Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 4
4 18. ágúst 2008 MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 20° 15° 20° 21° 20° 21° 21° 20° 23° 25° 29° 24° 27° 29° 31° 28° 22° Á MORGUN Hæg vestlæg eða breytileg átt. MIÐVIKUDAGUR Hæg, breytileg átt. RÓLEGT Í KORTUNUM Í dag og næstu daga er ekki að sjá annað en að vindur verði í lágmarki. Helst er að sjá að hann hreyfi vind úti við norðaustur hornið og undan suðaustur- ströndinni. Á morgun léttir til suðvestan til en þá eru horfur á smá skúrum NA-til. Á miðvikudag eru svo horfur á blíðskapar- veðri víða um land. 13 16 18 16 14 13 14 13 14 13 18 4 2 1 6 3 5 2 5 3 5 2 12 12 12 1612 12 12 12 12 1413 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur UMHVERFISMÁL „Það fer að hrynja úr bökkun- um og þá styttist í kirkjugarðinn. Það getur orðið á komandi vetri ef illa fer,“ segir Anna Margrét Sigurðardóttir í Saurbæ í Hvalfirði. Anna hefur áhyggjur af vaxandi landrofi vegna ágangs sjávar. Saurbær er við mynni sunnanverðs Hvalfjarðar. Sigursteinn Jósefsson, eigandi jarðarinnar Hjarðarness þar austan við, hefur sagt í Fréttablaðinu að hann telji orsökina fyrir landrofi á svæðinu vera malarvinnslu fyrirtækisins Björgunar sem hófst þar á sjávarbotni eftir að sæstrengur var fluttur við byggingu Hvalfjarðarganga. Anna tekur undir þetta. „Ég held að hver og einn geti séð að þegar grafnar eru holur og gryfjur í hafsbotninn hlýtur að sópast ofan í það aftur einhvers staðar frá,“ segir Anna. Anna segir að eftir að sjór hafi nagað úr bökkunum við kirkjugarðinn í Saurbæ þannig að mannabein stóðu út úr hafi verið byggður vandaður sjóvarnargarður þar neðan við á árinu 1979. Varnargarðurinn hafi nú látið gríðarlega mikið á sjá og löngu sé tímabært að styrkja hann. „Ef ekkert verður að gert er stutt í að þarna gerist eitthvað sem betur hefði ekki orðið. Það hefði náttúrulega átt að vera löngu búið að því með allri þessari efnistöku þarna fyrir utan,“ segir Anna og bendir á að stór skiki sé farinn úr túnunum við Saurbæ og að ljósleiðari sem Síminn hafi grafið í túnið fyrir nokkrum árum sé nú í lausu lofti í fjörukambinum. „Þetta er allt í hers höndum.“ Forstjóri Björgunar hefur í Fréttablaðinu sagt að fyrirtækið bíði umhverfismats Skipulagsstofnunar vegna malarvinnslunnar. Siglingastofnun segir áhrifin á landrof ekki mikil. Sigursteinn hefur sent mótmæli við malarvinnslunni til yfirvalda. Meðal annars vísar hann til yfirlýsinga tveggja staðkunn- ugra manna sem taka undir það með honum að landrofið hafi verið mikið á síðustu árum. „Það fer ekki milli mála að þarna hefur orðið talsvert landbrot,“ segir í yfirlýsingu Ólafs Magnússonar sem kveðst reglulega hafa átt erindi að Hjarðarnesi á árunum 1988 til 1998 sem starfsmaður RARIK og rafveitu- stjóri Kjósarveitu. gar@frettabladid.is Sjávarrof ógnar kirkjugarði Eigandi Saurbæjar í Hvalfirði segir stutt í að sjávarágangur vegna malarnáms á hafsbotni skemmi kirkju- garðinn þar. Varnargarður sem byggður var 1979 þegar mannabein fundust í fjörukambinum er illa farinn. ANNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR Túnin á Saurbæ hafa látið undan síga fyrir ágangi sjávar undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR LJÓSLEIÐARI Í LAUSU LOFTI Viðkvæmur ljósleiðari Símans er nú berskjaldaður í fjörukambinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR STYTTIST Í KIRKJUGARÐINN Leiðin í gamla kirkjugarðin- um í Saurbæ liggja sum utar en girðingin segir til um. Síðast var jarðsett þar í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR SUÐUR-AFRÍKA, AP Ekki tókst að mynda þjóðstjórn í Simbabve á fundi leiðtoga Afríkuríkja sem lauk í Suður-Afríku í gær. Reynt hefur verið að miðla málum á milli Roberts Mugabe, forseta Simbabve, og Morgans Tsvangirai, leiðtoga stjórnar and- stöðunnar, og voru menn vongóðir um að samningar tækjust með þeim á fundinum. Sú tillaga sem menn voru bjart sýnir á að deiluaðilar gætu sæst á felur í sér að Tsvangirai yrði forsætisráðherra en Mugabe forseti og yfirmaður hersins. Enn er talið að samningar geti náðst, þótt fundinum sé lokið. - sh Stjórnarkreppan í Simbabve: Þjóðstjórn ekki mynduð enn ROBERT MUGABE FANGELSISMÁL „Innhringingar til fanga hafa verið leyfðar á ákveðn- um tímum en það stendur til að fella slíkt niður um næstu mán- aðamót,“ segir Margrét Frímanns- dóttir, forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni. Í stað innhringitíma verður hægt að lesa skilaboð til fanga en fimm til sex sinnum á dag verða föngum færð skilaboðin. „Það hefur komið fyrir að þessi innhringitími hefur verið notaður þannig að menn hafa villt á sér heimildir til að ná sambandi við fanga sem kæra sig alls ekki um það,“ segir Margrét. Hún segir að eftir sem áður geti fangar hringt út eftir þörfum og sá úthringitími verði raunar rýmri við breytinguna. Innhringingar séu hins vegar yfirleitt ekki leyfðar í fangelsum. „Þetta ætti ekki að draga á nokk- urn hátt úr því að fangar geti haft samband við sínar fjölskyldur. Ef aðstandandi þarf að ná í fanga eða ef eitthvað alvarlegt kemur upp á getur fólk hringt í varðstjóra eða fangaverði,“ segir Margrét. Fangar standa sjálfir undir kostnaði við sínar hringingar. „En ef eitthvað kemur upp á þannig að þeir hafi ekki peninga til að hringja munum við bregðast við því.“ Margrét segist hafa rætt málið við forystumenn Afstöðu, félags fanga. Nú taki við ákveðinn aðlög- unartími til 1. september þegar fyrirkomulagið verði kynnt. - ovd Skilaboðaskjóða tekur við af aflögðum innhringitíma í fangelsinu á Litla-Hrauni: Lokað fyrir innhringingar FANGELSIÐ LITLA-HRAUNI Framvegis þurfa aðstandendur að lesa skilaboð inn á símsvara ef þeir þurfa að ná tali af fanga. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítugur Lithái sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli fyrir hálfri annarri viku með fíkniefni innvortis er búinn að skila öllum pakkningunum úr iðrum sér. Hann hafði um fjörutíu pakkningar af amfetamíni innvortis og vóg efnið alls um 600 grömm. Maðurinn var handtekinn miðvikudaginn 6. ágúst síðastlið- inn við komuna til landsins frá Amsterdam. Rannsókn málsins hefur meðal annars beinst að hugsanlegum vitorðsmönnum mannsins hérlendis. - sh Amfetamín í iðrum Litháa: Skilaði alls um 600 grömmum SPÁNN, AP Tvær minniháttar sprengingar urðu á ferðamanna- staðnum Costa del Sol á Spáni í gær. Engin meiðsl urðu á fólki, en herskáir aðskilnaðarsinnar Baska, ETA, eru taldir bera ábyrgð á ódæðinu. Fyrsta sprengjan sprakk á strönd í Guadalmar um klukkan eitt, en seinni sprengjan sprakk tveimur tímum seinna á bílastæði í Benalmadena Costa. Maður sem sagðist tala fyrir hönd ETA hafði hringt á slökkvistöð Benalmadena og varað við sprengjunum. Þetta er ekki í fyrsta sem herskáir aðskilnaðarsinnar Baska reyna að trufla ferðaþjónustuna á Spáni með álíka aðgerðum. - ag Baskar liggja undir grun: Tvær sprenging- ar á Spáni GENGIÐ 15.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 157,7371 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 82,02 82,42 152,30 153,04 120,71 121,39 16,182 16,276 15,104 15,192 12,909 12,985 0,742 0,7464 128,69 129,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillanlegt 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 A T A R N A 9.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 12.700 kr.)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.