Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 14.08.2008, Blaðsíða 62
42 14. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. vafra, 6. mannþvaga, 8. meðal, 9. skraf, 11. tveir eins, 12. afspurn, 14. gistihús, 16. mun, 17. kk nafn, 18. tál, 20. klaki, 21. borg. LÓÐRÉTT 1. eins, 3. málmur, 4. ölvun, 5. mátt- ur, 7. sammála, 10. arinn, 13. sóða, 15. leikni, 16. kóf, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. ráfa, 6. ös, 8. lyf, 9. mas, 11. ll, 12. umtal, 14. hótel, 16. ku, 17. ari, 18. agn, 20. ís, 21. faró. LÓÐRÉTT: 1. sömu, 3. ál, 4. fyllerí, 5. afl, 7. samhuga, 10. stó, 13. ata, 15. list, 16. kaf, 19. nr. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Óskar Bergsson. 2 Suður-Ossetíu og Abkasíu. 3 Tæplega þrjú hundruð manns Víkingur Kristjánsson á sér þann draum að verða rokkstjarna og hefur stofnað trash-techno eða techno-pönk hljómsveitina Find a Dog. Auk Víkings eru Arnór Heiðar og Erla María í sveit- inni. „Vinir og ættingjar eru eigin- lega bara gáttaðir, þeir vissu ekki að maður ætti þetta til. Ég er gamalt „popp- ara-wannabe“ og hef haldið þeim draumi svolítið leyndum,“ segir Víkingur. „Ég spila á hljóðfæri og ég er ekki bara hérna til skrauts, ég tek alveg þátt í að búa þetta til líka. Þegar ég var ungl- ingur ætlaði ég ekkert að verða leikari, ég ætlaði að verða rokk- stjarna. Þannig að þetta er kannski spurning um að láta gamlan draum rætast. Það er miklu meira spennandi að vera rokkstjarna en leikari, eins og allir vita.“ „Bandið var stofnað fyrir mörgum mánuðum síðan en bæði ég og Erla höfum verið mikið í útlöndum. Við Erla erum að fara að vera hérna eitthvað fram á veturinn, þannig að núna erum við á fullu að semja og vinna. Svo kemur bara í ljós hvort að einhver vilji fá okkur til að spila. Það væri skemmti- legt. Það er líklegast að fara að dúndrast inn alveg slatti af lögum á myspace. Við erum í gírnum.“ En afhverju heitir bandið Find a Dog? „Ég get eiginlega ekki útskýrt það. Þetta er lína úr fyrsta laginu okkar. Það er svona hæfilega skrítið eins og bandið er. Það er engin mega-pæling þar á bakvið. Því miður.“ Að venju er nóg að gera hjá Vík- ingi. „Ég stend í skrifum, ég var beðinn um að skrifa kvikmynda- handrit. Svo eru einhverjar pæling- ar með Ást. Ég er að fara að leik- stýra Stúdentaleikhúsinu í haust og svo fer ég til New York í október að sýna Woyzheck. Svo er bara að búa til tónlist. Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því þessa dagana, þetta er svo gaman.“ Áhugasamir geta fylgst með sveitinni á www.myspace.com/ findadog. -kbs Víkingur Kristjáns gerir teknó-pönk SVO GAMAN Víkingur semur tónlist sér til skemmtunar ásamt vinum sínu, Arnóri og Erlu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MORGUNMATURINN „Ég borða engan morgunmat. Ef einhver mundi nenna að steikja ofan í mig beikon og pönnukök- ur væri ég til í það og tala nú ekki um ef ég fengi gott kanad- ískt hlynsíróp með. Ég borðaði það á hverjum morgni þegar við vorum í Kanada og Bandaríkj- unum að spila um daginn.“ Georg Kári Hilmarsson tónlistarmaður. „Ég er í langþráðu sumarfríi. Eitthvað sem ég hef ekki gert áður en um leið er ég að undirbúa heimili okkar hjóna fyrir barn númer tvö sem von er á í byrjun september,“ segir Einar Bárðarson athafna- maður sem oft er kallaður „umboðsmaður Íslands“. Einar hefur nú selt Senu restina af sameiginlegu félagi sem hann átti með Senu í tónleikahaldi. Félagið var rekið undir merkjum Concert en Sena kaupir Einar út úr rekstrinum. Partur kaupsamn- ingsins gerir ráð fyrir því að Einar haldi nafninu Concert sem hann hefur haft um reksturinn. „Jájá, ég get staðfest þetta. Ég er að endurskoða mína nálgun að tónlistarbransanum. Sökum anna í London hafði ég fjarlægst þennan rekstur hérna heima. Sena bauð mér gott tilboð og ég tók því.“ Kaupverð fæst ekki uppgefið, „nóg til að ég seldi,“ en salan er í mesta bróðerni að sögn Einars. „Ég hef alla tíð átt gott samstarf við Senu og á von á að svo verði áfram.“ Einar hefur átt og rekið útgáfufyrir- tækið PLAN B sem gefið hefur út tónlist í samvinnu við Senu. Þá hefur Einar einnig leitt dómnefndir í Idol og X-Factor-þáttunum sem Stöð 2 hefur sýnt en Sena kom að útgáfu þeirra listamanna sem þar tóku sín fyrstu skref. Einar stofnaði Concert árið 2000 en fyrir tveimur árum keypti Sena sig inn í reksturinn. Á þeim tíma hélt félagið tónleika James Blunt, Bob Dylan, Josh Groban, Jólatónleika Björgvins Hall- dórssonar, endurkomu Þursaflokksins, Stórsýn- ingu Ladda í Borgarleikhúsinu og Deep Purple svo eitthvað sé nefnt. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, segir þetta rökrétt skref að stíga. „Fyrir rúmu einu og hálfu ári keyptum við 60 prósent í Consert. Vorum að prófa okkur áfram í þessum bransa tónleikahalds og síðasta ár reyndist okkur mjög gjöfult. Og við skiptum því Einari út,“ segir Björn og telur það góða spurningu hvað þeir hafi verið að kaupa: „Við keyptum einnig Event Ísleifs Þórhallssonar sem nú starfar hjá okkur. Þetta er viðskiptavild, sambönd, innviðir þessara fyrirtækja,“ segir Björn. Hann sér fyrir sér erfiðari tíð með hruni krónunnar. „Reikningsdæmið skekktist mjög mikið með tónleikum Dylans og Blunts sem við bókuðum í evrum í janúar og greiddum fyrir í maí. Þar munaði 30 til 40 prósentum.“ jakob@frettabladid.is EINAR BÁRÐARSON: KAUPVERÐ NÓGU GOTT TIL AÐ ÉG SELDI Sena kaupir Einar út BJÖRN SIGURÐSSON Sena er að kaupa viðskiptavild, sambönd og innviði fyrirtækisins. EINAR BÁRÐARSON Er að endurskoða sína aðkomu að tónlistarbransanum. Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir eiga von á barni, eftir því sem DV greindi frá í gær. Sólargeislinn er væntanlegur á útmánuðum næsta árs en fyrir á Bubbi þrjú börn og Hrafnhildur eitt. Bubbi mun þó nota tímann fram að fæðingu barnsins í allt annað en slökun. Í haust mun hann leggja upp í ferðalag einn með gítarinn og spila fyrir aðdáendur sína vítt og breitt um landið. Þá vinnur hann einnig að nýrri veiðibók en hann gaf út bókina Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð, síðast- liðið haust. Bubbi er þó ekki einn um að veiða grimmt í ám landsins. Svava Johansen, sem þekkt er fyrir að vera ávallt með á nótunum þegar kemur að tísku, veigrar sér ekki við að henda sér í vöðlurnar og kasta flugu. Mun Svava hafa verið einkar dugleg við veiðar í sumar og oftar en ekki borið vel í veiði hjá atorkusömu verslunarkonunni. Golfmót fjölmiðlamanna, Media Masters 2008, verður haldið á golfvellinum að Hamri í Borgarnesi á morgun. Þar hafa helstu golfarar stéttarinnar skráð sig til leiks. Til dæmis Sigmundur Ernir Rúnars- son, Þórir Guðmundsson, Svali, og Logi Bergmann Eiðsson. Sá síðastnefndi á ekki svo ýkja góðar minningar frá því er hann spilaði hina alræmdu 16. holu vallarins á hringferð sinni um landið. Spila- mennskan var í beinni útsend- ingu Íslands í dag sem er í umsjón Svanhildar Hólm, eiginkonu Loga, sem hefur kannski trufl- að fréttaþulinn. FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég er að fara að spila í Öndverðarnesi. Þar er átján holu krefjandi völlur og ég spila meðal annars við aðstoðarþjálfara KR, Sigurstein Gíslason, ætla að reyna að róa hann niður og miðla af reynslu minni – að lenda ekki upp á kant við dómarana,“ segir Guðjón Þórðarson – betur þekktur sem knattspyrnuþjálfarinn Gaui Þórðar. Hann er einn fjölmargra áhugamanna um golf hér á landi og hefur verið iðinn við íþróttina. Guðjón hefur tekið risastökk í golfinu eftir að hann hætti að þjálfa lið ÍA og hefur lækkað forgjöf sína um rúma þrjá, eða úr 15,1 í 11,8, á þeim tíma. „Já, stökkin koma alltaf öðru hverju. Golfið er skemmtilegt. Nei, nei, ég hef ekkert verið að æfa eins og vitlaus maður heldur kemur þetta bara með sálarró og friði sem færist yfir þegar maður er ekki mikið að sperra sig,“ segir knattspyrnuþjálfarinn. Guðjón segir ekkert sérstakt standa fyrir dyrum í golfinu hjá sér, engar keppnir eða þvíumlíkt, heldur stundi hann íþróttina helst ánægjunnar vegna. „Þetta kallast víst virk hvíld á fagmáli. Þegar menn eru lúnir og þreyttir á vinnu og kerling- unni þá er farið í golf og heitir það virk hvíld,“ segir Guðjón. Aðspurður telur hann ýmislegt benda til þess að FH-ingar verði meistarar í fótboltanum. „Já, ég ætla að kíkja á FH – Aston Villa í kvöld. Ég starfaði einu sinni fyrir Villa. Ég var „scout“ [njósnari] fyrir Villa í Evrópu þegar Graham Taylor var stjóri þar. Hvernig var það? Maður ferðast, horfir á fótbolta og skilar einhverri skýrslu. Ekki mjög íþyngjandi starf.“ - jbg Gaui Þórðar lækkar forgjöfina GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Þakkar árangurinn sálarró og friði sem hefur færst yfir eftir að hann hætti að sperra sig. Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.