfi við Ólaf sá að styrkja borgar- stjórnarflokkinn með tilkomu Framsóknarflokksins. Framsókn vill hins vegar gera það undir for- ystu Hönnu Birnu sem borgar- stjóra. Þegar blaðið fór í prentun á ellefta tímanum í gærkvöldi var verið að reyna að koma á sáttum milli Framsóknar og Ólafs F. um að Hanna Birna verði borgar- stjóri og Óskar Bergsson komi inn í samstarfið. Ólíklegt þykir að slík málamiðlun náist. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt að ekki kæmi til greina að fara í samstarf þar sem Ólafur F. er borgarstjóri. Ólafur hefur sjálfur sagt að hann vilji ekki vinna með Framsókn, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr röðum borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna hefur borgar- stjórn verið nær óstarfhæf í tvær til þrjár vikur. Eins og fram hefur komið hefur Ólafur F. tekið umdeildar ákvarðanir að undan- förnu án samráðs við sjálfstæð- ismenn. Ber þar hæst ákvarðanir í starfsmannamálum borgarinn- ar. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólafur F. og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson funduðu í um sex klukkustundir í Ráðhúsinu í gær um stöðu mála. Þau yfirgáfu Ráð- húsið, án þess að verða við ósk fjölmiðlamanna um upplýsingar um efni fundarins. Ef af verður er um að ræða fjórða borgarstjórnarmeirihlut- ann á þessu kjörtímabili. Sjálf- stæðisflokkur og F-listi tilkynntu um samstarf sitt 21. janúar síð- astliðinn. - vsp/ shá Miklar líkur á nýj- um meirihluta í dag Hanna Birna Kristjánsdóttir verður nýr borgarstjóri ef sjálfstæðismenn slíta meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon í dag. Nýr borgarmeirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks er í burðarliðnum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.