Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2008 3 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Ágúst er mánuður svartklæddu blæjukvennanna í tískuhúsunum og stóru verslunarhúsunum svo sem Galerie Lafayette í París. Rama- dan-mánuðurinn nálgast hjá múslimum en þá leggjast ferðalög af og nú er því síðasta tækifæri til að fá sér eitthvað af nýju vetrartísk- unni. Að vísu færist hann fram á hverju ári og því munu blæjukon- urnar á endanum koma þegar honum lýkur. Blæjurnar eru mismunandi eftir því frá hvaða arabalandi konurn- ar koma en sýna einnig trúar- og þjóðfélagsstöðu. Sumar konurnar eru klæddar í þröng föt og eru með tískuslæður frá Dior, Chanel eða Vuitton vafðar um höfuðið. Aðrar eru algjörlega huldar frá toppi til táar svo aðeins sést í augun, oftast í svörtum kuflum sem kallast abaya. Fylgihluti nota konurnar til þess að sýna þjóðfélagsstöðu sína og ríkidæmi. Heima fyrir klæðast þær hins vegar eins og þær vilja og þá er nánast allt leyfilegt, jafnvel sexý undirföt. Hins vegar er það skýrt í hugum flestra að blæjurnar eru merki um undirgefni við guð, trúnað við eiginmann og skýr skilaboð um að frjálsar ástir séu ekki í boði. Hér í landi er þessi klæðnaður þó ekki talinn í anda grundvallarhugmynda lýðveldisins um jafnrétti og á dögunum var konu neitað um franskan ríkisborgarétt vegna þess að hún gengur eingöngu í búrku. Á þeim klæðum sést aðeins í augun í gegnum net og konan sagðist lifa undir valdi eiginmanns síns. Í ríkjum eins og Sádi-Arabíu þar sem konur fara ekki út án þess að vera klæddar í abaya eru kuflarnir oft með útsaumi eða steinum og í tískumusterinu Villa Moda í Kúveit-borg er hægt að kaupa þessa flík hannaða af bæði Tom Ford og Jil Sander. Með hækkun olíuverðs eru þeir ríku við Persaflóa enn ríkari og í fyrsta skipti í mars var haldin tískuvika í Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæm- anna en í Dúbaí er ár síðan sú fyrsta var haldin. Hönnuðir eru því uppteknari af klæðahefð í þessum löndum en áður. Konurnar ganga sumar í vestrænum klæðum þegar þær ferðast og eru vanar að skipta um föt á salernum flugvélanna. En slæður hafa lengi verið notaðar í tískuheiminum þó meira beri á trúarlegum blæjum síðustu áratugi. Slæður komust í tísku á millistríðsárunum þegar hjól urðu almenningseign og konum þótti þægilegt að setja klút yfir hárið og í seinni heimsstyrjöldinni var gott að geta hulið hárið sem ekki var hægt að eyða peningum í að greiða. Fram yfir 1960 þótti slæðan ómissandi utandyra og hver man ekki eftir Grace Kelly í Hollywood-myndum keyrandi opinn sportbíl. Kringum ´68 árin varð krafan um frelsi til þess að ýta slæðunni út því hún varð tákn um þvingun. Frá þeim tíma hafa slæðurnar verið um háls kvenna á Vesturlöndum en ekki um höfuð. bergb75@free.fr Svartar blæjur og tískuslæður Lítill og léttur dömu- og herra- ilmur sem hæglega kemst í vasann eða veskið er nýjasta uppfinning Calvin Klein. Ilmurinn, sem heitir ck IN2U 2 GO, er í 20 ml flösku, og því fyrir- ferðarlítill. Glasið er hannað með þeim hætti að snúa þarf botninum á flöskunni til að pumpan komi í ljós og því er lítil hætta á því að leki úr henni. Dömuilmurinn inniheldur bleikt greip og sykur-orkídeur og einnig vott af neon amer. Hann mætti flokka sem ferskan blómailm. Herrailmurinn inniheldur hins vegar lime ásamt blöndu af musk. Hann mætti flokka sem framandi og ferskan viðarilm. - ve Ilmur í vasa Af herra- ilminum er fersk og framandi viðarlykt. Ferskur blómailmur er af dömuilmvatninu. STÆRÐIR 38-60 25% auk aafsláttu r af útsölu vörum Útsala 30-50% afsláttur 990,- 2990,- kr Slár Nú 2 fyrir 1 af öllum útsöluvörum Lokadagur útsölu er föstudaginn 15. ágúst. Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 www.friendtex.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.