Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 2
2 18. ágúst 2008 MÁNUDAGUR REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY flugfelag.is Ævintýrin liggja í loftinu! Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Vestmannaeyjar frá 3.990 kr. REYKJAVÍK Óskar Bergsson mun einn framsóknarmanna geta leitt nefndir á vegum borgarinnar. Marsibil Sæmundardóttir, vara- maður Óskars, hefur lýst því yfir að hún styðji ekki nýjan meirihluta og einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar geta veitt nefndum formennsku. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, vill ekki tjá sig um verkaskiptingu milli flokkanna, en hún verður kynnt næstkomandi fimmtudag. „Við leggjum bæði mikla áherslu á að tryggja að allar þessar breytingar þýði sem minnst umskipti inn í stjórnkerfinu,“ segir Hanna Birna. Óskar og Hanna Birna funduðu um helgina. „Viðræður okkar ganga mjög vel og enginn ágreiningur hefur komið upp,“ segir hún. Óskar hyggst leita út fyrir fram- boðslista Framsóknarflokksins í borginni við skipun fulltrúa í nefndir og ráð. „Ég mun leita inn í flokkinn að góðu fólki á rétta staði,“ segir Óskar. „Ég verð að vinna í þessu fram á fimmtudag enda gefst ekki langur tími til þess að skipa í liðið.“ „Ég styð ekki nýjan meirihluta og það þýðir að ég mun ekki starfa með honum,“ sagði Marsibil Sæmundardóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. - ht Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni funduðu um helgina: Óskar getur einn leitt nefndir HANNA BIRNA OG ÓSKAR Kynntu nýtt meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borginni á fimmtu- dagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKIPULAGSMÁL „Þetta er nákvæm- lega sama aðferð og Hollendingar nota. Þriðjungur af Hollandi er fyrir neðan sjávarmál. Ef allt þetta land er fáanlegt, hvers vegna ætti að setja svona háan verðmiða á Vatnsmýrina? Þarna er hægt að fá fimmtán sinnum stærra svæði í nágrenninu,“ segir Björn Kristinsson, fyrrverandi prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands. Björn hefur lagt fram hug- myndir um að byggja 6.500 metra langan varnargarð yfir grynningar milli Álftaness og Seltjarnar- ness. Með því móti mætti dæla vatni úr Skerjafirðinum og skapa um 2.300 hektara nýs lands. Byggð í Reykjavík þekur nú tæp- lega fimm þúsund hektara lands. Björn áætlar að framkvæmdin kosti tvo til þrjá milljarða. Verð- mæti landsins telur hann hins vegar hlaupa á tugum milljarða. „Mér finnst þetta áhugaverð hug- mynd af því að ef maður lítur á stöðuna hjá Reykjavík þá er sam- kvæmt núgildandi aðalskipulagi áætlað að íbúum fjölgi um sextán þúsund og átta hundruð til 2024,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Landbún- aðarháskóla Íslands. „Ef maður horfir á þann þéttleika sem er á nýju byggingarsvæðunum eru að jafnaði um tuttugu íbúðir á hektara. Þá vantar um sex hundruð hektara svæði til 2024. Það er rosalega mikið – eins og niður úr miðbæ að Grensási.“ Nýtingarmöguleika svæðisins telur Björn vera mikla. Flugvöll- inn í Vatnsmýrinni mætti færa vestarlega á nýja svæðið fjær byggð og jafnvel væri hægt að færa millilandaflug frá Keflavík til nýs flugvallar. Björn segir einnig að varnar- garðarnir myndu verja Skerja- fjarðarsvæðið fyrir hækkandi sjávarborði. Á varnargarðinum sjálfum yrði vegatenging milli Seltjarnarness og Álftaness. Hann segir að huga þyrfti sér- staklega að ýmsum þáttum er lúta að öryggi garðsins, röskun á nátt- úrulegu umhverfi og lagalegum atriðum, svo sem varðandi eignar- rétt yfir nýja svæðinu. Koma þyrfti einnig til móts við eigendur húsa sem nú standa við ströndina. gunnlaugurh@frettabladid.is Prófessor vill þurrka upp Skerjafjörðinn Fyrrverandi verkfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur lagt fram róttækar hugmyndir um byggingu varnargarðs milli Seltjarnarness og Álftaness. Þá væri hægt að þurrka upp Skerjafjörðinn og 2.300 hektarar lands yrðu til. SKERJALANDIÐ Á myndinni má meðal annars sjá mögulega staðsetningu flugvallar og olíutanka á „Skerjalandinu“. MYND/BJÖRN KRISTINSSON BJÖRN KRISTINSSON KVIKMYNDIR Gamla varðskipið Þór var flutt upp í Hvalfjörð í gær þar sem það er notað sem sviðsmynd í hryllingsmyndinni Reykjavík Whale Watching Massacre sem nú er í vinnslu. „Það er búið að taka í ellefu daga og það eru þrjátíu eftir,“ segir Júlíus Kemp, leikstjóri myndarinnar. Reykjavík Whale Watching Massacre fjallar um hóp hvalaskoðara sem er bjargað af fiskveiðiskipi þegar bátur þeirra ferst, en þá fara hlutirnir úr böndunum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við munum taka upp í Hvalfirði næstu tvær vikurnar og verðum svo í Atlantic Film Studios í Keflavík þangað til tökum lýkur,“ segir Júlíus. - ag Hvalaskoðunarhryllingsmynd: Þór kominn upp í Hvalfjörð Á LEIÐ Í HVALFJÖRÐINN Varðskipið Þór var dregið upp í Hvalfjörð í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ísólfur Gylfi, springurðu ekki úr monti ef kaleikurinn finnst? „Nei, það er meiri hætta á að ég springi úr gleði.“ Ítalskir fjölmiðlar hafa fjallað um leit íslenskra og erlendra áhugamanna að fjársjóðum musterisriddara á Kili. Í ítölsku blaði var talað um Ísólf Gylfa Pálmason, borgarstjóra í Hrunamannahreppi. Ísólfur segist gríðarlega montinn af þeirri nafngift. VELFERÐARMÁL „Það hefur aldrei verið rætt um að skera flatt niður launakostnað á velferðarsviði,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, for- maður velferð- arráðs Reykja- víkurborgar. Jórunn segir að á öllum svið- um borgarinnar sé unnið að því að kanna hag- ræðingarmögu- leika vegna viðsnúnings í efnahagslífinu. Ekki verði frek- ar skorið niður í velferðarmálum en öðrum málaflokkum. „Við munum gera allt sem við getum til þess að þurfa ekki að skera niður þjónustu við borgar- búa,“ segir Jórunn. „Síðasti kostur væri að skera niður laun starfs- fólks.“ - ht Formaður velferðarráðs: Ekki rætt um að skerða laun JÓRUNN FRÍ- MANNSDÓTTIR INDLAND, AP Að minnsta kosti ellefu fórust er skólabíll í útjaðri Mangalore í suðurhluta Indlands hrapaði ofan í á, nú fyrir helgi. Níu hinna látnu voru skólabörn. Lögregla bjargaði fjórtán börnum úr ánni en sjö barna er enn saknað. Bílstjóri skólabílsins missti stjórn á bílnum í krappri beygju með þeim afleiðingum að hann lenti í ánni. Banaslys eru algeng í umferð- inni í Indlandi. Algengar orsakir þeirra eru meðal annars lélegir vegir og gamlar og ofhlaðnar bifreiðar. - þeb Indverskur skólabíll lenti í á: Minnst níu skólabörn létust SVEITARSTJÓRNIR Smíði níutíu metra langrar göngubrúar að gamla vitanum á Breiðinni á Akranesi er í uppnámi. Byggingar- fulltrúi á Akranesi bendir á að göngubrúin samræmist ekki aðalskipulagi, og umhverfisnefnd bæjarins leggst einnig gegn hugmyndinni. Bæjarráðið, sem í byrjun júli ákvað að semja við fyrirtækið Steðja um smíði á göngubrúnni, íhugar nú framhald málsins eftir að hafa fengið umbeðna umsögn frá umhverfisnefndinni. Kveðst nefndin leggjast gegn fram- kvæmdinni vegna hverfisverndar auk þess sem hún telji menn- ingar- og byggingarsögulegu gildi best borgið í óspilltu náttúrulegu umhverfi. - gar Gamli vitinn á Akranesi: Smíði göngu- brúar í uppnám KVIKMYNDIR „Þetta kom okkur öllum í opna skjöldu, en er auðvit- að frábært og mikill heiður,“ segir Mireya Samper, aðstoðarkona leikstjóra íslensku kvikmyndar- innar Skrapp út. Myndin fékk verðlaun á 61. Locarno-hátíðinni í Sviss í gær. Kvikmyndahátíðin er ein sú elsta í Evrópu og nýtur mikillar virðingar. Skrapp út hlaut svoköll- uð Variety Piazza Grande-verð- laun, sem eru kennd við kvik- myndatímaritið virta og veitt þeirri mynd sem að mati dóm- nefndar þykir hafa til að bera mikið listrænt gildi og höfða einn- ig sterklega til almennings. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi verð- laun eru veitt. Myndin, sem framleidd er af Zik Zak og Ex Nihilo, var sýnd á Piazza Grande-vanginum, sem rúmar 8.500 manns í sæti undir berum himni. Mireya segir stemn- inguna hafa verið ólýsanlega. „Það hafði rignt mikið dagana áður, en um leið og sýningin á Skrapp út hófst stytti upp. Það átti vel við.“ Hún segir myndina hafa vakið mikla athygli og henni hafi þegar verið boðið á fjölmargar kvik- myndahátíðir. „Ég vona líka að þetta verði til þess að Íslendingar flykkist í bíó á þessa verðlauna- mynd,“ segir Mireya, stolt af sigr- inum. - kg Kvikmyndin Skrapp út hlaut verðlaun á Locarno-hátíðinni í Sviss í gær: Kom okkur öllum á óvart Eldur í gasleiðslu í grilli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að íbúð í Álfatúni í Kópavogi í gær eftir að eldur kviknaði í gasleiðslu á grilli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, að sögn lögreglu, en grillið mun vera ónýtt. Ók á staur en slapp vel Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild í gær eftir að hann ók bíl sínum á ljósastaur á Reykjanesbraut. Ekki er talið að maðurinn hafi slasast alvarlega. LÖGREGLUFRÉTTIR PIAZZA GRANDE Mireya Samper segir stemninguna við sýningu Skrapp út hafa verið ólýsanlega. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.