Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 18. ágúst 2008 — 223. tölublað — 8. árgangur Nýtt í Hagkaupum Viltu bæta hlaupatímann þinn án meira álags? Smart Motion hlaupastíllinn er kominn á DVD í Hagkaup! Má bjóða þér léttan kaffisopa? SKOÐANAKÖNNUN Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, hefur stuðning flestra borgar- búa til að verða borgarstjóri, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Nú vilja 43,8 prósent Dag sem borgarstjóra. Það er nokkru minna en í lok janúar þegar 56,9 prósent vildu að hann væri borgarstjóri. Næstflestir styðja Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks og verðandi borgarstjóra. 32,3 prósent aðspurðra nefna hana. Í könnun blaðsins í janúar náði Hanna Birna varla á blað, en rúm átján prósent vildu að þáverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, væri borgar- stjóri. Við meirihlutaskiptin nú eru nokkuð fleiri sem vilja að verðandi borgarstjóri taki við en þegar Ólafur F. Magnússon tók við embætt- inu. Í janúar sögðust 5,5 prósent vilja að hann yrði borgarstjóri. Nú vilja 3,9 prósent að Ólafur haldi áfram sem borgarstjóri. Alls 9,9 prósent vilja að oddviti Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, taki við sem borgarstjóri. Í janúar hafði hún stuðning 7,6 prósent borgarbúa í borgarstjóraembættið. 1,7 prósent vilja að Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokksins verði borgarstjóri, en innan við eitt prósent nefndi Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi oddviti Framsóknar- flokksins, í janúar. Rúm átta prósent vilja fá einhvern annan borgarstjóra en oddvita flokkanna í borgar- stjórn. Langflestir af þeim vilja fá ópólitískan eða faglega ráðinn borgarstjóra. Hringt var í 600 borgarbúa laugardaginn 16. ágúst. Spurt var; Hver vilt þú að sé borgarstjóri Reykjavíkur? 67,7 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. - ss Þriðjungur styður Hönnu Birnu í stól borgarstjóra 43,8 prósent borgarbúa vilja Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra Reykjavíkur. 32,3 prósent nefna Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Um átta prósent borgarbúa vilja ópólitískan eða faglega ráðinn borgarstjóra. DEREK VON Skrifar sína fyrstu skáldsögu Missti sjónina í slysi fyrir tuttugu árum en vinnur nú að sinni fyrstu skáldsögu TÍMAMÓT 16 MARÍA BJÖRK SVERRISDÓTTIR Mikið vinnurými og góður andi í eldhúsinu • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég ólst upp að hluta til hjá afa mínum og ömmu sem alltaf var að matbúa eitthvað ómótstæðilegt í stóru eldhúsi sem sló lífsins takt sem hjarta heimilisins. Sú minning hefur ætíð fylgt mér síðan og loks tókst mér að endurskapa viðlíkeldhús á ei i heimilisins þar sem öllum finnst gott að njóta matar og vinna að sínum verkefnum,“ segir María Björk og bætir við að eldhúsið sé hálfgildings vinnustaður líka.„Hingað koma þ þungum, hlýlegum húsmunum. Ég bjó um tíma í Bandaríkjunum og keypti þá flest í búið, sem ég er enn ósköp ánægð með É hekki f Lifað í hjarta heimilisins Kaffi. Dagsbirta. Stálhnífar. Rómantík. Munnbitar og andrými. Allt býr þetta í garðbæsku eldhúsi Maríu Bjarkar Sverrisdóttur söngkonu, þar sem helstu söngdívur lýðveldins njóta gnægtabúrs og andagiftar. Söngkonan María Björk bæði lifir og leikur sér í eldhúsinu, sem í senn er hennar sköpunarverk og eftirlætisstaður heima. . FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANNYRÐIR eru notalegar þegar dimma tekur á kvöldin og þá er oft skemmtilegt að sitja fyrir framan sjón- varpið í rólegheitum og prjóna, hekla eða sauma. Á heima- síðu garnverslunarinnar storksins www.storkurinn.is má finna upplýsingar um lengri og styttri námskeið. Útsala 20 - 70 % afsl. Baðdeild ÁlfaborgarSkútuvogi 4 - sími: 525 0800 SturtuklefarBaðinnréttingarHreinlætistækiBlöndunartækiBaðker ofl. krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist is er ólæst (DRM laust) og kost fÞ Vertu tilbúinn í sumarfríið! FASTEIGNIR Stór sólpallur og gott útsýni í Lindahverfi Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG fasteignir 18. ÁGÚST 2008 Fasteignasalan Domus hefur til sölu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílskúr á góð- um stað í Lindahverfinu. U Tvöföld svalahurð er út á vestursvalir. Búr er inni af eldhúsinu og þaðan er innangengt í bílskúrinn Öll efri hæðin er með náttúrusteini áÁ ð Sólpallur og gott útsýni Eignin er á mjög góðum stað. Þaðan er stutt í skóla, leikskóla og alla almenna þjónustu. HÚSIN Í BORGINNI • Klapparstíg 5 • 101 Reykjavík • Sími 511 5005 • Fax 511 5009 • www.husin.is Fr u m Telma Róbertsdóttir Löggiltur fasteignasali HÚSIN Í BORGINNI … það borgar sig! • Ekkert skoðunar- og skráningargjald.• Ekkert gagnaöflunargjald.• Ekkert umsýslugjald fyrir seljanda. • Framúrskarandi þjónusta og ráðgjöf á sviði fasteignaviðskipta. • Við stöndum vaktina frá upphafi til enda með bros á vör.• Löggiltir fasteignasalar með þér alla leið. fasteignir10. SEPTEMBER 2007 ATHÞJ ÓNUSTA OFAR ÖLLU Stefán Páll Jónss on Löggiltur fasteign asali RE/MAX Fasteign ir Engjateig 9 105 Reykjavík Villi Vill á tónleikum Kraftaverkamaðurinn Ísleifur Þórhallson gerir minningartónleika um Vilhjálm Vilhjálmsson ógleymanlega. FÓLK 30 Situr fyrir í i- D magazine Antoine Fons er nýútskrifaður leik- ari sem hefur nóg að gera. FÓLK 30 HÆGUR Í dag verður yfirleitt hæg breytileg átt. Lítilsháttar væta vestan til og austan annars þurrt og bjart með köflum. Hiti 12-19 stig, hlýjast til landsins. VEÐUR 4 13 18 14 14 14 Það var platað mig Lýðræðið virkar einfaldlega ekki þannig að menn planti sér fyrst í hásætið og vinni síðan tiltrú kjós- enda „með verkum sínum“, skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 14 Fyrsta tap Vals í rúm tvö ár KR-stúlkur báru sigurorð af Val í Landsbanka- deild kvenna í gær, sem hleypir örlítilli spennu í deildina á nýjan leik. ÍÞRÓTTIR 24 VEÐRIÐ Í DAG ÁN HEIMILIS Maður frá Georgíu heldur á eigum sínum í gær fyrir framan tímabundnar búðir sem settar hafa verið upp í gömlum herspítala í Tbilisi. Forseti Rússlands lofar nú að byrja að kalla rússneskar hersveitir heim frá Georgíu. NORDICPHOTOS/AFP GEORGÍA, AP Dmítrí Medvedev, for- seti Rússlands, tilkynnti í gær að hafist yrði handa við að kalla rúss- neskar hersveitir heim frá Georgíu. Vestrænir leiðtogar hafa aukið mjög þrýsting á Rússa að þeir standi við skilmála vopnahléssam- komulagsins sem bæði Rússar og Georgíumenn hafa undirritað. Medvedev tók fram að rússneskt herlið yrði áfram í Suður-Ossetíu, þar sem átökin hófust í þarsíðustu viku. Mikhaíl Saakashvili Georgíu- forseti sagði aftur á móti að Georgíu- menn myndu aldrei gefa eftir til- kall sitt til héraðsins, né aðskilnaðarhéraðsins Abkasíu. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði á blaðamannafundi í Tiblísi höfuðborg Georgíu í gær að landið gæti gengið í Atlantshafs- bandalagið ef stjórnvöld vildu. Meðal annarra vestrænna leið- toga sem tjáðu sig með afdráttar- lausum hætti um málið í gær voru Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, sem gegnir nú formennsku í ESB, og bandaríski utanríkisráðherrann Condoleezza Rice. Bandaríski varn- armálaráðherrann Robert Gates sagði atburðarásina benda til að Rússland væri að snúa aftur til „valdstjórnar-fortíðar“ sinnar. - aa Vestrænir leiðtogar hafa lýst yfir stuðningi við Georgíumenn og þrýsta á Rússa: Rússar lofa brottflutningi í dag BRETLAND Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fé í átak sem miðar að því að fá fólk til að rækta líkama sinn á meðan það bíður eftir strætisvagni. Aðstandendur átaksins segja að tímann sem fer í að bíða og fylgjast með umferðinni mætti nýta mun betur. Til dæmis mætti standa á öðrum fæti, teygja úr tánum og þrýsta saman þjó- hnöppum. Þeir fullyrða að enginn þurfi að óttast aðhlátur annarra við æfingarnar enda séu þær þess eðlis að enginn tæki nokkurn tíma eftir þeim. Þær myndu hins vegar stuðla að bættu heilsufari Breta og draga úr offitu þjóðar- innar. Gagnrýnendur, meðal annars þingmenn, kalla átakið hins vegar „hneykslanlega sóun á almannafé“. - sh Breska stjórnin styrkir átak: Hvatt til æfinga á stoppistöðvum HVER Á AÐ VERA BORGARSTJÓRI? 50 40 30 20 10 0 % A Ð R IR Skv. könnun Fréttablaðsins 16.08. 2008 8,41,79,9 3,932,343,8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.