Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.08.2008, Blaðsíða 16
16 18. ágúst 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is JÓHANNES S. KJARVAL TÓK FYRSTU SKÓFLUSTUNGU AÐ MYNDLISTARHÚSI Á MIKLATÚNI ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1966. ÞAÐ NEFNIST KJARVALSSTAÐIR. „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja.“ Jóhannes Kjarval er einn frægasti listmálari Íslands. AFMÆLI JÓNAS HARALDSSON ritstjóri er fimmtíu og sex ára í dag. HELGI GUNN- LAUGSSON prófessor er fimmtíu og eins árs í dag. BIRGIR HER- MANNSSON stjórnmálafræð- ingur er fjörutíu og fimm ára í dag. MERKISATBURÐIR 1786 Reykjavík fær kaup- staðarréttindi ásamt Grundarfirði, Ísafirði, Akur- eyri, Seyðisfirði og Vest- mannaeyjum. 1945 Svavar Guðnason listmál- ari opnar fyrstu sýningu hér á landi á eintómum abstraktverkum. 1954 Minnismerki um Skúla fógeta er afhjúpað í gamla kirkjugarðinum við Aðal- stræti. 1961 Grasagarðurinn í Laugar- dal í Reykjavík er formlega opnaður. 1988 Endurbótum lýkur á Við- eyjarstofu og Viðeyjar- kirkju. 1990 Listaverkið Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason er af- hjúpað við Sæbraut í Reykjavík. Nýtt síðdegisblað hóf göngu sína þennan dag árið 1962 og veitti Vísi samkeppni um hríð. Það hét Mynd og var óháð öllum flokkum. Mynd sótti forskrift sína til hins þýska blaðs Bild. Útgefandinn, Hilm- ar A. Kristjánsson sem fyrir gaf út Vikuna og Úrval, fékk meira að segja útlitsteiknara frá Bild til að starfa við blað- ið. Árangurinn markaði tíma- mót í íslenskri dagblaðaútgáfu því Hilmar gaf myndum mun meira vægi en áður hafði þekkst og blaðamenn urðu að temja sér knappari stíl og styttri texta en hefð var fyrir. Ritstjóri Myndar var Björn Jóhannesson og meðal blaðamanna voru Björn Thors, Sigurður Hreiðar og Sigurjón Jóhannsson. Ljós- myndarinn var Kristján Magn- ússon og mæddi mikið á honum. Mynd varð þó ekki langlíft blað. Þegar 28 tölu- blöð voru komin út skall á prentaraverkfall sem fór svo illa með fjárhag þess að hætt var við frekari útgáfu. Því kom síðasta blaðið út 28. september 1962. Heimild/Nýjustu fréttir eftir Guðjón Friðriksson. ÞETTA GERÐIST: 18. ÁGÚST 1962 Nýtt dagblað með nýjar áherslur LOVÍSA EIN- ARSDÓTTIR íþróttakenn- ari er 65 ára í dag. Fegursta tréð á Seltjarnarnesi, snyrti- legasta gatan, ræktarlegasti garður- inn og bestu endurbætur ársins voru verðlaunuð nýlega af umhverfisvernd Seltjarnarness. Tré ársins er ilmreynir sem stend- ur við Lindarbraut 16. Gata ársins er Neströð þar sem götumyndin er heil- steypt og snyrtileg. Garður við Val- húsabraut 20 var valinn garður ársins, enda ber hann vott um ræktarsemi og umhyggju, og íbúar raðhúsalengjunn- ar við Selbraut 2-8 hlutu viðurkenn- ingu fyrir bestu endurbætur á húsum og umhverfi. Garður við húsið Berg á Seltjarnarnesi hlaut auk þess sér- staka viðurkenningu því honum hefur verið vel við haldið af sömu fjölskyldu í fjóra áratugi. Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir nafngift á skrúðgarði sem stendur við Bakkavör. Nafnið Bakkagarður fyrir valinu en þrír áttu hugmyndina og hlutu þeir allir viðurkenningu fyrir. Tré, gata, nafngift og garðar VERÐLAUNAHAFARNIR Valur Gunnarsson, Birna Garðarsdóttir, Friðgeir Sigurðsson, Páll Melsted, Guðlaug Elíasdóttir, Lovísa Ásgeirsdóttir, Auður Sigurðardóttir, Þorsteinn Jónsson, Helga Hafsteinsdóttir og Þór Sigurgeirsson. MYND/ELLEN CALMON Derek Von vekur athygli á götum Akureyrar ekki síst fyrir sinn trygga ferðafélaga, hundinn Miller sem fylgir honum hvert fótmál. Derek er nefnilega blindur og Miller er augun hans. Derek lætur þó ekki sjónleysið aftra sér frá því að semja og skrifa. Hann er með sína fyrstu skáldsögu í smíð- um og kveðst vera á lokasprettinum. „Ég er búinn að pikka um 200 þúsund orð og er langt kominn en hef verið latur í sumar. Svo þarf ég að fá strangan yfirlesara til að fara yfir söguna. Ég ætla ekki að leggja það á konuna mína eða neinn annan sem ég þekki og vill mér of vel,“ segir hann. En um hvað fjallar sagan? „Hún er um strák sem elst upp á mun- aðarleysingjahæli hjá nunnum og gerist aðallega á sex ára tímabili þegar hann er á aldrinum fjórtán ára til tuttugu og eins. Hún byrjar í Skotlandi en endar í London. Sumt af því sem fjallað er um sæki ég í eigin reynsluheim en annað er hreinn skáldskapur,“ segir Derek sem býst við að bókin verði fyrst gefin út í Skotlandi því hún er skrifuð á ensku. Derek er skoskur og býr ýmist í St. Andrews eða á Akureyri með konu sinni Elínu Bjarnadóttur hómópata sem hann kynntist við vínberjatínslu í Frakklandi fyrir tuttugu og sjö árum. Fljótlega eftir það kom hann fyrst til Íslands og það var á Íslandi sem hann missti sjónina í alvarlegu um- ferðarslysi fyrir tæpum tuttugu árum. „Við Elín vorum í jólaleyfi heima hjá tengdaföður mínum sem var bóndi fyrir utan Akureyri og vorum á leið til vina okkar út á Dalvík á gönguskíðum. Þá varð ég fyrir bíl. Ég lá meðvitundarlaus um tíma og var búinn að missa sjónina þegar ég vaknaði úr dáinu,“ lýsir hann. Kveðst hafa verið samtals níu mánuði á sjúkrahúsi og nefnir Borgarspítala og Grensásdeild. Þrátt fyrir þessa erfiðu upplifun hefur Derek gert ýmsa ævintýralega hluti og sannarlega ekki tapað lífsgleðinni. Hann á mörg ferðalög að baki bæði sjáandi og blindur og hefur komið til fimmtíu landa um víða veröld. Meðal ann- ars fór hann í fimm daga útreiðar um Himalayjafjöll eftir að hann missti sjónina. Hann settist líka á skólabekk og náði sér í heimspekigráðu við háskólann í Dundee og segir það hafa verið mikla áskorun. „Með því vildi ég sýna að ég væri venjulegur maður en ekki aumingi þó að ég væri blindur,“ segir hann og bætir við skellihlæjandi. „Hundurinn minn Alf sat samt fleiri tíma og fékk heiðursgráðu við skólann út af því.“ Starfsreynsla Dereks er víðtæk. Hann rak eigið gallerí í St. Andrews, var við olíuvinnslu í Skotlandi, hefur stundað sjómennsku og sinnt sorphirðu á Íslandi og tínt vínber og ólífur í Frakklandi og Grikklandi. Nú eru skáldsagnaskrifin hans aðalviðfangsefni enda segir hann ekki mörg störf í boði á Akureyri fyrir hann. „Það er ekki mikið að gera fyrir blinda ritara á svona stað,“ segir hann glettinn. gun@frettabladid.is DEREK VON: BLINDUR OG SKRIFAR SÍNA FYRSTU BÓK Hlutu báðir háskólagráður DEREK OG MILLER. „Hundurinn hjálpar mér heilmikið. Ég fékk hann í Skotlandi og fannst erfitt hvað hann þurfti að vera lengi í einangrun þegar ég flutti hann hingað. Það er svipað og að taka hjólastól af fötluðum. En svona eru reglurnar,“ segir Derek. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Rósa Eiríksdóttir Hæðargarði 33, áður Miðdal í Kjós, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á MS-félagið. Davíð Guðmundsson Fanney Þ. Davíðsdóttir Hulda Þorsteinsdóttir Aðalsteinn Grímsson Kristín Davíðsdóttir Gunnar Rúnar Magnússon Guðbjörg Davíðsdóttir Katrín Davíðsdóttir Sigurður Ingi Geirsson Sigríður Davíðsdóttir Gunnar Guðnason Guðmundur H. Davíðsson Svanborg A. Magnúsdóttir Eiríkur Þ. Davíðsson Solveig U. Eysteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar, Kristín Ásta Friðriksdóttir Stella frá Siglufirði, lést á Elliheimilinu Grund miðvikudaginn 13. ágúst. Jarðarför fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 21. ágúst kl. 13.00. Gréta Friðriksdóttir Steinunn Friðriksdóttir Bragi Reynir Friðriksson Gunnur Salbjörg Friðriksdóttir Fjóla Guðrún Friðriksdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.