Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 48
28 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Devil Wears Prada getur hún nú valið úr hlutverkum. Á meðal næstu mynda hennar má nefna Rachel Getting Married í leik- stjórn Jonathan Demme og hina rómantísku Bride Wars þar sem hún leikur á móti Kate Hudson. Á meðal fleiri leikara í Get Smart eru Dwayne „The Rock“ Johnson, Alan Arkin og Terence Stamp. Enn ein ráðgátan FBI-fulltrúarnir Mulder og Scully eru mættir á hvíta tjaldið í annað sinn í myndinni The X-Files: I Want to Believe. Rétt eins og Get Smart er X-Files byggð á sam- nefndum sjónvarpsþáttum sem nutu gríðarlegra vinsælda á tíunda áratugnum. Mikil leynd hefur hvílt yfir söguþræði myndarinnar og í raun er aðeins hægt að slá því föstu að Mulder og Scully rannsaka yfir- náttúrulegt mál þar sem þau þurfa að taka á öllu sem þau eiga. Auk þess að glíma við málið þurfa þau sjálf að greiða úr ýmsum flækjum í eigin sambandi, sem hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Tíu ára bið á enda Leikstjóri myndarinnar er Chris Carter, höfundur sjónvarpsþátt- anna X-Files, og sem fyrr fara þau David Duchovny og Gillian Anderson með hlutverk fulltrú- anna Mulder og Scully. Með önnur hlutverk fara Amanda Peet og rapparinn Xzibit. Tíu ár eru liðin síðan X-Files birtist síðast á hvíta tjaldinu og því má búast við því að dyggir aðdáendur þáttanna séu orðnir hungraðir í enn eina ráðgátuna. freyr@frettabladid.is > Portman frumsýnir Frumraun leikkonunnar Na- talie Portman í leikstjórastóln- um, stuttmyndin Eve, verður frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Feneyjum 1. septemb- er. Myndin, sem er sautján mínútna löng, skartar Laur- en Bacall og Ben Gaz- arra í aðalhlutverkum. Kvikmyndahátíðin í Fen- eyjum stendur yfir frá 27. ágúst til 6. september. Tvær kvikmyndir byggðar á vinsælum sjónvarpsþátt- um eru komnar í bíó hér- lendis. Annars vegar njósn- agrínmyndin Get Smart og hins vegar X-Files: I Want To Believe þar sem Mulder og Scully leysa enn eina ráðgátuna. Gamanleikarinn Steve Carrell fer með aðalhlutverkið í Get Smart, sem er endurgerð á samnefndum sjónvarpsþáttum sem nutu mik- illa vinsælda á sjöunda áratugn- um. Eftir að ráðist er á höfuðstöðv- ar njósnastofnunar Bandaríkj- anna, neyðist yfirmaður hennar til að senda hinn óreynda Smart til að hafa uppi á illmennunum. Honum til halds og trausts er hin þokkafulla Agent 99 sem kallar ekki allt ömmu sína. Saman þurfa þau að stöðva áform samtakanna KAOS sem hinn grimmi Siegfried stjórnar með dyggri hjálp aðstoð- armanns síns Shtarker. Með nákvæmlega enga reynslu og örfá njósnatæki sér til stuðnings þarf Smart því að taka á öllu sem hann á til að bjarga deginum. Rísandi stjarna Anne Hathaway, sem leikur Agent 99, er rísandi stjarna í Hollywood. Eftir að hafa slegið í gegn í The Njósnagrín og glæný ráðgáta í bíó Leikkonan Hilary Swank og sam- starfskona hennar, Molly Smith, hafa tryggt sér kvikmyndarétt- inn að metsölubókinni Franskar konur fitna ekki. Í bókinni, sem er skrifuð af Mireille Guiliana, er því haldið fram að franskar konur fitni ekki þrátt fyrir að borða brauð, kökur, vín og þriggja rétta máltíðir. Hugmynd Swank og Smith er að breyta bókinni í róm- antíska gamanmynd þar sem Swank mun hugsanlega leika aðalhlutverkið. Söguþráðurinn snýst um yfirmann kampavíns- fyrirtækis sem þarf að glíma við erfiðleika í lífi sínu. Handritshöf- undur verður Heather Hach sem einnig samdi hina vinsælu Freaky Friday. Metsölubók í framleiðslu Hljómsveitin Radiohead hefur samið tónlistina við kvikmyndina Choke sem er gerð eftir samnefndri bók Chuck Palahniuk, höfundar Fight Club. Tólf ár eru liðin síðan Fight Club var sýnd í bíó með Brad Pitt og Edward Norton í aðalhlutverkum. Palahniuk segist hafa hlustað á Radiohead, þó aðallega lagið Creep, þegar hann samdi Choke og er í skýjunum með þátttöku sveitarinnar. Leikstjórinn Clark Gregg vissi af áhuga Palahniuk á Radiohead og bað því sveitina um að semja lokalag myndarinnar. Thom Yorke og félagar voru aftur á móti svo hrifnir af myndinni að þeir báðu um að fá að semja alla tónlistina fyrir hana. Palahniuk segir heiðurinn mikinn: „Á þessum tímapunkti hætti ég að trúa mínu eigin lífi. Það er einfaldlega of ótrúlegt til að vera raunverulegt. Þetta er algjör draumur,“ sagði hann. Choke fjallar um kynlífsfíkil og svindlara sem borgar sjúkrareikninga móður sinnar með því plata peninga út úr fólkinu sem bjargaði honum frá köfnun. Myndin, sem skartar Sam Rockwell í aðalhlutverki, er væntanleg á hvíta tjaldið í nóvember. Sömdu tónlistina fyrir Choke Leikarinn Willem Dafoe hefur tekið að sér hlutverk í kvikmynd Lars Von Trier, Antichrist. Þar með hefur Dafoe ferðast frá himnaríki til heljar á aðeins tuttugu árum því árið 1988 lék hann Krist í hinni umdeildu mynd Martin Scorsese, The Last Temptation of Christ. Reyndar mun Dafoe ekki leika son djöfulsins í Antichrist heldur leika hann og hin breska Char- lotte Gainsbourg par sem hefur misst son sinn. Til að jafna sig á missinum ákveða þau að dvelja í kofa í skógi einum þar sem ókunn öfl taka í taumana. Myndinni hefur verið lýst sem sálfræðileg- um trylli þar sem hrylling- urinn tekur smám saman völdin. Lars Von Trier kannast vel við Dafoe því hann leikstýrði honum í myndinni Manderl- ay sem kom út fyrir þremur árum. Von Trier á annars að baki fjölda áhugaverðra mynda á borð við Idioterne, Dancer in the Dark, Dogville og Breaking the Waves. Tökur á Antichrist hefjast í Þýskalandi síðar í mánuðin- um og miðað við söguþráð- inn og þá sem að myndinni standa eiga kvikmyndaá- hugamenn von á góðu. Ferðast frá himnaríki til heljar THE LAST TEMPTATION OF CHRIST Dafoe lék í mynd Martin Scorsese, The Last Temptation of Christ, árið 1988. HILARY SWANK Leikkonan Hilary Swank hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að metsölubókinni Franskar konur fitna ekki. STANDA Í STRÖNGU Steve Carrell og Anne Hatha- way standa í ströngu í njósna- gríninu Get Smart, rétt eins og þau David Duchovny og Gillian Anderson gera í X-Files: I Want To Believe. FIGHT CLUB Kvikmyndin Fight Club var gerð eftir samnefndri bók Chuck Palahniuk. THOM YORKE Thom Yorke og félagar í Radi- ohead sömdu tónlistina fyrir myndina Choke.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.