Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 32
 14. ÁGÚST 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Skráning er hafin í Reykjavíkur- maraþonið sem fer fram laugardaginn 23. ágúst. Árni Helgason, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna, ætlar að hlaupa hálft maraþon. „Ég hef hlaupið frá áramótum, fyrst í World Class og svo úti í góða veðrinu í sumar. Ég bý í vesturbænum og hleyp mikið út á Nesið og Skerjafjörðinn.“ Spurð- ur um ástæðuna fyrir því að hann tekur þátt í maraþoni segist hann engar skýringar hafa á því af hverju fólk leggi út í þetta. „Það er í sjálfu sér skrítið þegar maður spáir í það. En það er gaman að hlaupa og ákveðinn sigur að ná þessu markmiði því það er mikil þrekraun að klára. Ég ætla að hlaupa hálft maraþon núna en ein- hvern tímann ætla ég að hlaupa heilt.“ Síðast þegar Árni tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2006 hljóp hann einnig hálft mar- aþon. Þá kom hann einn í mark vegna misskilnings. „Ég þurfti að skjótast út á flugvöll um morg- uninn og kom í bæinn þegar var verið að ræsa hlaupið. Ég hafði misskilið tímasetninguna þannig að ég fór af stað með hópnum, en til að byrja með hlaupa þeir sem hlaupa hálft og heilt maraþ- on sömu leið. Ég fattaði því ekki að ég var með vitlausum hópi fyrr en langt var liðið á hlaupið og allir beygðu annað. Ég kom því einn í mark þegar hálfmaraþonhlaupar- arnir voru rétt lagðir af stað svo það var eins og ég hefði „unnið“ hálfmaraþonið,“ segir Árni hlæj- andi. „Vonandi ræsi ég á réttum tíma núna.“ - rat Ræsi vonandi á rétt Halldór Óli Kjartansson, sem hlaut gullverðlaun í glímu og hryggspennu á heimsmeist- aramóti í Hróarskeldu um síð- ustu helgi, vinnur ötullega að útbreiðslu íslensku glímunnar á Norðurlandi. Klofbragð, hælkrókur, mjaðma- hnykkur og krækja eru meðal ís- lenskra glímubragða sem Hall- dór Óli er slyngur í og áhugi hans er smitandi. „Ég kenni íslenska glímu hér fyrir norðan en líka fleiri fangbrögð,“ segir Halldór sem fyrir einu og hálfu ári stóð að stofnun glímudeildar innan Ung- mennafélags Akureyrar. „Við vorum aðallega tveir í að koma upp deildinni, ég og Jón Einar Haraldsson, oft kallað- ur Lambi, gamall skólastjóri og íþróttakennari. Við höfum hald- ið úti glímuæfingum tvisvar í viku og fyrir okkar atbeina kom maður frá Glímusambandinu tví- vegis að kynna glímuna í skól- unum. Svo eru Júdódeild og Ta- ekwondo-deild hér fyrir norðan líka og áhugi er á að endurvekja Glímufélagið Gretti og sameina þar þessar þrjár deildir í bardag- aíþróttum. Þá fengjum við enn meiri vigt og hefðum söguna á bak við okkur því Grettir var eitt af fyrstu glímufélögum á Íslandi og Grettisbeltið, sem er elsti verð- launagripur í glímu á Norðurlönd- um, er við það kennt.“ Halldór segir glímunni vel tekið fyrir norðan. „Fólk er áhugasamt og við eigum von á fjölgun í deild- inni. Við getum samt enn bætt við fólki í æfingarnar þótt við önnum ekki mjög mörgum. Glíman getur verið varasöm og því er áríðandi að rétt sé að æfingunum staðið.“ Halldór Óli er nemandi í við- skiptadeild Verkmenntaskólans á Akureyri og var þar líka með fangbragðaklúbb auk þess að vera formaður nemendaráðs. Hann ólst þó upp í Reykjavík og æfði glímu undir merkjum KR eins og fleiri keppendur sem hrepptu gull á heimsmeistaramótinu í Hróars- keldu. Halldór Óli segir íslensku Íslenska glíman er ein Glímukappinn Halldór Óli vill sameina bardagadeildirnar fyrir norðan undir merki Grettis. Hér leikur Halldór Óli sér að því að fella andstæðing. Myndin er tekin á heimsmeist- aramótinu í Hróarskeldu um síðustu helgi. MYND/LÁRUS KJARTANSSON Árni Helgason, framkvæmda- stjóri þing- flokks sjálf- stæðismanna, ætlar að hlaupa hálft maraþon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.