Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 2
2 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillanlegt 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 A T A R N A 9.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 12.700 kr.) STJÓRNMÁL Formenn stjórnmála- flokkanna hittust á þriðjudag og ræddu um lögin sem gilda um eftirlaun þingmanna og ráðherra og hugsanlegar breytingar á þeim. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði við þinglok í vor að reynt yrði að finna viðunandi lausn á málinu í sumar og kvaðst gera ráð fyrir að formenn allra flokka ynnu sameiginlega að þingmáli sem lagt yrði fram í haust. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fund þriðjudagsins hafa verið fyrsta fund sumarsins um málið og að ekkert nýtt hafi komið fram. - bþs Formenn flokkanna: Ræddu eftir- launamálið DÓMSMÁL Héraðsdómur hefur framlengt um þrjár vikur gæslu varðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að stóra hassmálinu svo kallaða, þegar um 190 kílóum af hassi, auk maríjúana og kókaíns, var smyglað til landsins í húsbíl um borð í Norrænu. Annar mannanna, eldri Hollendingur, hefur setið í varðhaldi frá því að bíllinn kom til landsins 10. júní síðastliðinn. Hinn, Þorsteinn Kragh, hefur setið í um mánuð í varðhaldi. Lögregla taldi ástæðu til að þeir sætu áfram í varðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. - sh Grunaðir í stóra hassmálinu: Í varðhaldi í þrjár vikur enn KÍNA, AP Breskur blaðamaður var handtekinn í gær þegar hann reyndi að mynda mótmæli til stuðnings Tíbet í Peking í Kína í gær. Blaðamaðurinn var snúinn niður í jörðina og handtekinn, ásamt átta mótmælendum. Hann var svo dreginn út úr garðinum þar sem mótmælin áttu sér stað inn á veitingastað í nágrenninu. Síðar var hann dreginn inn í sendiferðabíl þar sem hann gat loks sýnt skilríki þess efnis að hann væri blaðamaður. Lögregla segir að maðurinn hafi verið handtekinn fyrir mistök. - þeb Breskur blaðamaður í Kína: Handtekinn fyrir mistök LÍBANON, AP Minnst átján létust og á fimmta tug særðist þegar sprengja tætti í sundur strætis- vagn á háannatíma í Trípólí, höf- uðborg Líbanon, í gærmorgun. Óttast er að hryðjuverka samtök- in al-Kaída hafi staðið að baki árásinni, sem er sú mann skæðasta þar í landi í þrjú ár. Árásin var gerð sama dag og Michel Suleiman, forseti Líbanon, fór í opinbera heimsókn til Sýr- lands, þá fyrstu síðan árið 2005, í viðleitni til að bæta samskipti þjóð- anna sem hafa verið stirð undan- farin ár. - sh Sprengjuárás í Trípóli: Átján fórust í sprengingu VAGNSFLAKIÐ Sprengjunni var komið fyrir í poka fullum af skrúfum og róm til að hámarka skaðann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Þriggja manna sendi- nefnd Bændasamtaka Íslands er nú í Noregi til að kynna sér áhrif innleiðingar matvælalöggjafar Evrópusambandsins á stöðu bænda þar í landi. Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna, segir að svara verði leitað við spurning- um á borð við hvernig innleiðing- in birtist bændum, hvað þeir gerðu til að mæta áhrifum hennar og hvaða afstöðu norskir bændur tóku til ýmissa álitaefna matvæla- löggjafarinnar. Að auki vinnur Lagastofnun Háskóla Íslands að úttekt fyrir Bændasamtökin á þeim þáttum málsins er lúta að Evrópurétti. Þegar hún liggur fyrir, ásamt svörunum frá Noregi, verður, að sögn Haraldar, umsögnin um frumvarpið samin. Spurður á hvaða nótum umsögn- in komi til með að verða segir Haraldur erfitt að segja til um það. „Við munum örugglega gera okkur grein fyrir að lögin verða sett og leggjum líklega til ein- hverjar mótvægisaðgerðir og bendum á leiðir sem verða til þess að við getum lifað við þau.“ Athugasemdirnar verði vafalaust miklar. Hann segir stefnt að því að skila umsögninni til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis fyrir mánaðarlok en málið verður tekið fyrir á þinginu sem stendur fyrstu tíu daga septembermánað- ar. - bþs Bændasamtökin afla upplýsinga fyrir umsögn sína um matvælalöggjöf ESB: Spyrja um áhrifin í Noregi HARALDUR BENEDIKTSSON Formaður Bændasamtaka Íslands. VINNUMARKAÐUR Það er ekki í sam- ræmi við verklagsreglur Norðuráls að starfsmenn sem eru óvinnufærir eftir vinnuslys séu kallaðir til vinnu. Verkalýðsfélag segir mörg dæmi um slíkt. Formaður Verkalýðsfélags Akra- ness átti í gær fund með forsvars- mönnum Norðuráls um skráningu á vinnuslysum í álveri félagsins á Grundartanga. Eins og fram kom í Fréttablaðinu nýverið segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akra- ness, að dæmi séu um að yfirmenn hjá Norðuráli kalli starfsmenn til starfa þrátt fyrir að læknir hafi metið þá óvinnufæra eftir vinnu- slys. Vilhjálmur sagði fyrir helgi að ein möguleg skýring á því væri sú að slys séu ekki skráð sem fjarverusl- ys komi starfsmenn til vinnu strax daginn eftir. Fjarveruslys séu talin mun alvarlegri en minniháttar slys sem ekki halda starfsmanni frá vinnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu eftir fundinn í gær kemur fram að æðstu stjórn Norðuráls sé ekki kunnugt um tilvik þar sem verklagsreglur hafi verið brotnar. Upplýsingar frá verkalýðsfélaginu gefi annað til kynna og þau tilvik verðiskoðuð nánar. Í verklagsreglunum er gert ráð fyrir því að starfsmönnum sé boðið að sinna léttari störfum gefi læknis- vottorð til kynna að þeir geti sinnt slíkum störfum. Á fundinum var ákveðið að farið verði yfir verklagsreglur með trún- aðarmönnum með það að markmiði að allir komi sér saman um verklag ef vinnuslys verður. brjann@frettabladid.is Ekki kunnugt um brot á vinnureglum Stjórnendur Norðuráls segja sér ekki kunnugt um tilvik þar sem óvinnufær starfsmaður hefur verið kallaður til starfa. Verkalýðsfélag lét stjórnendum í té dæmi um slík tilvik. Umrædd tilvik verða skoðuð og farið yfir verklagsreglur. Þorsteinn, er það þá Jan May- en næst? „Já eða Smugan og mikið af loðnu- bröndurum.“ Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson sá um þættina Svalbarða á Skjá einum síð- asta vetur við góðan orðstír en getur ekki lofað að þeir verði aftur á dagskrá. KANADA, AP Tólf unglingar voru handteknir í óeirðum í Montreal í Kanada á þriðjudag. Unglingarnir köstuðu steinum að lögreglu- mönnum. Óeirðir urðu fyrst á sunnudag, eftir að lögreglumenn skutu þrjá unga menn, þar af einn til bana. Nokkrar búðir á svæðinu voru rændar meðan á óeirðunum stóð en engar skemmdir hafa verið tilkynntar. Lögregla segir búðareigendur óttast um öryggi sitt enda gangi meðlimir ýmissa gengja berserksgang um hverfið og ógni öllum sem þar búa. - þeb Óeirðir og rán í Kanada: Tólf unglingar handteknir Macintosh á sögusafni Fimmtán ára drengur úr Grafarvogi fékk á dögunum risastóra Macintosh- dós í viðurkenningarskyni fyrir að vera fimm þúsundasti gestur sumarsins í Eyrbyggju, sögumiðstöð í Grundar- firði. Íslenskum gestum í sögumið- stöðinni hefur fjölgað um 49 prósent miðað við í fyrra og erlendum um meira en 84 prósent. GRUNDARFJÖRÐUR „Vinnuslysin hjá Norðuráli eru miklu fleiri og alvarlegri en þeir halda fram,“ segir Kristján Haukdal Jónsson. Hann starfaði hjá álveri Norðuráls þar til í nóvember í fyrra, skömmu eftir að hann lenti í vinnuslysi. Kristján segist hafa fengið slettu af glóandi heitu áli yfir fótinn þegar hann var að vinna í álverinu, með þeim afleiðingum að hann fékk 3. stigs brunasár. Brunasárið var strax kælt niður, en Kristján segir yfirmenn ekki hafa sinnt því að koma sér á spítala. Hann hafi þurft að binda um sárið sjálfur, bíða eftir því að vaktinni lyki og koma sér á spítala eftir að fyrirtækið keyrði hann heim. Læknir mat Kristján óvinnufæran, en hann var engu að síður beðinn um að koma til vinnu kvöldið eftir til að gefa skýrslu og sendur bíll eftir honum þar sem hann var ekki rólfær. Kristján segir að þegar hann hafi spurt hvers vegna hann mætti ekki gefa skýrslu um slysið síðar hafi honum verið tjáð að þar sem hann hafi tæknilega séð komið til vinnu daginn eftir slysið teljist það ekki fjarvistarslys. Þar með var slysið skráð eins og það væri minna alvarlegt. Kristján segir yfirmenn hafa lagt hart að sér að koma aftur til vinnu þrátt fyrir að hann væri óvinnufær. Hann hafi komið hálfan dag, hangið á skrifstofunni og látið sér leiðast. Kristján fullyrðir að mörg dæmi séu um að slasað fólk mæti á hækjum í vinnuna, fái aðstöðu á skrifstofu en vinni í raun ekki handtak. SAGT AÐ MÆTA MEÐ 3. STIGS BRUNASÁR STJÓRNMÁL „Sjálfstæðisflokkurinn er, samkvæmt skoðanakönnunum, í þannig aðstæðum að það er ekki fýsilegt fyrir hann að klára þennan samning sem hann gerði við Ólaf F. Magnússon borgarstjóra,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmála- fræði. Hann telur erfiðleika Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn eiga eftir að aukast þegar Ólafur lætur af embætti borgarstjóra og Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur við. „Þá hefur Ólafur F. engu að tapa lengur. Þannig að maður sér fyrir sér að fyrir Sjálfstæðisflokkinn verði seinna tímabilið af þessum samningi jafnvel verra en það fyrra.“ Gunnar Helgi segir myndun nýs meirihluta hljóti að vera eðlilegt skref, frá sjónarhóli Sjálfstæðisflokksins. Hann segir flokkinn vera í mjög erfiðri stöðu og sér sýnist hann vera að gera hið skynsamlega í stöðunni, að losa sig út úr núverandi ástandi. „Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er þetta svolítil klemma. Það er ekki gott að standa fyrir enn einum meirihluta- skiptunum en þau verða að vega kostnaðinn af því á móti kostnaði við að sitja við óbreytt ástand þar sem stjórnarandstaðan þarf ekki mikið að beita sér. Fylgið bara flæðir til stjórnarandstöðunnar þótt hún geri kannski ekki mikið.“ „Kannanir sýna að vinsældir borgarstjórans, meirihlutans og Sjálfstæðisflokksins í borginni eru mjög litlar. Seinni hluti kjörtímabilsins er hafinn og flokkarnir þurfa að fara að undirbúa sig fyrir það.“ - ovd Meirihlutasamstarf við F-lista ekki lengur fýsilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn: Nýr meirihluti skynsamlegur GUNNAR HELGI KRISTINSSON RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Kannanir sýna lítið fylgi við meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista í borgarstjórn Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NORÐURÁL Starfsmenn og fyrrverandi starfsmenn álvers Norðuráls á Grund- artanga hafa haldið því fram að þeir séu kallaðir til starfa hjá fyrirtækinu þrátt fyrir að hafa verið metnir óvinnufærir eftir vinnuslys. Starfsmennirnir á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.