Fréttablaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 17. ágúst 2008 — 222. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG í öllum verslunum okkar Opið í dag frá 12-18 MENNINGARMÁL Haraldur Sigurðs- son eldfjallafræðingur bauð íslenska ríkinu safnmuni sína gegn því að eldfjallasafnið yrði sett upp í Stykkishólmi. Tregða stjórnvalda hefur hins vegar orðið til þess að hann íhugar að koma safninu upp annars staðar en á Íslandi. Meðal muna er grjót frá mörgum af sögufrægustu eldfjallasvæðum heims og málverk af eldgosum, þar á meðal eitt eftir Andy Warhol. Ríkið borgaði fyrir flutning munanna hingað til lands en síðan hefur málið siglt í strand. Árið 2005 leitaði Haraldur svara hjá menntamálaráðuneytinu um fram- gang þess. „Ég fékk þau svör að skipa ætti vinnuhóp til að sinna þessu en það er eins og málið hafi sofnað þar, allavega virðist áhug- inn eitthvað hafa dofnað. Þetta hefur vissulega valdið mér nokkr- um vonbrigðum.“ Eiríkur Þorláksson, sérfræðing- ur hjá menntamálaráðuneytinu, segir að málið hafi gengið hægar en hann hafi vonað. Hópur sér- fræðinga sé að meta hvernig best sé að nýta munina en óvíst sé hve- nær þeirri vinnu ljúki. Hins vegar hafi ekki náðst sátt um að skipa þann vinnuhóp sem Haraldur nefn- ir, þar sem slíku væri tekið sem skuldbindingu um að ráðast í upp- setningu safnsins. - jse / sjá síðu 10 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur undrast seinagang menntamálaráðuneytis: Gjöfin að renna ríkinu úr greipum Ofmetin meistarastykki Hvað er svona merkilegt við Mónu Lísu? Átti Gladiator skilið að fá Óskars- verðlaun? Fréttablaðið skoðaði ofmetin listaverk og listamenn. 14 EINSTÖK LÍFSREYNSLA Unnu við að fara með ljón í gönguferðir í Simbabve 26 SKOÐANAKÖNNUN Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í borgarstjórn Reykjavíkur nýtur jafnmikils stuðnings nú meðal borgarbúa og meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar naut þegar hann tók við völdum í janúarlok. Alls segjast 26,2 prósent borgar- búa styðja nýjan meirihluta, en 73,8 prósent gera það ekki. Hinn 23. janúar sögðust 25,9 prósent styðja þá nýmyndaðan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F., en stuðningurinn jókst aðeins og var kominn í 27,7 prósent undir lok maí. Stuðningur við núverandi meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks er mestur meðal þeirra sem segjast myndu kjósa þá flokka sem eiga aðild að meiri- hlutanum. Tæplega 93 prósent framsóknarfólks styðja nýjan meirihluta og rúm 83 prósent sjálfstæðisfólks. Um 95 prósent kjósenda Sam- fylkingar og Vinstri grænna styðja ekki nýjan meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks. Enginn frjálslyndra styð- ur samstarfið. Tæp 79 prósent þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk styðja ekki meirihlut- ann. Sjálfstæðisflokkur fengi fjóra fulltrúa kjörna samkvæmt könn- uninni, Samfylking fengi átta og Vinstri græn þrjá. Aðrir flokkar kæmu ekki manni að. Spurt var; Styður þú nýmynd- aðan meirihluta borgarstjórnar? 89,0 prósent aðspurðra tóku afstöðu til spurningarinnar. - ss / sjá síðu 4 Fjórðungur styður nýjan meirihluta í borgarstjórn 26,2 prósent segjast styðja nýjan meirihluta borgarstjórnar. Það er nánast sami stuðningur og meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Frjálslyndra naut í janúar. Nýr meirihluti fengi fjóra fulltrúa kjörna, alla úr Sjálfstæðisflokki. Skv. könnun Fréttablaðsins 16. 08. 2008 STYÐUR ÞÚ NÝMYNDAÐAN MEIRIHLUTA D OG B Í BORGARSTJÓRN? Já 26,2% Nei 73,8% PEKING 2008 Hinum litríka þjálfara Dana, Ulrik Wilbek, var heitt í hamsi eftir leikinn gegn Dönum í gær sem endaði með jafntefli 32- 32. Wilbek hellti sér með látum yfir slaka sænska dómara leiksins. Hann vildi fá dæmdan ruðning á Arnór Atlason undir lok leiksins, þegar víti var dæmt á Dani. Þá var Wilbek eflaust búinn að gleyma öllum glórulausu dómunum sem Ísland fékk á sig í leiknum. Úr vít- inu náði Snorri Steinn Guðjónsson að jafna leikinn, fjórum sekúndum fyrir leikslok. Wilbek hundsaði Guðjón Val Sig- urðsson eftir leikinn er Guðjón reyndi að taka í hönd hans. Guðjón var ekki sáttur og úr varð smá rifrildi sem Sigfús Sigurðsson tók einnig þátt í af krafti. Wilbek rann þó reiðin og sýndi af sér íþróttamennsku er hann kom og tók í hönd Guðjóns þegar hann var í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins. Wilbek bauð þess utan upp á sjaldséð bros til handa Guðjóni. - hbg / sjá síðu 22 Jafntefli gegn Dönum: Læti í leikslok ÓSÁTTUR ÞJÁLFARI DANA Með því að ná jafntefli gegn Dönum, 32-32, er íslenska landsliðið í handbolta orðið öruggt um að komast í átta liða úrslit á Ólympíuleikunum. Síðasti leikur liðsins í riðlinum er gegn Egyptum og fer hann fram í nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BJART NORÐAUSTAN TIL Í dag verða suðaustan 5-13 m/s, hvassast syðst. Bjart með köflum nyrðra, annars skýjað og rigning eða skúrir sunnan til og vestan, einkum síð- degis. Hiti 12-20 stig, hlýjast nyrðra. VEÐUR 4 14 18 16 13 14 FY LG IR Í D A G SÍÐASTA STÖKKIÐ Þórey Edda Elísdóttir gekk af velli með tárin í augunum. ÍÞRÓTTIR 22 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning ágúst 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.