Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 20
20 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fallbeygingar landaheita eru svolítið á reiki, þar eð ekki er alltaf ljóst, hvers kyns löndin skuli teljast. Karlkyn er sárasjaldgæft, en kvenkyn og hvorugkyn takast á um sum heiti. Lönd eru yfirleitt kvenkennd og heiti þeirra því höfð kvenkyns. Lönd eru mæður. Eitt land heitir beinlínis konunafni: það er Georg- ía, þar sem allt er nú í hers höndum. Fyrsta forsetafrú Íslands hét Georgía. Mörg önnur lönd heita kvenlegum nöfnum. Albanía beygist eins og Stefanía. Um Keníu Sama máli gegnir um Tansaníu og Keníu. Ég tala um Keníu, ekki um Kenía eins og ritstjóri minn einn vildi hafa það, en ég tók það ekki í mál með þeim rökum, að mér finnst Kenía vera kvenkyns eins og Tansanía. Enda gildir sama regla um Ástralíu, Belgíu, Bosníu, Bólivíu, Brasilíu, Búlgaríu, Eþíópíu, Gambíu, Indónesíu, Ítalíu, Jórdaníu, Kambódíu, Kólumbíu, Króatíu, Líberíu, Líbýu, Makedóníu, Malasíu, Máritaníu, Mongólíu, Namibíu, Nígeríu, Rúmeníu, Sambíu, Slóvakíu, Slóveníu og Sómalíu, þar sem allt logar í ófriði. Heiti þessara landa eru klárlega kvenkyns líkt og Argentína, Armenía, Arúba, Dóminíka, Erítrea, Gínea, Jamaíka, Júgó- slavía, Kórea, Kúba, Malta, Moldavía og Úkraína og beygjast eftir því. Kanada og Kína eru kynlausar undantekningar frá reglunni og beygjast eins og hjarta og nýra. Engum dettur í hug að beygja Kanada eins og Renata eða Kína eins og Stína. Önnur landaheiti með öðrum ókvenlegum endingum eru einnig kynlaus, svo sem Bútan, Íran, Japan, Óman, Súdan og Taívan. Þessi heiti beygjast ekki eins og Kjartan, heldur eins og Kvaran. Við lesum sögur Kvarans, það eru sögur Einars H. Kvaran. Sumir segjast með líku lagi fara til Japans frekar en að sleppa eignarfallsessinu. Sama máli gegnir um Írak: fólk segist fara ýmist til Írak eða til Íraks. Flestir segjast þó fara til Afganistan, Kasakstan, Kirgísistan, Pakistan, Tadsjikistan, Túrkmenistan, Úsbekistan og annarra plássa með endingunni stan, sem þýðir víst borg eins og í Gamla stan í Stokkhólmi. Landaheiti eru sjaldan karl- kyns. Noregur og Spánn eru undantekningar og kannski einnig Benín, ef við beygjum það eins og Lenín, nema við beygjum það heldur eins og Kristín eða hýjalín. Tógó getur þó varla beygzt eins og Gógó, þótt það sé freistandi, og telst því vera kynlaust. Mörg önnur landaheiti af erlendum stofni með ýmsum endingum eru með líku lagi kynlaus og eins í öllum föllum: Alsír, Bangladess, Barein, Belís, Brúnei, Búrúndí, Djíbútí, Ekvador, El Salvador, Gabon, Gíbraltar, Gvam, Haítí, Hondúras, Ísrael, Jemen, Kamer- ún, Katar, Kiríbatí, Kongó, Kúveit, Kýpur, Laos, Litháen, Líbanon, Madagaskar, Malí, Máritíus, Mexíkó, Nepal, Níger, Paragvæ, Perú, Portúgal, Senegal, Simbab- ve, Singapúr, Síle, Srí Lanka, Súrínam, Sviss, Tsjad, Túnis, Úrúgvæ og Víetnam. Sumir kynnu að vilja bæta eignarfallsessi aftan við einhver heitanna og sigla þá til Ísraels eða Portúgals, en ekki til Hondúrass. Engum dettur í hug að beygja Kamerún eins og Sigrún eða Singapúr eins og megr- unarkúr. Gínea Bissá og Búrkína Fasó eru beggja blands. Hvernig væri að bregða sér til Búrkínu Fasó? Hljómar vel. Frá Gíneu Bissá til Botsvönu Eftir þessari aðalreglu þykir mér einnig eðlilegt, að Botsvana, Gana og Gvæjana beygist eins og Kristjana og Svana, og Rúanda og Úganda beygist eins og Branda, sem er að vísu ekki konunafn, en er algengt nafn á kúm og læðum. Við komum heim frá Botsvönu, Gvæjönu, Rúöndu og Úgöndu. Reglan er þá þessi: við beygjum landaheiti af erlendum stofni eins og konunöfn og kvenheiti eftir því sem hægt er, en látum okkur annars nægja að skoða þau eins og þau séu hvorugkyns, og þá mega þau mín vegna beygjast eins og hjarta, lunga, milta og nýra. Mér þykir eftir þessari einföldu reglu eðlilegt, að Búrma beygist eins og Norma, sem er algengt konunafn í Evrópu. Gvatemala ætti þá að beygjast eins og Vala og Angóla eins og Lóla. Ég hef einu sinni komið til Búrmu, það var fyrir mörgum árum, en hvorki til Angólu né Gvatemölu. Venesúela beygist eins og Manúela. En Bermúda og Níkaragva? Bermúda gæti beygzt eins og skúta. Kannski er þó bezt að hafa þessi heiti eins í öllum föllum eins og Grenada, Kanada, Kína og Panama, sem beygist ekki eins og dama, en það finnst mér þó ekki eiga við um Kostu- ríku – og ekki heldur um Kösu- blönku, ef við heimfærum regluna á borgir. Ég heyrði stutta sögu af tveim stúlkum í strætisvagni. Önnur sagði: Ég þarf að skila þessari vídeóspólu til hennar Óskar. Hin svaraði með þjósti: Óskar? Það er karlmannsnafn. Vörn fyrir Venesúelu Í DAG | Málfræði ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um málefni aldraðra. Framkvæmdaáætlun stjórnvalda um stórátak í uppbyggingu hjúkrunar- rýma er vafalítið eitthvert stærsta og metnaðarfyllsta uppbyggingarátak í bættri þjónustu við aldraða sem ráðist hefur verið í. Samkvæmt framkvæmda- áætluninni mun hjúkrunarrýmum verða fjölgað um 400 á næstu árum og uppsafnaðri þörf og fjölgun aldraðra þannig mætt. Fjölbýlum verður á sama tíma nánast útrýmt en í dag deila yfir 800 aldraðir einstaklingar herbergi með öðrum. Áætlunin byggist á viðamikilli vinnu og þarfagreiningu sem unnin hefur verið í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í samvinnu við sveitarfélögin og víðtækri stefnumótun sem unnin hefur verið með fulltrúum hagsmunasamtaka og fagfólks í öldrunarþjónustu. Hjúkrunarrýmum til hvíldarinnlagna sem í dag eru einungis 65 verður fjölgað verulega og hlutfall rýma til að mæta þörfum heilabilaðra verður aukið í samræmi við vaxandi þörf. Lögð er áhersla á fjölbreytni í öldrunarþjónustunni, aukinn stuðning við aldraða í heimahúsum og valfrelsi einstaklinga um búsetuúrræði. Fjármögnun uppbyggingar og rekstrar fyrirhugaðra rýma hefur verið tryggð. Nú er áætlað að stofnkostnaður ríkis, sveitarfélaga og sjálfseignarstofnana nemi um 17 milljörðum króna sem dreifist að hluta á næstu 25 ár þar sem um leigugreiðslur verður að ræða í stað stofnkostnaðarframlaga. Verði vísbend- ingar um að aukinn stuðningur við aldraða í heimahúsum dragi úr þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma verður framkvæmdaáætl- unin endurskoðuð fyrir lok árs 2009. Aldraðir verðskulda virðingu samfélagsins og stjórnvöldum er skylt að sinna málefnum aldraðra af metnaði, framsýni og vilja til að gera sífellt betur. Um þetta hefur skapast rík sátt í ríkisstjórninni sem meðal annars birtist í þeirri metnaðarfullu fram- kvæmdaáætlun sem nú hefur verið kynnt og þeim mikilvægu endurbótum á lífeyrismálum aldraðra sem ráðist var í á þessu ári. Það er því óhætt að segja að aðgerðir í málefnum aldraðra hafi með tilkomu stjórnaraðildar Samfylkingarinnar færst af yfirlýsingastigi fyrri tíma á framkvæmdastig. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Metnaður í málefnum aldraðra JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ...alla daga t... r. r Allt sem þú þarft... F é bl ð ð l d bl ð l d FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 200 8 FYLGIRIT FRÉT TABLAÐSINS Háskólinn vinsæll Athygli vekur að Sigurður Guð- mundsson landlæknir, sem í fyrrahaust sneri aftur úr ársleyfi í Malaví, sækir um nýja stöðu forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. En það er fleira sem er athyglisvert við umsóknirnar. Þannig sækir Ólína Þorvarðardóttir um tvær forsetastöður, bæði á félags- og hugvís- indasviði. Eins og menn muna gustaði allhressilega um Ólínu í hennar síðustu skólastjórnandastöðu við Menntaskólann á Ísafirði. Þá sækir Ragnheiður Þórarinsdóttir aðstoðarorku- málastjóri um sem forseti félagsvís- indasviðs. Hún taldi Össur Skarphéð- insson hafa snuðað sig við skipan Guðna A. Jóhannessonar í embætti orkumálastjóra í byrjun árs og virðist nú hafa fengið sig fullsadda á sínu gamla starfsumhverfi. Í borgarstjóranám Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti borgarstjórn fyrir stuttu að hann ætli að halda til náms í borgarfræðum við háskóla í Edinborg. Gísli mun fljúga á borgarstjórnarfundi tvisvar í mánuði, en hætta í ráðum og nefndum borgar- innar. Vangaveltur hafa verið um hvort Gísli velji þennan tíma til að flýja það fjaðrafok sem verið hefur í borgarmálum undanfarið. Spurning er hins vegar hvort Gísli sé ekki bara að safna kröftum í Edinborg fyrir næsta prófkjör og komi þá fílefldur til baka sem mögulegt borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, með eins konar borgarstjóramenntun á bakinu? Hann gæti þá mögulega læknað þau mein sem illa hefur gengið að lækna hingað til. stigur@frettabladid.is vidirp@frettabladid.is Þ að leit ekki vel út fyrir Sjálfstæðisflokkinn í gær þegar Óskar Bergsson margítrekaði að hann væri ekki virkur þátttakandi í þessum nýja farsa í borgarstjórn. Einna helst virtist það lýsa örvæntingu Sjálfstæðisflokksins í borginni að láta það berast að þeir ættu í óformleg- um viðræðum við aðra flokka, án þess að hafa nokkuð öruggt í hendi. Ýmsir vildu meina að sögurnar hefðu bara átt að vera vopn gegn Ólafi F. Magnússyni til að fá hann til að verða leiðita- mari í samstarfinu. Sem slíkt væri það mjög tvíbent vopn. Það gæti haft áhrif á Ólaf en á sama tíma haft neikvæð áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ef ekkert yrði úr þessum viðræðum við aðra flokka myndi Sjálfstæðisflokkurinn í borginni líta út fyrir að vera enn veik- ara stjórnmálaafl en áður var talið - búinn að mála sig út í horn frá viðræðum við þrjá annars mögulega samstarfsflokka. Jafn- framt myndi það leiða til þess að traust borgarbúa á núverandi meirihluta veiktist enn, og var það ekki beisið fyrir. Hvernig er hægt að treysta meirihlutanum þegar augsýnilega er ekki traust á milli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og Ólafs F. Magnússonar? Sumum gæti það þótt veikleikamerki hjá Sjálfstæðisflokkn- um að standa að enn einum meirihlutanum í borginni. Miðað við óvinsældir þessa meirihluta og hvernig fylgið sópast af flokkn- um væri sá fórnarkostnaður lítill miðað við hvernig þróunin getur orðið með áframhaldandi samstarfi við Ólaf F. Vandamál- ið hefur bara verið að finna einhvern annan samstarfsaðila til að vinna með. Það er nánast útilokað að Óskar hefði samþykkt að verða þriðja hjólið í núverandi meirihluta. Bæði hefur andað köldu milli hans og Ólafs og Óskar hlýtur að vera búinn að reikna dæmið og sjá að samningsstaða hans snarminnkar við það að meirihlutinn haldi ekki á honum einum. Mögulegt er sjálfstæðismenn telji hvort eð er að þeirra pól- itíska lífi sé lokið eftir þetta kjörtímabil og þeir hafi því engu að tapa, sama hversu oft er skipt um meirihluta. Að minnsta kosti sýnir ákvörðun Gísla Marteins Baldurssonar, að hverfa úr borgarmálunum í bili og fara í nám erlendis, að hann telji það ekki heppilegt að tengjast meirihlutanum nú. Hann hlýtur að meta það svo að með pínu fjarveru geti hann komið aftur end- urnærður og minna flekkaður fyrir næstu kosningar, án þess að vera brennimerktur mistökum Sjálfstæðisflokksins í borginni á þessu kjörtímabili. Upphaf þessa nýjasta leikþáttar er könnun Capacent sem birt var fyrir síðustu helgi. Samkvæmt þeirri könnun hefur Sjálf- stæðisflokkurinn tapað tveimur af hverjum fimm kjósendum frá síðustu kosningum. Fyrri greining flokksins um að vandamálið væri fyrrum oddvitinn, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, virðist ekki rétt. Að minnsta kosti jókst fylgið ekki með tilkomu Hönnu Birnu sem oddvita, eins og vonir flokksmanna stóðu til. Hún á enn eftir að stíga fram og sýna borgarbúum að hún sé oddviti. Stjórn Reykjavíkurborgar: Öngstræti Sjálfstæðisflokks SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.